Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Side 164

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Side 164
Vissulega verða norsk áhrif ekki útilokuð þegar dæmin í Reykjahólabók eru skoð uð og metin. Útgefandi Reykjahólabókar, Agnete Loth, kvað m.a.s. svo fast að orði að þýðandinn, hafi hann verið Björn Þorleifsson, hafi e.t.v. „under sit Bergensophold — fået lyst til at lave en slags norsk-efterlignende islandsk“ (Loth 1969:XL, ívitnað í doktorsritgerðinni á bls. 61). En einmitt þessar orðmyndir finnst mér mun sennilegri merki um áhrif frá hinum miðlágþýska frumtexta. Því má bæta við hér, eins og svolitlum eftirþanka, að eins og oftar nefnir Katrín líka aðra hugsanlega skýringu á notkun ósamandreginna mynda eins og þessara sem hér voru nefndar. Hún hafði áður (bls. 541–542) viðrað þá skoðun að óþægilegur samhljómur eða árekstur við ýmsar beygingarmyndir nafnorðsins eign „kynni að hafa átt þátt í því að óbeygt eigin var tekið fram yfir beygða mynd“ (bls. 554), þ.e. til dæmis „hjá sínum eigin“ fremur en „hjá sínum eignum“. Hún spinnur þann þráð áfram hér og segir eftirfarandi um hugsanlega aðra skýringu á ósamandregnum orðmyndum eins og eiginar (bækur) og eiginum (konum) (bls. 554): Önnur leið til að forðast slíkan samhljóm var að nota mynd með ósaman - dregnum stofni. Hvorug skýringin hér, norsk áhrif og samhljómsflótti, þarf að útiloka hina; þetta kann að hafa unnið saman. Menn hafa getað heyrt norsk dæmi um ósamandregnar myndir og þær eru svo teknar upp af því að þær henta til að koma í veg fyrir óþægilegan samhljóm. Þó að ég sé ekki trúaður á seinni skýringuna, og reyndar líka efins um þá fyrri, finnst mér sú aðferð sem Katrín notar, að vera opin fyrir öllum möguleikum, vera bæði skemmtileg og örvandi — a.m.k. fyrir lesanda sem er tilbúinn til að mynda sér eigin skoðun hjálparlaust. 5.3 Orðmyndin hvorkirt (eða hvorkert) Á bls. 112 og áfram er fjallað um orðmyndina hvorkirt eða hvorkert sem kemur fyrir seint á 16. öld og á 17. öld. Katrín ræðir (bls. 154) hugsanleg norsk áhrif, enda eru dæmi til um hwarkit og önnur lík dæmi í norsku frá 14. og 15. öld. Hún færir rök að því að þótt ekki sé hægt að úti loka norsk áhrif þá séu þau ekki mjög senni- leg. Ég get vel skrifað undir það. Katrín ræðir síðan hugsanleg dönsk áhrif. Dæmi eru til um da. hwerckedt, hwerket, hwærgith í dönsk um rit um frá fyrri hluta 15. aldar og fram á fjórða áratug 16. aldar (bls. 154–155). Þar er þó ekki r í lok orðsins eða orðmyndanna eins og í þeim íslensku, og Katrín telur að varð andi þær hljóti „[á]hrif frá myndinni ekkirt/ekkert (og/eða frá myndum á borð við (eitt)hvert, nokkurt) […] því að hafa komið við sögu.“ Síðan segir hún (bls. 155): En það útilokar samt ekki dönsk áhrif. Myndin hvorkirt/hvorkert kann að hafa komið upp fyrir tvenns konar áhrif, innlend og erlend. Óháð, hliðstæð þróun í dönsku og íslensku er samt alveg jafn líkleg. Veturliði Óskarsson164
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.