Spássían - 2012, Blaðsíða 13
13
Vinnan, heimilið og þjóðernið verða því
nokkurs konar hornsteinar þessarar sögu,
sem er í senn saga einstaklings og þjóðar.
Stíll bókarinnar er fjölbreytilegur
og við fyrstu sýn ægir öllu saman;
fornaldarlegum kveðskap, módernísku
vitundarflæði, ýkjusögum, nákvæmum,
skýrslukenndum upptalningum, raunsæi
og fantasíu. Uppbygging hennar fylgir
þó skýrum strúktúr. Þrír fyrstu hlutarnir
byrja allir á því að Sókrates kemur inn í
nýtt umhverfi í leit að afdrepi, byrgir sig
þar inni, tekst á hendur of mikla ábyrgð,
missir tökin og í lokin rennur allt út í
sandinn, endar í tómri vitleysu, svalli
og óreiðu. Eins og Sókrates er sjálfur
látinn benda á er ástæða að baki slíkri
frásagnaraðferð:
[...] fólk vill þjáningu, það er lífið! /
hamingjan er dauði /hún varir dálitla
þögula stund / ný þrá kviknar / ný
löngun / ástríða / barátta / strögl /
nýr áhugi sprettur upp / markmið
heltaka hugann / metnaður / frami /
ný árás er gerð / nýtt áfall tekur við /
nýr skandall / nýtt morð / ný styrjöld
brýst út / allt hrynur á endanum til
grunna og ferst og verður að dufti
sem sogast út í geiminn og fer að
hringsóla um ókunna plánetu þar
sem líf fer senn að kvikna og ný saga
hefst með óendanlegum útfærslum
af þjáningu ... það er það jákvæða við
lífið. (136)
Stíll textans endurspeglar þessar
reglubundnu sveiflur. Í byrjun er oft
reynt er að setja veruleikann fram
á skipulagðan hátt, þótt hugsanir
Sókratesar eigi það til að hlaupa út
undan sér. Sókrates hefur jafnframt litla
stjórn á örlögum sínum og aðstæðum,
og jafnvel ekki á eigin gjörðum. Líf hans
æðir áfram í stjórnleysi og endurspeglast
það í textanum sem flæðir fram án
þess að virða hefðbundin mörk eins og
afmarkaðar setningar þannig að lesanda
finnst hann vera á harðaspretti á eftir
hugsunum sögumanns, sem missir sig
ósjaldan í ýkjum, langsóttum líkingum
og fantasískum útúrdúrum, en eins og
sjá má fer greinarmerkjum á borð við
þrípunkta, skástrik, upphrópunarmerki
að rigna yfir síðurnar þegar hugur
sögumanns fer á flug eða þegar atburðir
taka að æsast. Textinn einkennist því
fyrst og fremst af stjórnleysi og er hann
tvímælalaust sá fjörugasti sem rekið hefur
á fjörur greinarhöfunda í ár.
Í öðrum hluta sögunnar, sem ber nafnið
Heljarslóðir, gerir Sókrates árangurslausa
tilraun til að loka sig af innan veggja
heimilis í anda 20. aldarinnar. Unga parið
Sókrates og Borghildur leigja sér íbúð
í Vesturbænum en eigandinn er „ekkja
svokallaðs bókmenntajöfurs og kunn sem
slík innan ákveðinnar menningarkreðsu“
(109). Hún hellir strax yfir Sókrates
„heilum haug af reglum og aðferðum,
hvernig eigi að umgangast þennan
fjársjóð sem þessi staður sé og öll þau
dýrmæti er hann fylla“ (111). Enda er
samband unga fólksins dauðadæmt
um leið og þau flytja inn; það kafnar
í haugum af „aldagömlum rykugum
hlutum og fyrirbærum, ómögulegum
fyrir nokkurn mann að átta sig á, tilgangi
og notagildum óskiljanlegum“:
[...] allsstaðar eru húsgögn, sófar,
stólar, skammel, buffet, skápar,
alltsaman svo þétt, nánast hvert ofan
á öðru, meðfram öllum veggjum
hringinn í kring um salarkynnin;
þetta er eins og antikmarkaður í
kjallara einhversstaðar í Austur-
Evrópu; útskorin skrifborð, glerborð,
innskotsborð, hringborð út um öll
gólf svo ekki verður þverfótað, og
undir mublunum tvö þrjú lög af
þykkum teppum og mottum, mynd
við mynd á veggjunum, teikningar
og málverk hlið við hlið og ofan og
neðan frá gólfi upp í rjálfur, raðað bak
við plussuð og bólstruð sófasettin,
heill her af rokokóstólum, barokkflúr
og köngulóarvefir í öllum hornum,
aðgangsharðar rósettur og loft- og
gólflistar með sköpunarsögu veraldar,
borð þéttsetin silfurkertastjökum,
postulínsvösum, kristalstyttum og
óútreiknanlegum skreytingum og
smámunum, öllu sem hún sagðist
hafra losað burt, þurrkuð blóm á
víð og dreif í hverri gluggakistu,
flæðandi yfir hvern kappa, hvar á
eru festar þykkar, dökkvínrauðar og
mynstraðar gardínur gullbryddaðar,
vegandi fimmtíu kíló hvert stykki
án þess að reikna aldargamalt ryk
og fornan skítinn með, og halda öllu
því sem kennt er við ljós, birtu og
líf kirfilega langt fyrir utan íbúðina,
í öðru sólkerfi, í borðstofunni eru
bókahillur frá gólfi upp í loft allan
hringinn ásamt stórum vörðum og
píramíðum af bókum þannig að
þræða þarf ákveðna stíga og göng
um herbergið, þá nema efstu bækur
við loftið en undir liggja hellar
sem enginn veit hvar enda, en við
innganginn glittir í gamalt píanó og
fleiri hljóðfæri, pumpuorgel, lúðra og
harmónikkur... (121- 122)
Sókrates er stefnulaust rekald sem reynir
frá fyrsta degi að gera þennan veruleika
að sínum, að „breytast í einhvern allt
annan [...] sem býr yfir miklum gáfum
og innsæi“. Hann gengur um íbúðina í
gömlum ullarjakkafötum af afa sínum,
„blakandi bókum um íbúðina þvera og
endilanga“ milli þess sem hann einangrar
sig „í sama útúrflúraða hægindastólnum
umvafinn orðum og setningum og
pottaplöntum og blómaskreyttum
lampaskermum af geigvænlegri stærð og
les ódauðlega texta bundna í rautt, þrykkt
og fagurskreytt leður og drekk[ur] te
dagana á enda allt að næturþrotum“ (123-
124). Borghildur „fagnar ekki beinlínis
þessu nýja hátterni“. Hún ólst upp á
Nesinu í „höll í smekklausum anda 9nda
áratugarins, með grískum súlum, vösum
og steinsteypuljónum með gapandi ginin
við tvöfalda innkeyrsluna“:
Þau fóru öll saman á skíði í Bláfjöll
um helgar og drukku kakó og
borðuðu samlokur undir berum
himni, rjóð í kinnum, hamingjusöm
í svokölluðum stretsgöllum. Þá réð
ríkjum sú hugmynd í samfélaginu
að fjölskyldan sem fyrirbæri gæti
uppfyllt skilyrði fullkomleikans
(131).
Sú glansmynd er þó engu síðri blekking
en ofhlaðið menningarheimilið. Hún
kallar á stanslausa fjarveru föðurins og
Borghildur fer „þá fyrirsjáanlegu og
misheppnuðu leið til að fanga athygli
föður síns að rísa upp gegn fjarveru
hans og láta sig sjálfa hverfa“ (132). Í
sambúðinni með Sókretesi gerir hún það
sama; leitar á önnur mið og endar á því
að ráðast á forláta sófa með hnífi, æpandi
„það er annað hvort ég eða sófinn!“
(126). Sú sena endar með því að íbúðin
er í rúst; „enginn veit fyrir víst hvernig
það gerðist“, staðhæfir Sókrates , en það
kviknar í, innbúið er allt mölbrotið og
ekkjan fær hjartaáfall og deyr . Í kjölfarið
verður hann alræmdur maður og nokkuð
ljóst að honum hefur ekki tekist að
gera þetta heimili að birtingarmynd
persónuleika síns.
Í þriðja hluta Landvætta, sem ber heitið
Háborg íslenskrar menningar, kynnist
Sókrates Járngrími, alræmdum nýnasista
og fer að sækja með honum fundi hjá
Þjóðernishreyfingunni – hvítu framboði
af eins konar hrollkenndri forvitni. Sá
áhugi tekur undir lokin óvænta stefnu, en
áhuganum á arfleifð nasismans deila fleiri
höfundar þessa hausts.
Eiríkur Örn
Norðdahl.
Illska. Mál og
menning. 2012.
Lesanda finnst hann vera á harðaspretti
á eftir hugsunum sögumanns, sem
missir sig ósjaldan í ýkjum, langsóttum
líkingum og fantasískum útúrdúrum
„