Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Síða 156
Hugtakanotkun er skýr og ekki er annað að sjá en að aðferðafræðin sé öll
traust, og beri vott um góða kunnáttu höfundarins bæði í hefðbundinni mál sögu -
legri og fílólógískri aðferð sem og í nýlegri aðferðafræði sögulegra málvísinda,
félagsmálfræði og orðmyndunar- og beygingarfræði. Greinargerð Katrínar um
hugtök og aðferðir (bls. 29–46) er athyglisverð og þar eru kynnt ýmis hugtök sem
síðan eru notuð til gagns í megintexta.
Allvíða kemur fram að Katrín hefur ekki látið sannfærast af útgefnum texta
heldur leitað í handrit til að gáta sjálf dæmi sem hún hefur fundið. Það eru vís-
indaleg vinnubrögð. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hversu sárgræti -
lega tímafrek slík vinna er, og skilar þó iðulega engum árangri. En Katrín hefur
nokkrum sinnum getað leiðrétt rangprentuð dæmi í útgáfum, sem hefðu skekkt
rannsókn hennar, svo betur var af stað farið en heima setið. Til dæmis kemur í
ljós að langelsta dæmið um orðmyndina hvorugan, með u, er alls ekki svo í hand-
ritinu, sem er frá um 1350–1360, heldur hvorngan, með n, og hefur það mikið
gildi fyrir rannsóknina (nmgr. 27, bls. 93, og aftur í nmgr. 55, bls. 104).3 Annað
dæmi er umfjöllun um orðmyndirnar hvorga þf.kk.ft.4 og tvö dæmi um hvorgir
nf.kk.ft.5 sem rakin eru í nmgr. 45 (bls. 100–101) og eru öll röng í prentuðum
útgáfum eða að minnsta kosti tvíræð og vandtúlkuð. Þar hefur Katrín sveipað sig
kufli handritafræðingsins og rýnt í stafagerðina.
Þessar upplýsingar og aðrar slíkar er gjarnan að finna í neðanmálsgreinum
sem því miður dylur þær ef til vill nokkuð fyrir lesendum og dregur úr vægi
þeirra fyrir þá sem líta á neðanmálsgreinar sem pláss fyrir minni háttar ábending-
ar.
Öll heimildavinna er með ágætum, að ég best fæ séð. Þær tilvitnanir sem ég
gát aði voru réttar og allnokkur samanburður á heimildavísunum í megin texta við
heimilda skrá sýndi að þar var rétt farið með allt. Þær fáeinu ásláttar villur sem
urðu á vegi mínum í næstu gerð á undan lokagerð hafa nú flestar verið lag færðar.
Í bókinni eru nokkrar myndir og súlurit sem sýna tíma breytinga. Hvort
tveggja er til mikils gagns, t.d. mynd á bls. 119 um þróun breytinga í orðinu hvorgi
eða hvorugur, svo dæmi sé tekið. Aðrar ágætar myndir eru t.d. á bls. 204 um
þróun breytinga í orðinu sjá, þessi, á bls. 358 og 360 um ýmislegt sem lýtur að
sögu hvortveggi og hvor tveggja og á bls. 605 um tíma helstu breytinga í öllum
orðum sem um er fjallað. Enn fremur eru súluritin á bls. 263 og 327 nytsamleg.
Myndræn framsetning styður mjög við skiln ing þegar fjallað er um jafn óhlut-
stætt efni og hér er gert og ég vil hrósa höf undi sérstaklega fyrir þetta. Töflur eru
Veturliði Óskarsson156
3 Fleiri dæmi um það að Katrín hafi skoðað handrit og borið útgáfur saman við þau
má sjá í nmgr. 103 á bls. 217 og á bls. 323 (umræða um ritmyndina tveGia).
4 „hér er hvárga [bændr] til at spara“ (ONP); rétt er „hvoruga“ skv. Katrínu (handrit
frá 1696).
5 Í útgáfunni stendur „hvarrgir“ en í handritinu „hvargir“ með lykkju sem túlkuð er
sem r í útgáfunni en sem mætti túlka sem i, þ.e. „hvarigir“.