Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 171
3. Erlend áhrif
3.1 Orðmyndirnar þeirras og hennars
Á eignarfallsmyndirnar þeirras, hennars og herras í Reykjahólabók er minnst ör -
stutt neðanmáls (bls. 228) og sagt að hin óvenjulega eignarfallsending gæti „stafað
af áhrifum þýska frumtextans eða öðrum erlendum áhrifum.“ Með „öðr um
erlendum áhrifum“ á ég fyrst og fremst við norsk áhrif, enda er talið að þýðand-
inn, Björn Þorleifsson, hafi orðið fyrir áhrifum úr þeirri átt (sbr. Reykjahólabók I
1969:XL) eins og talsvert er rætt á ýmsum stöðum í bókinni.14 Það var aldrei ætl-
unin að ræða þessi orð ítarlega eða skera úr um hvaðan áhrifin væru í hverju til-
viki (eða hvaðan þau væru líklegast komin), enda voru þessi orð ekki til sérstakrar
athugunar; þau eru í raun nefnd þarna í framhjáhlaupi og ekki einu sinni sýnd í
samhengi. Einhvers konar erlend áhrif eru hér nokkuð ljós og mér þótti ástæða
til að nefna það (og hvaðan áhrifin gætu verið) þótt ekki væru efni til að ræða það
nánar. Slík umræða þarf vitaskuld talsvert rými og hún hefði lengt neðanmáls-
greinina meira en góðu hófi gegnir.
Veturliði nefnir að þeirras og hennars kunni að hafa orðið til fyrir þýsk áhrif;
þýsk samsvörun orðanna í samhenginu sem um ræðir hefur eignarfalls-s sem
hefur getað haft áhrif á þýðandann. En líkindi við norskar myndir frá 15. og 16.
öld eru mikil, sbr. þessi dæmi í norska fornbréfasafninu:
(1)a. tha bidher iach beskedhelica mæn Pæthar Olaffson laghman oc Kætil a
Berghe om theræs incigle fore thetta breff … (1439; DN, 3. bindi, bréf nr.
749)
b. oc skudtt oc trigt wnnder henner oc henners arffuinge tiill euerdelig
egnar… (1551; DN, 1. bindi, bréf nr. 1114)
c. mine herres oc min frues arwinge oc æftærkommeræ … (1401; DN, 1.
bindi, bréf nr. 575)
Ég fæ því ekki séð annað en að ummælin í neðanmálsgreininni standist þótt
vissu lega séu þau knöpp.
3.2 Orðmyndirnar eigina og eiginar
Það getur verið að ósamandregnar myndir lýsingarorðsins eigin(n) eigi rætur að
rekja til miðlágþýsku og ég hefði auðvitað átt að nefna það líka. Norsk áhrif finnst
mér samt ekki útilokuð. Og ósamandreginn stofn bæði í íslensku og norsku kann
Svör við athugasemdum Veturliða Óskarssonar 171
14 Þegar hér var komið sögu var Ísland komið undir dönsku krúnuna og dönsk áhrif
á mál Björns koma því líka til greina. Þórir Óskarsson (1994:330) talar um „norsku (og
dönsku)“, „norsk-danskan uppruna“ og „norsk eða dönsk máláhrif“ þegar hann fjallar um
áhrif Norðurlandamála í Reykjahólabók.