Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Side 145
þegar ég fór að forvitnast um hina sérkennilegu mynd hvorkirt, eða hvorkert, sem
er að forminu til lík myndunum ekkirt og ekkert í beygingu fornafnsins enginn.
Þessi mynd er horfin úr málinu núna og við notum í staðinn myndina hvorugt.
Um hvorkirt eða hvorkert eru ekki nema fjögur dæmi í orðasöfnum, tvö í seðla-
safni Orðabókar Háskólans, frá 16. og 17. öld, og önnur tvö í seðlasafni fornmáls-
orðabókarinnar í Kaupmannahöfn, en þau eru bæði úr 17. aldar handritum
Gautreks sögu. Þar sem dæmin voru svo sérkennileg — og jafnframt svo fá —
fannst mér sjálfsagt að kanna bakgrunn þeirra og mig langar til þess að rekja hér
stuttlega það sem ég gróf upp.
Fyrsta dæmið af þessum fjórum er frá árinu 1594, í bréfi frá Páli Jónssyni,
Staðarhóls-Páli, jafnan kenndum við Staðarhól í Dölum. En hann var reyndar frá
Svalbarði við Eyjafjörð, lærði að Munkaþverá og bjó um tíma í Reykjadal. Annað
dæmið er í textabút aftan við afrit af bréfi, og búturinn er undirritaður af sr. Illuga
Helgasyni árið 1640. Faðir Illuga þessa bjó í Reykjadal, móðir hans var frá Múla
í Aðaldal og sjálfur var hann prestur í Kinn sem er ekki langt frá. Annað
Gautrekssöguhandritið var skv. handritaskrám í eigu sr. Þorláks Sigfússonar í
Glæsibæ í Kræklingahlíð við vestanverðan Eyjafjörð. Hitt Gautrekssöguhandritið
barst frá Íslandi til Svíþjóðar með hinum þekkta handritasafnara Jóni Rúgmann
árið 1658. Á þeim tíma var Jón reyndar ekki farinn að safna handritum; hann
hafði einfaldlega tekið með sér nokkrar pappírsbækur til að lesa á leiðinni yfir
hafið. Það er því líklegt að hann hafi fengið bækurnar á heimaslóðum. Jón var frá
Rúgsstöðum í Eyjafirði. Hér falla því öll vötn til Eyjafjarðar eins og sjá má á
næstu síðu, á mynd 1 úr I. kafla (bls. 114). Á kortinu er Glæsibær við vestanverðan
fjörðinn og Svalbarð austan megin. Rúgsstaðir eru suður af firðinum og Reykja -
dalur nokkru austar. Eins og sjá má er stutt á milli þessara staða og þeir eru lík-
lega allir innan 25 kílómetra radíuss. Það getur því verið gagnlegt að leggjast í
dálitlar persónurannsóknir — dreifing dæmanna fjögurra er varla tilviljun, mynd-
in hvorkirt hefur að öllum líkindum verið staðbundin á þessu svæði.
Sögur af orðum 145
1200 1300 1400 1500 1600 1700 1800
hvortki > hvorki
hvorngi → hvor(n)gan
Samandr. → ósamandr. í -ig-/-ug-lo.
hvor(n)gan → hvorigan ?
hvor(s)kis (hvorgis) → hvorugs (hvorigs) ? ?
hvorki → hvorkirt/hvorkert ?
hvorig- → hvorug- ?
hvorgi → hvorugur (hvorigur)
hvorki → hvorugt (hvorigt)
Mynd 2: Tími nokkurra breytinga.