Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 137
5. Niðurstaða
Niðurstaða þessara athugana er þá sú að í ýmsum orðasamböndum, þar
sem hefðbundið er að nota verða (stundum sem hjálparsögn þolmyndar),
gæti tilhneigingar til að nota vera í staðinn. Það er misjafnt eftir orðasam-
böndum hve rík sú tilhneiging er og hve snemma hennar sér stað, stund-
um þegar á 19. öld, stundum aðallega í tíð núlifandi kynslóðar. Í sumum
samböndum virðist þetta gerast frekar, eða gerast fyrr, þegar orðmyndir
eru svipaðar eins og var / varð. Þess vegna má vera að breytingin tengist
að nokkru leyti daufum hljómi önghljóðsins ð, sé að því leyti hliðstæð við
þverrandi aðgreiningu forsetninganna af og að sem væntanlega má rekja
til breytinga á framburði önghljóðanna.
Frá málvöndunarsjónarmiði er það helst við þessa breytingu að athuga
að með henni óskýrast tvær sérstakar merkingar sagnarinnar verða. Sú
önnur sem táknar „grandalausan geranda“, þann sem bara „lendir í“ að
gera það sem hann gerir. Og hin sem táknar hvað sé (eða sé ekki) gerlegt
eða mögulegt. Í þessum sérstöku merkingum er það ekki aðeins hefð -
bundn ari málnotkun heldur líka markvissari að nota sögnina verða frekar
en vera.
heimildir
Höskuldur Þráinsson. 2005. Setningarleg hlutverk liða. Höskuldur Þráinsson (ritstj.):
Setningar – Handbók um setningafræði, bls. 265–349. Almenna bókafélagið, Reykja vík.
Helgi Skúli Kjartansson. 2004. Allt og eða ekki nógu og? Fjólur úr garði önghljóðaveikl-
unar. Íslenskt mál 26:165–172.
Jóhannes Gísli Jónsson. 2005. Merkingarhlutverk, rökliðir og fallmörkun. Höskuldur
Þráinsson (ritstj.): Setningar – Handbók um setningafræði, bls. 350–409. Almenna
bóka félagið, Reykjavík.
Margrét Guðmundsdóttir. 2008. Málbreytingar í ljósi málkunnáttufræði. Íslenskt mál 30:
7–52.
summary
‘The replacement of verða by vera in some Icelandic fixed phrases’
Keywords: fixed phrases, Internet sampling, auxilaries, dative subjects
Statistics derived from Internet sampling show a tendency in a number of Icelandic fixed
phrases for the verb vera (‘be’) to replace its “sister verb” verða (‘become’). While generally
on the increase, such usage can in some cases be traced back as far as the 19th century.
Að ver(ð)a samferða 137