Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 142
Röð kaflanna er ekki sú tímaröð sem greinarnar birtust í. Nýja röðin er
þessi:
I Hvorgi, hvorugur
II Sjá, þessi
III Ein(n)hver(r)
IV Hvortveggi og hvor tveggja
V Okkar(r), ykkar(r) og yð(v)ar(r)
VI Eigin(n)
Þessi röð var ekki valin út í loftið. Í bókinni er viðfangsefnunum raðað eftir því
hvers eðlis þau eru, en þessi sex viðfangsefni greinast í þrennt, þetta eru eiginlega
þrjú pör athugana:
I Hvorgi, hvorugur
II Sjá, þessi
III Ein(n)hver(r)
IV Hvortveggi og hvor tveggja
V Okkar(r), ykkar(r) og yð(v)ar(r)
VI Eigin(n)
Fyrst eru það fornöfnin hvorgi, nú hvorugur, og sjá, nú þessi. Í forsögu þessara
fornafna voru í upphafi svokallaðir henglar aftan við beygingarendingar en nú
eru beygingarendingar aftast í orðunum. Síðan koma einhver og hvortveggi og
hvor tveggja. Í báðum þessum athugunum er um að ræða tvíliðuð orð þar sem
báðir liðirnir beygðust í meira mæli að fornu en nú er raunin. Síðast koma orð
sem hafa misst beygingu sína að mestu eða öllu leyti: eignarfornöfnin okkar(r),
ykkar(r) og yð(v)ar(r) sem eru reyndar ekki lengur til — eignarfallsmyndir sam-
svarandi persónufornafna komu í staðinn — og svo lýsingarorðið (eða for -
nafnið) eigin(n) sem beygist ekki nema að litlu leyti í nútímamáli, ólíkt því sem
áður var.
Röð kaflaparanna þriggja gæti virst valin af handahófi en hún er það þó ekki
alveg. Mér þótti gaman að rannsaka öll þessi orð og mér þykir auðvitað vænt um
þau öll enda hef ég átt samleið með þeim lengi. En eitt þeirra er mér þó kærast,
fornafnið hvorugur, og þess vegna fékk það að vera fyrst. Ef einhver kaupir
bókina og endist ekki til að lesa nema einn kafla, þá hefur hann að minnsta kosti
lent á skemmtilegasta kaflanum. Þessi rannsókn var satt að segja sú langsnúnasta.
Það var bæði erfitt að átta sig á þróun orðsins og svo var líka erfitt að gera grein
fyrir henni á skiljanlegan hátt og koma efninu frá sér á mannamáli. Þessi athugun
Katrín Axelsdóttir142