Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Síða 200
c. hinar ýmsu tegundir (af lýsingarorðum) / *ýmsu tegundirnar (af lýsingar-
orðum)
d. hinir mörgu fossar (á Íslandi) / *mörgu fossarnir (á Íslandi)
Í öðru lagi bendir Alexander á að í umræðum um stöðu og form lýsingarorða í
ákveðnum nafnliðum hafi mynstur III verið algjörlega vanrækt og oftast sagt sem
svo að í íslensku fari lýsingarorð alltaf á undan nafnorði í nafnliðum. Það sé þó
alls ekki þannig og dæmi um gerð III megi finna í alls konar textum, bæði form-
legum og óformlegum. Hann nefnir m.a. þessi (bls. 40), til viðbótar við (6c):
(8)a. rapparinn umdeildi
b. leikonan fræga
c. lögreglustjórinn alræmdi
d. afstæðiskenningin svokallaða
Þetta virðist í aðalatriðum hafa farið framhjá handbókarhöfundum og það er
athyglisvert vegna þess að í sumum tilvikum gengur sjálfgefna mynstrið I mun
verr eða alls ekki, sbr. eftirfarandi dæmi frá Alexander (sama stað, dómarnir m.a.
byggðir á könnun hans, sbr. hér framar):
(9)a. *mikli heimspekingurinn
b. *svokallaða afstæðiskenningin
Í þriðja kafla er svo litið nánar á mynstur IV, þ.e. þá gerð þar sem lýsingarorðið
er beygt sterkt en eftirfarandi nafnorð er með greini (sjá (2b) hér framar). Eins og
oft hefur verið bent á er merkingarmunur á slíkum dæmum og honum er þá
gjarna lýst þannig að í a-dæminu felist afmörkun, þ.e. það var rauði bíllinn (en
ekki sá blái til dæmis) sem sást vel og það var á dökka slitlaginu (en ekki því ljósa)
sem hann sást vel. Í b-dæminu felst engin slík afmörkun heldur hafa lýsingar-
orðin þar umsagnar- eða sagnfyllingarmerkingu: Bíllinn (sem var rauður) sást vel
á slitlaginu (sem var dökkt). Alexander sýnir ýmis fleiri dæmi um mynstur IV,
m.a. þessi (bls. 60), en sum þeirra eru tekin úr fyrri umfjöllun íslenskra mál -
fræðinga um lýsingarorð og nafnliði (t.d. grein Eiríks Rögnvaldssonar 1984):
(10)a. Ég horfði upp í bláan himininn.
b. Ég sá blindfullan forstjórann.
c. Æstur skríllinn ruddist inn í húsið.
d. Han rann á hálu gólfinu.
e. Hún rölti um tómar göturnar.
Í öllum þessum tilvikum myndi veikt beygt lýsingarorð gefa afmarkandi merk-
ingu í þeim skilningi sem áður var lýst og hún væri yfirleitt óviðeigandi (bláa him-
ininn, blindfulla forstjórann, æsti skríllin, hála gólfinu, tómu göturnar). En vega þess
að sterkbeygðu lýsingarorðin gefa umsagnarmerkingu (eða sagnfyllingarmerk-
ingu) í dæmum af þessu tagi er ekki hægt að nota lýsingarorð í þessu mynstri ef
þau geta ekki haft slíka merkingu, sbr. dæmi á borð við þessi (sjá bls. 60):
Ritfregnir200