Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 159
og kunni að takmarka sig. Þar vantar dálítið upp á; ritgerðin hefði getað verið
beinskeyttari, hnitmiðaðri — og þá væntanlega styttri. Neðanmálsgreinar ættu
helst ekki að geyma annað en efni sem lesandi ætti að mega og geta sleppt án þess
að skiln ingur á megintexta líði fyrir það.
3.3 Dæmafæð og ályktanir
Elstu dæmi um ýmsar beygingarmyndir sem Katrín fjallar um eru oft fá, og
stundum finnst manni dæmafæðin varla standa undir ályktunum sem gerðar eru.
Í töflu 2 á bls. 181 kemur t.d. fram að dæmi um þágufallsmyndina þvísa (af orðinu
sjá eða þessi), í merkingunni ‘þessu’ (t.d. í þessu húsi o.s.frv.), eru ekki nema 48 alls
í öllum textum sem athugaðir voru. Í mörgum ritum er engin dæmi að finna.
Katrín segir (bls. 181):
Ef litið er neðst á töflu 2 má sjá að dæmi um þvísa eru ekki nema brot af
heildar fjölda dæma í þgf.hk.et., aðeins 3,5%. En þegar litið er á einstök rit
kemur þó í ljós að sums stað ar er þvísa algengari mynd en þessu þótt ekki
muni reyndar miklu. Það á við um drótt kvæði (10.–12. öld), Grágás og
Járnsíðu. Hér ber þess að gæta að dæmi úr elsta kveðskap eru mjög fá í töfl-
unni og hlutföll segja því lítið. (Feitletrun V.Ó.)
Hér eru skynsamlegir fyrirvarar hafðir, en samt fer ekki hjá því að maður spyrji
sig hvort yfir leitt sé rétt að gefa því undir fótinn að „sums staðar“ sé þvísa algeng -
ari mynd, „þegar litið er á einstök rit“. Í þeim ritum eða ritahópum sem þarna eru
nefnd eru dæmi um þvísa nefnilega bara einu eða í hæsta lagi tveimur fleiri en
dæmi um orðmyndina þessu: Í drótt kvæðum 10., 11. og 12. aldar eru dæmin 2, 2
og 2 um þvísa á móti 0, 1 og 1 um þessu; í Grágás eru þau 9 um þvísa á móti 8 um
þessu og í Járnsíðu eru þau 2 um þvísa á móti 1 um þessu. Þetta er varla marktækur
munur. Það er ef til vill ósanngjarnt að gagnrýna höfund fyrir það sem vel er gert;
en orðalag eins og „þegar litið er á einstök rit kemur þó í ljós að sums staðar er
þvísa algengari mynd en þessu þótt ekki muni reyndar miklu“ er eigi að síður vill-
andi.
4. Um Reykjahólabók og Guðmundar sögu biskups sem frumheimildir
Í inngangskaflanum eru rakin heimildarrit sem Katrín hefur notað til efnisöflun-
ar. Ég held varla að það sé oft sem jafnmikið og traust dæmasafn liggur að baki
rannsóknum í mál sögu, og það er vandséð að dæmi getið komið í ljós sem mundu
hrófla við niður stöðunum, a.m.k. um aldur orða og orðmynda sem Katrín rekur.
Hún er vel meðvituð um vanda mál við tímasetningu texta og hlutfallslegan aldur
handrita og texta, og það er mjög hrósvert.
Ég er líka almennt mjög sáttur við val Katrínar á frumheimildum til rann -
sókn ar. Þó hef ég vissar efa semdir um notkun svokallaðrar Reykjahólabókar sem
Um doktorsritgerð Katrínar Axelsdóttur 159