Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 199
íslensku við Háskóla Íslands og skrifaði BA-ritgerð um íslenskt efni (2007). Auk
þess hefur hann stundað sumarvinnu á Íslandi í mörg ár og er því altalandi á
íslensku. Hann á þess vegna auðvelt með að lesa um málfræðileg efni á íslensku
og hefur greinilega nýtt sér það óspart í undirbúningi sínum undir doktorsrann-
sóknina, eins og sjá má af heimildaskránni í lok bókarinnar. Eftir að hann lauk
BA-prófi frá Háskóla Íslands stundaði hann nám við háskólann í Tübingen í
Þýskalandi og skrifaði þar meistaraprófsritgerð sem fjallaði um ákveðinn greini í
íslensku, bæði þann venjulega viðhengda (bíll-inn) og þann lausa (hinn rauði bíll).
Síðan lá leiðin í doktorsám í málvísindum til Tromsøháskóla og leiðbeinandi hans
þar var Gillian Ramchand. Í þakkarkvaki (e. acknowledgments) í upphafi ritgerðar-
innar þakkar Alexander fjölmörgum íslenskum málfræðingum og málfræðinem-
um aðstoð og ráðleggingar, en auk þess nokkur hundruð þátttakendum í könnun
sem hann lagði fyrir til að kanna skilning íslenskra málnotenda og mat á mismun-
andi dæmasetningum.
Ritgerðin skiptist í tvo aðalhluta. Í fyrri hlutanum (Adjectives and the Icelandic
Article System) fæst höfundur við samspil lýsingarorða og greinis (eða ákveðni) í
nafnliðum, eins og áður var lýst, en í þeim síðari (Genitivals, Possession and Rela -
tions) eru eignartáknanir (eignarfornöfn og eignarfallseinkunnir) aðalvið fangs -
efnið og þá einkum staða þeirra innan nafnliðarins með tilliti til annarra hluta
hans, m.a. lýsingarorða og töluorða. Fyrsti kafli ritgerðarinnar er reyndar al -
menn ur inngangur en fyrri aðalhluti hefst síðan með öðrum kafla þar sem fjallað
er um samspil greinis og beygingar lýsingarorða (veik og sterk beyging, sbr.
dæmin í (1)−(4) hér framar). Í öðrum kafla eru kynnt til sögunnar fjögur mynstur
(e. patterns) í samspili greinis og nafnorðs í ákveðnum nafnliðum íslensku, en þau
eru þessi (sjá bls. 29−30 í ritgerðinni):
(6)a. Mynstur I: lo.(vb.) − no.(m.gr.): guli bíllinn
b. Mynstur II: gr. − lo.(vb.) − no.: hinn guli bíll
c. Mynstur III: no.(m.gr.) − lo.(vb.): heimspekingurinn mikli
d. Mynstur IV: lo.(sb.) − no.(m.gr.): blár himinninn
Hér er mynstur I auðvitað það algengasta en mynstur II er auðvitað líka vel
þekkt. Í samanburði á þessum tveim mynstrum er oft sagt sem svo að mynstur II
sé bókmálslegt og komi varla fyrir í venjulegu talmáli. Sumir hafa jafnvel gengið
svo langt að segja að II sé bara ritmálsafbrigðið af I, þannig að I og II tilheyri ein-
faldlega mismunandi málsniðum eða jafnvel mállýskum. Alexander sýnir hins
vegar fram á að málið er ekki svona einfalt. Stundum er nefnilega alls ekki hægt
að nota mynstur I og mynstur II er það eina sem kemur til greina. Hér eru nokk-
ur af dæmum hans (bls. 36):2
(7)a. hinn meinti þjófur / ??meinti þjófurinn
b. hin svokallaða afstæðiskenning / *svokallaða afstæðiskenningin
Ritfregnir 199
2 Ég fer hér að mestu eftir því mati á dæmunum sem Alexander sýnir, en hann byggir
það að hluta til á þeirri könnun sem áður var sagt frá.