Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 201
(11)a. *Svokölluð afstæðiskenningin þykir … (sbr. *Afstæðiskenningin er svokölluð).
b. *Meintur þjófurinn hefur … (sbr. *Þjófurinn er meintur).
Í fjórða kafla sýnir Alexander m.a. að til eru blönduð mynstur, eins og hann kallar
þau, þ.e. dæmi þar sem lýsingarorð fer bæði á undan ákveðnu nafnorði (eins og í
mynstri I) og á eftir því (eins og í mynstri III). Þetta eru dæmi eins og þessi (sjá
bls. 93):
(12)a. kalda stríðið svokallaða
b. rauði dregillinn margnefndi
c. rússneski línumaðurinn öflugi
Meginþema síðari hlutans er svo staða og hlutverk eignarfallseinkunna og eign-
arfornafna innan nafnliðarins. Þar er mörg matarholan, ef svo má segja. Þar má
t.d. nefna að eignarfornöfn geta ýmist farið á undan eða eftir töluorðum innan
nafnliðarins (sjá bls. 156).
(13)a. bílarnir mínir þrír
b. þessir þrír bílar mínir
Þetta hafa ýmsir bent á. Aftur á móti hefur minna, ef nokkuð, verið rætt um
dæmi á borð við þessi, þar sem lýsingarorð geta staðið á eftir (ákveðnu) nafnorði
(sbr. mynstur III) og eftirfarandi eignarfornafni (s.st.):
(14) a. bíllinn minn nýi (sbr. bíllinn nýi, mynstur III, en aftur á móti *bíll nýi)
b. *bíllinn nýi minn
(15)a. tengdamóðir mín sáluga (en: *tengdamóðir sáluga)3
b. *tengdamóðir sáluga mín
Fimmti kafli er nokkurs konar inngangur að II. hluta en í sjötta kafla er fjallað
nánar um greini og ákveðni í eignarsamböndum.4 Þar bendir Alexander m.a. á að
Ritfregnir 201
3 Hér má til viðbótar benda á eftirfarandi mun á móðir og mamma annars vegar og
faðir og pabbi hins vegar, sem ég held að Alexander ræði ekki:
(i) a. móðir mín sáluga / faðir minn sálugi / mamma mín sáluga / pabbi minn sálugi
b. *móðir sáluga / *faðir sálugi / mamma sáluga / pabbi sálugi
Mér sýnist að tengdamamma og tengdapabbi hegði sér eins og mamma og pabbi að þessu
leyti. Þannig er tengdamamma sáluga í lagi þótt *tengdamóðir sáluga sé það ekki. Þetta stafar
væntanlega af „sérnafnseinkennum“ orða eins og pabbi, mamma, tengdamamma, sbr. Jón
sálugi, Gunna sáluga.
4 Í Tilbrigðakönnuninni svokölluðu (!) voru ýmiss konar eignartáknanir rannsakaðar,
m.a. samspil greinis og eignarfornafns. Þar kom í ljós talsverður aldursmunur, t.d. að því
leyti að yngra fólk var tilbúið til þess að samþykkja greini í ýmsum eignarsamböndum þar
sem eldra fólk hafnaði honum (sjá Höskuld Þráinsson, Einar Frey Sigurðsson og Eirík
Rögnvaldsson 2015). Hér er ekki rúm til að ræða þann mun, enda varla ástæða til.