Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 149
handrit og kanna tímasetningar
þeirra og prófa sig smám saman
áfram. Þetta á vitaskuld einkum við
þau viðfangsefni þar sem dæmi eru
fá og oft þarf að geta í eyður. Ég segi
í bókinni að glímunni við fornafnið
hvorgi, hvorugur megi líkja við stórt
púsluspil þar sem flest stykkin eru
týnd og líka kassinn utan af spilinu
— maður veit ekkert hvernig mynd-
in á að vera.
Stöðunni í upphafi rannsóknanna
má kannski í sumum tilvikum líkja
við málverk á borð við Konumynd (Buste de femme, 1937) eftir Picasso; sumt í
efni viðn um mínum leit út fyrir að vera rangt eða á röngum stað. Á mynd Picasso
eru tvö nef, misstór augu og þau eru ekki í sömu hæð. Þannig, eða jafnvel enn
óreiðu kenndari, virtist mér t.d. myndin af þróun fornafnsins hvorugur vera í upp-
hafi, þegar ég var rétt búin að safna efniviðnum og lesa handbókafróðleikinn.
Mark miðið hjá mér var að draga upp skýrari mynd, mynd sem að skerpu mætti
líkja við málverk impressjónista. Þar er allt er á réttum stað en útlínurnar svolítið
óskýr ar. Ég er ekki viss um að hægt sé að biðja um meira. Á endurreisnarmálverk-
um sjást öll smáatriði skýrt. Að draga upp málsögulega mynd sem samsvaraði
slíkri nákvæmni er óraunhæft markmið. Það væri það líka í rannsókn á breytingu
í nútímamáli þar sem málnotendur eru innan seilingar og gríðarlegt textamagn
tiltækt.
4. Síðari spurningin
Án nokkuð sannfærandi myndar af þróuninni er varla hægt að takast á við síðari
meginspurninguna, spurninguna sem lýtur að ástæðum breytinga. En jafnvel þótt
myndin sé nokkuð skýr getur verið erfitt að geta sér til um ástæðurnar og í
skýringaköflum bókarinnar er oft frekar um vangaveltur að ræða en eiginlegar
niðurstöður. Ég ætla ekki að eyða miklum tíma í að lýsa hvernig ég tekst á við
undirspurningar þessarar meginspurningar né að sýna hvernig ég hef svarað
þeim, það tæki of langan tíma. Ég læt hér nægja að gefa um þessar spurningar
nokkur dæmi og sýni hér eitt úr hverjum kafla:
Úr I. kafla (hvorgi, hvorugur):
Af hverju kom myndin hvorkirt/hvorkert upp og af hverju hvarf hún aftur?
Úr II. kafla (sjá, þessi):
Hver er uppruni myndarinnar þessur (þessor)?
Sögur af orðum 149
Mynd 1: S-kúrfan.