Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 171

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 171
3. Erlend áhrif 3.1 Orðmyndirnar þeirras og hennars Á eignarfallsmyndirnar þeirras, hennars og herras í Reykjahólabók er minnst ör - stutt neðanmáls (bls. 228) og sagt að hin óvenjulega eignarfallsending gæti „stafað af áhrifum þýska frumtextans eða öðrum erlendum áhrifum.“ Með „öðr um erlendum áhrifum“ á ég fyrst og fremst við norsk áhrif, enda er talið að þýðand- inn, Björn Þorleifsson, hafi orðið fyrir áhrifum úr þeirri átt (sbr. Reykjahólabók I 1969:XL) eins og talsvert er rætt á ýmsum stöðum í bókinni.14 Það var aldrei ætl- unin að ræða þessi orð ítarlega eða skera úr um hvaðan áhrifin væru í hverju til- viki (eða hvaðan þau væru líklegast komin), enda voru þessi orð ekki til sérstakrar athugunar; þau eru í raun nefnd þarna í framhjáhlaupi og ekki einu sinni sýnd í samhengi. Einhvers konar erlend áhrif eru hér nokkuð ljós og mér þótti ástæða til að nefna það (og hvaðan áhrifin gætu verið) þótt ekki væru efni til að ræða það nánar. Slík umræða þarf vitaskuld talsvert rými og hún hefði lengt neðanmáls- greinina meira en góðu hófi gegnir. Veturliði nefnir að þeirras og hennars kunni að hafa orðið til fyrir þýsk áhrif; þýsk samsvörun orðanna í samhenginu sem um ræðir hefur eignarfalls-s sem hefur getað haft áhrif á þýðandann. En líkindi við norskar myndir frá 15. og 16. öld eru mikil, sbr. þessi dæmi í norska fornbréfasafninu: (1)a. tha bidher iach beskedhelica mæn Pæthar Olaffson laghman oc Kætil a Berghe om theræs incigle fore thetta breff … (1439; DN, 3. bindi, bréf nr. 749) b. oc skudtt oc trigt wnnder henner oc henners arffuinge tiill euerdelig egnar… (1551; DN, 1. bindi, bréf nr. 1114) c. mine herres oc min frues arwinge oc æftærkommeræ … (1401; DN, 1. bindi, bréf nr. 575) Ég fæ því ekki séð annað en að ummælin í neðanmálsgreininni standist þótt vissu lega séu þau knöpp. 3.2 Orðmyndirnar eigina og eiginar Það getur verið að ósamandregnar myndir lýsingarorðsins eigin(n) eigi rætur að rekja til miðlágþýsku og ég hefði auðvitað átt að nefna það líka. Norsk áhrif finnst mér samt ekki útilokuð. Og ósamandreginn stofn bæði í íslensku og norsku kann Svör við athugasemdum Veturliða Óskarssonar 171 14 Þegar hér var komið sögu var Ísland komið undir dönsku krúnuna og dönsk áhrif á mál Björns koma því líka til greina. Þórir Óskarsson (1994:330) talar um „norsku (og dönsku)“, „norsk-danskan uppruna“ og „norsk eða dönsk máláhrif“ þegar hann fjallar um áhrif Norðurlandamála í Reykjahólabók.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.