Spássían - 2012, Blaðsíða 30

Spássían - 2012, Blaðsíða 30
30 BARNABÆKUR eru alla jafna skrifaðar, markaðssettar, gefnar út og keyptar af fullorðnu fólki sem er yfirleitt þeirrar skoðunar að bjóða skuli börnum upp á góðar barnabækur – hvað svo sem talið er felast í gæðunum hverju sinni. Gæði barnabóka hafa oft verið mæld í boðskap eða skilaboðum en sumir ganga svo langt að tala um barnabækur sem hrein og bein uppeldistæki. Randalín og Mundi, fyrsta barnabók Þórdísar Gísladóttur, kolfellur við fyrstu sýn á uppeldisprófinu en dúxar á öðrum.  Sagan er lipurlega skrifuð og bráðfyndin en hún segir frá nokkrum vel völdum atburðum í lífi félaganna Randalínar og Munda sumarið þegar þau kynnast. Þetta er Reykjavíkursaga og sögusviðið afmarkast að mestu við hverfið þar sem krakkarnir búa, sem líklega er Norðurmýrin. Sagan byrjar þó ekki vel heldur með reykingum. Mundi kemur í fyrsta sinn auga á Randalín þar sem hún stendur og reykir fyrir utan heimili sitt. Hann varar hana við skaðsemi reykinga en stúlkan segist bara ekki geta hætt, hún reyki sjö sígarettur á dag og verði líklega steindauð um jólin. Því næst snýr hún sér undan, gubbar svo bunan stendur út úr henni og segir svo við Munda: - Svona er ég orðin veik af að reykja. Ég gubbaði meira að segja sviðasultunni sem ég fékk mér í morgunmat. Ég verð að reyna að hætta (bls. 12). Þar með hefst fyrsta ævintýrið. Krakkarnir leita á náðir Barnalands svo Randalín steindrepist ekki úr reykingum og í kjölfarið fara þau alla leið inn á Njálsgötu í leit að „dáleiðanda“ til að hjálpa reykingakonunni. Síðan rekur hvert ævintýrið annað, eitt í hverjum kafla, og við sögu kemur skrítið og skemmtilegt fólk, t.d. Konráð Lúðvík ljóðskáld, faðir Randalínar, bóksalinn á Hverfisgötunni og gítarleikarinn Mússi sem er svo heppinn að eiga kornsnákinn Guttorm.  Randalín og Mundi er bók sem, þrátt fyrir reykingarnar og þá staðreynd að ein söguhetjan rífur blaðsíður úr bók (!!), boðar lífsgleði og fjör, jákvæðni, umburðarlyndi og fjölbreytileika. Randalín og Mundi er krakkasaga, bæði fyrir þá sem njóta þess að láta lesa fyrir sig og vilja lesa sjálfir, og mætti flokka með klassískum prakkarasögum á borð við Gvendur Jóns og draugarnir á Duusbryggju eftir Hendrik Ottósson, sem og nýrri sögum á borð við bækurnar um Fíusól, forsetabækur Gerðar Kristnýjar og bækur Brynhildar Þórarinsdóttur um Nonna og Selmu. Þórdís er komin í lið með ört stækkandi hópi metnaðarfullra rithöfunda sem skrifa vandaðar bækur fyrir káta krakka sem njóta þess að lesa. Hún getur ekki annað en verið velkomin í þann hóp. FYRST kom Forngripasafnið (2010), þá Náttúrugripasafnið (2011) og nú Listasafnið, þriðja og síðasta bókin í safnaþríleik Sigrúnar Eldjárn. Aðalsöguhetja bókanna er Rúnar, sem í þeirri fyrstu flytur í þorpið Ásgarð þar sem einstæður faðir hans hefur fengið vinnu sem safnstjóri. Hver bók segir frá því hvernig einu safni er komið á fót með tilheyrandi vandræðum, ótrúlegustu göldrum og draugagangi og nú er komið að listasafni. Pabbi tekur hins vegar lítinn þátt í því þar sem honum býðst, með stuttum fyrirvara, spennandi starf í Svíþjóð. Hann kveður sögusviðið ansi fljótt og inn flögrar móðir Rúnars alla leið frá New York, til að hugsa um Rúnar og koma listasafninu á koppinn. Sjálf er hún listamaður og starfinu vel vaxin.  Allar bækur safnaþríleiksins tengja saman fortíð og framtíð, tækni og tól við undur og galdra og svo Ísland og umheiminn. Í Listasafninu er þetta gert með hinni fornu goðsögu um elskendurna Pýramus og Þispu sem fá ekki leyfi foreldra sinna til að eigast. Þau flýja að heiman nótt eina. Þar sem Þispa situr undir mórberjatré og bíður eftir Pýramusi sér hún ljón með alblóðugan kjaft eftir síðustu bráð. Þispa flýr í burtu og missir um leið sjalið sitt sem ljónið flækist í. Þegar Pýramus kemur finnur hann ekki Þispu en sér þess í stað blóði drifið og stundurtætt sjalið. Sannfærður um að Þispa sé dáin tekur hann fram sverð sitt og lætur sig falla á það. Svona finnur Þispa ástmann sinn og heltekin af sorg tekur hún líf sitt með sama hætti og Pýramus.  Goðsagan um Pýramus og Þispu hefur verið endursögð og endursamin á ótal vegu, t.d. nýtir Shakespeare sér efni hennar í Rómeó og Júlíu og Louisa May Alcott, höfundur Yngismeyja, skrifaði smásöguna „Gat í veggnum“ sem byggð er á goðsögninni. Hér er það Þispa, móðir Rúnars, sem tengir saman nútíð og fortíð, raunheim og heim goðsagna og galdra. Lykilhlutverki gegnir málverk af elskendunum sem hún kom fyrst auga á sem barn, eignaðist á fullorðinsárum og það ratar síðan inn í sjálft listasafnið með dularfullum hætti.  Ævintýrið í tengslum við goðsögnina og málverkið er eitt það áhugaverðasta við Listasafnið en það er alls ekki eina sagan sem sögð er. Þannig snýst Listasafnið ekki í kringum einn ákveðinn atburð eða sögu heldur eru þær margar og hver týnist svolítið inni í annarri. Sem dæmi má nefna að fjallað er um útlenda og undarlega listamenn með blátt hár, öfundsjúka og þjófótta vinkonu, foreldravandamál, eldspúandi dreka og eldfjöll í fullu fjöri, uppsetningu listasafnsins og átök við sveitungana og svona mætti halda áfram. Sögumaður er þar að auki ekki einn heldur eru þeir margir – auk þess sem sögupersónur eru einnig svo margar að erfitt er að tengjast þeim og sögu þeirra nógu vel. Að gubba sviðasultu og önnur ævintýri Eftir Helgu Birgisdóttur Þórdís Gísladóttir. Randalín og Mundi. Bjartur. 2012. Þriðja bók safnaþríleiksins Eftir Helgu Birgisdóttur Sigrún Eldjárn. Listasafnið. Mál og menning. 2012. YFIRLESIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.