Spássían - 2012, Blaðsíða 10

Spássían - 2012, Blaðsíða 10
10 Nálin deplar ekki auga saumar sumarblóm með krosssaumi En nú gengur hún inn í húðina á mér kross við kross við kross Það lagar úr litfögrum blómum á baki mér Þau vinda sig og vefja upp eftir hryggnum Vaxa út á axlir (Strandir, 68-69) MERKING saumsporanna sem tekin eru í bak ljóðmælandans í ljóðinu „Skautaferð“ eftir Gerði Kristnýju er, eins og ljóðið í heild sinni, óræð og opin fyrir persónulegri túlkun lesandans. Það sama má vitanlega segja um megineinkenni og áherslur í jólabókum ársins 2012. Hér verður farin sú leið að taka upp einn þráð þeirra og nota hann til að rekja leið í gegnum nokkrar af áhugaverðustu bókunum. Sá þráður er reyndar hvorki nýr af nálinni né auðveldur í meðförum; margþættur, snúinn og flæktur. En sporin eftir hann blasa við hvert sem litið er og við getum kallað hann uppgjörið við 20. öldina. Sögulegar skáldsögur hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár og ævi áhugaverðra eða nafntogaðra einstaklinga hefur verið sett í skáldskaparform. Þetta endurlit er þó ekki bundið við sögulegu skáldsöguna. Íslenskir höfundar virðast almennt vera að virða fyrir sér sögu sína, sögu þjóðarinnar og heimsálfunnar og bæði gagnrýna hana og endurrita. Lítið er um rómantískt endurlit og nöpur mynd blasir í staðinn við. KROSSAUMUR, BLÚNDUR OG TESKEIÐAR Það er auðvelt að sjá samsvörun milli saumsporanna í baki ljóðmælanda Gerðar Kristnýjar og táknanna sem skorin eru í bak kínversku bardagahetjunnar Mulan, samkvæmt ævisögu Maxine Hong Kingston, The Woman Warrior. Áður en Mulan hóf herferð gegn ofríki og kúgun fólksins síns sóttu móðir hennar og faðir hana um miðja nótt, létu hana krjúpa fyrir framan altari forfeðra sinna og ristu á bak hennar tákn um allar þjáningarnar sem hún átti að hefna, svo blóðið lagaði úr henni (38). Og ef það er líka fortíðin sem konan í ljóði Gerðar Kristnýjar ber á baki sér; þá hefur þeirri fortíð að sama skapi verið þrengt inn í líkama hennar svo hún verður hluti af persónu hennar. Kingston segir að ef óvinur myndi flá sundurskorna húðina af Mulan myndi sólin skína í gegnum hana líkt og blúndu. Krosssaumur og blúndur eru yfirleitt tengdar heimilinu og hinu persónulega, en tenging hins persónulega og hins sögulega er áberandi í jólabókum ársins, og þar leikur heimilið stórt hlutverk. Í skáldsögunni Glasshouse eftir Charles Stross er hópi fólks á 27. öld safnað saman undir þeim formerkjum að endurskapa eigi samfélag 20. aldar. Þátttakendur fá þau einu fyrirmæli að fylgja reglum þessa samfélags, og er markmiðið sagt vera það að gera eins konar félagsfræðilega tilraun á samskiptamynstri og hegðun einstaklinga í þeim aðstæðum. Slík sviðsetning gefur tækifæri á að sýna samfélag okkar og nánustu fortíð í framandlegu ljósi, og útkoman verður nokkuð óhugnanleg ekki síst hvað fjölskyldu og heimili varðar. Samfélaginu er lýst sem formlegu og mikið fyrir serimóníur, með áherslu á sambönd einstaklinga: Miðlægur þáttur í þessu samfélagi er nokkuð sem kallað er kjarnafjölskyldan. Fjölskylda er formgerð sem grundvallast á þeirri hugmynd að karlkyns einstaklingur og kvenkyns einstaklingur búi í nánu sambýli, og yfirleitt tekur annar Gerður Kristný. Strandir. Mál og menning. 2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.