Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 213
var á vegum málfræðifélagsins og Mál vís inda stofnunar Háskóla Íslands.
Izaskun Elorza frá Salamanca-háskóla stjórnaði vinnustofu 2. maí í stofu
205 í Lögbergi: UAM corpus tool as an awareness-rising tool for teaching
syntactic analysis and beyond. Vinnustofan var sameiginlega á vegum
félagsins og ensku í Háskóla Íslands.
Félagatal
Samkvæmt lögum félagsins eru þeir sem greiða áskriftargjaldið sjálfkrafa
félagar. Um önnur félagsgjöld er ekki að ræða. Tölvupóstlisti félagsins er
samræmdur við félagatal á hverjum tíma miðað við greidd áskriftargjöld.
Facebook-síða félagsins er notuð til víðtækari kynningar, þ.e. til að koma
upplýsingum um viðburði o.fl. til þeirra áhugamanna um málfræði sem
eru ekki félagsmenn en vilja fylgjast með og fá slíkar upplýsingar gegnum
aðgang að Facebook-síðunni.
Kynningarmál
Heimasíðan er notuð til að tilkynna um atburði og annað á vegum félags-
ins – málvísindakaffi, fyrirlestra, ráðstefnur, tímaritið o.s.frv. – auk þess
sem hún hefur að geyma lög félagsins, upplýsingar um stjórn, fundar-
gerðir, höfundatal og ritverk, tengil á málfræðiorðasafn o.fl. Bjarki Karls -
son smíðaði heimasíðukerfið.
Tilkynningar um viðburði eru sendar í tölvupósti til þeirra sem eru á
póstlista félagsins. Jafnframt er Facebook-síða félagsins notuð til kynn-
ingar, sbr. hér á undan. Stakir fyrirlestrar og ráðstefnur eru stundum
kynntar víðar, s.s. í viðburðadagatali Háskólans, á póstlistum skyldra
félaga, á vefsíðu Árnastofnunar o.fl. og um sumt eru sendar fréttatilkynn-
ingar til helstu fjölmiðla. Málfræðifélagið aðstoðar af og til aðra við að kynna viðburði sína og
koma til skila tilkynningum sem ætla má að eigi sérstakt erindi við félags-
menn.
Rask-ráðstefnan
29. Rask-ráðstefnan var haldin laugardaginn 31. janúar 2015 í fyrirlestra-
sal Þjóðminjasafns Íslands í samvinnu félagsins og Málvísindastofnunar
Háskóla Íslands. Ráðstefnuna sóttu um 50–60 manns. Haldnir voru
Frá Íslenska málfræðifélaginu 213