Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Síða 203
Þórunn Blöndal. 2015. Where Grammar Meets Interaction. Collaborative
Produc tion of Syntactic Constructions in Icelandic Conversation. Doktors -
ritgerð, Helsinkiháskóla. Nordica Helsingiensia 42, Helsinki.
Doktorsritgerð Þórunnar Blöndal er á sviði orðræðu- og samtalsgreiningar (e.
conversation analysis, CA), en hún hefur átt manna mestan þátt í að kynna þau
fræði á Íslandi.5 Hún hefur t.d. skrifað grein í Íslenskt mál um efnið (2004),
skrifað kennslubók þar sem þessi fræði eru nýtt (2005a), birt um þau yfirlitsgrein
í handbók (2005b) og fleira. Til þess að tengja lesendur aðeins við sviðið má nýta
dæmi sem Þórunn hefur sjálf tekið (2005b:677):
(1)a. Ég sá þig.
b. Hún elskar hann.
c. Við búum hjá þeim.
Um þessi dæmi, sem reyndar eru tekin úr kennslubók í setningafræði, segir
Þórunn meðal annars:
Setningarnar standa … allar stakar en tengjast ekki hver annarri eins og venja
er með setningar í raunverulegu máli […] Með nokkurri einföldun má segja
að í venjulegri málnotkun byggi sérhver setning eða málsgrein sem málnot-
endur segja eða skrifa á því sem á undan hefur farið og myndi um leið grunn
fyrir það sem á eftir kemur. Þeir sem talast við verða því sífellt að end-
urskoða og endurmeta þann skilning sem þeir hafa þegar lagt í það eftir því
sem samtalinu vindur fram.
Í upphafi kaflans sem þessi tilvitnun er tekin úr segir Þórunn (s.st.):
Hér á eftir verður fjallað um tengsl orðræðugreiningar og setningafræði og
þá verkaskiptingu milli þessara greina sem hefur þróast í áranna rás.
Verkaskiptingin varðar bæði þær einingar sem fengist er við og þá þætti sem
eru til skoðunar. Jafnframt verður sýnt hvernig þessar greinar tengjast,
hvernig þær geta stutt hvor við aðra og bætt hvor aðra upp þannig að fyllri
mynd fáist af setningagerð í íslensku máli.
Segja má að doktorsritgerð Þórunnar, sem hér er sagt frá, hafi svipað markmið og
það sem hér er lýst, enda má ráða það af heiti ritgerðarinnar, Where Grammar
Meets Interaction, sem kannski mætti þýða lauslega sem ‘Samspil málfræði og
Ritfregnir 203
5 Stundum er líka talað um samskiptamálfræði (e. interactional grammar, interactio-
nal linguistics) í svipaðri merkingu, eða sem hliðargrein orðræðu- og samtalsgreiningar (sjá
t.d. Þóru Björk Hjartardóttur 2006, 2011). Einnig hefur erlenda skammstöfunin CA (fyrir
conversational analysis) verið notuð í íslenskum skrifum um þessi fræði þar sem orðið sam-
talsgreining (eða hugtakið) þykir of vítt (sjá Þórunni Blöndal 2004).