Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 189

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 189
að neitt annað en aukning komi þarna til greina. Þarna er útkoman þó ekki *hvorngjan eins og hefði kannski frekar mátt búast við. Um *hvorngjan eru engin dæmi en það getur verið að þetta millistig hafi til. Ég hef satt að segja ekki velt því mikið fyrir mér hvort slík millistig hafi verið til né hversu lengi þau hafi tíðkast. Ég hef haft hugann meira við raunveruleg dæmi. Hafi *hvorngjan aldrei verið til er samt engin ástæða til að hafna því að þarna hafi orðið aukning.27 Ég tel hugsanlegt að aukning hafi orðið í tilviki hvorutveggju (þgf.hk.et.) og um sennileika þess má deila. Hér er ekki nauðsynlegt að gera ráð fyrir aukningu (eins og í tilviki hvorngan) því að tveir aðrir kostir koma til greina, dæmigerð áhrifsbreyting og rímmyndun. Ef hér er á ferðinni aukning geri ég ráð fyrir að -u hafi verið bætt við fyrirrennarann hvorutveggja. Það gæfi *hvorutveggja-u, en sú útkoma er auðvitað óhugsandi. Niðurstaðan hlyti því að verða hvorutveggju. Nú má spyrja af hverju ég geri yfirleitt ráð fyrir ódæmigerðum áhrifsbreytingum, aukningu og rímmyndun, úr því að ég tel mig geta hallað mér að dæmigerðri áhrifs breytingu. Ástæðan er sú að í nútímamáli kemur myndin hvorutveggju stund um fyrir. Í beygingu fornafnsins hvor tveggja í nútímamáli er síðari liðurinn annars alltaf tveggja. Það er því enginn snertiflötur sem mætti nota til að búa til jöfnu með samanburði við sterka beygingu lýsingarorða (þar sem þgf.hk.et. endar á -u). Slíkir snertifletir voru til fyrr á öldum (þegar til voru myndirnar hvortveggi (nf.kk.et. og nf.kvk.et.) og hvorumtveggjum (þgf.ft.)). Gömul dæmi um myndina hvorutveggju má skýra með dæmigerðri áhrifsbreytingu. Það getur verið að mynd- in hvorutveggju eigi sér samfellda sögu í málinu og myndin hvorutveggju í nútíma- máli á sér ef til vill gamlar rætur. En mér finnst það ekki sennilegt. Mér finnst líklegra að hvorutveggju nútímamálsins sé í raun og veru nýjung (þótt það vilji svo til að sama mynd hafi verið til fyrr á öldum). Ef þetta er nýjung verður að leiða hugann að öðrum kostum en dæmigerðri áhrifsbreytingu; endingin -u kemur hér eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Ég set upp tvo kosti, aukningu og rímmynd- un (-u kemur þá upp fyrir áhrif þess hljóðs í fyrri lið orðsins) og geri ekki upp á milli þeirra. Það hefði dugað að gera ráð fyrir rímmyndun en ég sé í sjálfu sér enga meinbugi á að gera líka ráð fyrir aukningu.28 Svör við spurningum Guðrúnar Þórhallsdóttur 189 27 Það er ekki ljóst af hverju *hvorngjan kom ekki upp (eða af hverju hún hvarf aftur ef hún skyldi hafa verið til um tíma). Í umræðu um *hvorngjan vísa ég til þróunar eftirsetn- inga í ungversku sem Kiparsky (2012) lýsir. Ég átti ekki við að þróunin væri að öllu leyti sambærileg en mig langaði að nefna dæmi þess að viðbúin útkoma í lok orða hefði ekki orðið ofan á; myndin hvorngan væri þannig ekkert einstök. 28 Hvað fyrri alda mál snertir geri ég ráð fyrir að bæði aukning og rímmyndun hafi getað komið til greina auk dæmigerðrar áhrifsbreytingar. Það er engin nauðsyn að gera ráð fyrir aukningu og rímmyndun hér. En ég sé ekki ástæðu til að vísa þessum kostum frá. Þótt dæmigerðar áhrifsbreytingar séu algengar og þannig sennilegar eru sjaldgæfari kostir samt sem áður ekki útilokaðir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.