Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 206
Hér er ekki hægt að lýsa þeim fjölmörgu afbrigðum samskipta af þessu tagi
sem Þórunn fjallar um. Eitt skemmtilegt afbrigði, sem margir kannast sjálfsagt
við, er það þegar tveir (eða fleiri) mælendur segja sögu í sameiningu, kannski þó
þannig að annar (eða einn) hefur orðið að mestu leyti en síðan koma botnar frá
hinum á ýmsum stöðum (sjá kaflann Co-telling a story bls. 87−90). Hér er það
efnið og framvinda frásagnarinnar sem kallar á botnana. Annars konar dæmi er
svo það þegar málfræðilegt form segðarinnar auðveldar B að botna það sem A er
að segja, t.d. þegar komið er að andlagi sagnar eða forsetningar eins og í þessu
dæmi (sjá bls. 91):
(4)1. →A: jú það er ég held að það hafi nú flestallir
verið með
2. →B: mat ((geispar))
3. →A: með mat
Þrátt fyrir að málfræðilega samhengið auðveldi botnunina í tilvikum af þessu tagi
eru botnarnir samt tilefnislausir (e. non-induced) samkvæmt flokkun Þórunnar
og því annars eðlis en þeir þar sem B kemur A til hjálpar af því að A rekur í
vörðurnar, finnur ekki orðið eða man ekki eitthvað eins og í þessu dæmi (stytt
hér, sbr. bls. 99 í ritgerðini):
(5)…
5. →A: í hérna (1.6) <hann vinnur hjá hérna> (.)
6. →B: Myllunni↑
7. →A: Myllunni↓
Hér man A ekki heitið á vinnustaðnum, kemur með hikorðið hérna, svo nokkra
þögn (1,6 sekúndur), endurtekur sig svo, síðan botnar B eftir örstutta þögn hjá A
og loks endurtekur A botninn.
Samspilið milli samtalsgreiningarinnar og setningafræðinnar er talsvert til
umræðu í kaflanum. Það kemur m.a. fram í því að stundum er deila A og B ein-
stökum setningarhlutum (sbr. kaflann Sharing the syntax bls. 114−126). Það
kemur kannski ekki á óvart að minna er um samnýtingu á setningarhlutum í
þessum skilningi þegar botninn er tilefnislaust innskot (e. non-induced) en þegar
tilefni er gefið, t.d. með hiki eða slíku (sjá bls. 115).
Í sjötta kafla er svo hliðstæð umfjöllun um þær viðbætur annars sem finna
má í ÍSTAL. Eins og áður var nefnt er meginmunurinn á botnum og viðbótum
sá að botni er bætt við eða skotið inn í áður en A hefur lokið við sína segð en
viðbót kemur frá B (eða öðrum) þegar A hefur lokið við segðina. Af þessu leiðir
m.a. að viðbæturnar eru ekki háðar því sem A segir á sama hátt eða að sama marki
og botnarnir, t.d. setningafræðilega eða með tilliti til tónfalls (sjá bls. 142). Í kafl-
anum er m.a. sagt frá því af hvaða gerð viðbæturnar eru, t.d. hvort þær eru heilar
setningar af einhverju tagi (tilvísunarsetningar, atvikssetningar …) eða þá stakir
setningarhlutar (nafnliðir, forsetningarliðir, atviksliðir, sagnliðir …). Mun algeng-
ara er að viðbæturnar séu stakir liðir og þar eru forsetningarliðir langalgengastir
Ritfregnir206