Spássían - 2012, Blaðsíða 36

Spássían - 2012, Blaðsíða 36
36 manneristans El Greco (1541– 1614) einkum í verkinu Toledo (1610-1614). Himinn er dökkblár og hér sjáum við menn á hestum á dimmri nóttu. Himinn gefur spennuna til kynna með dökkbláum, hvítum og gulum lit. Þó að natúralismi hafi einkennt verk Ásgríms upphaflega verður að geta þess að litanotkunin er sterk og expressíf á sama tíma eins og sjá má á fjölda vatnslitaverka á sýningunni. UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM Á seinni sýningunni Umhverfis landið á fáeinum áratugum á neðri hæð hússins má sjá landslagsmyndir frá ýmsum stöðum á Íslandi og einnig sjálfsmyndir. Ásgrímur skapaði fjölda sjálfsmynda á ferli sínum. Á sýningunni er að finna litríkar sjálfsmyndir unnar með vatnslitum auk ýmissa landslagsmálverka (olía á striga). Ásgrímur ferðaðist víða á hestbaki og tók með sér kistil þar sem hann geymdi liti og annað sem til þurfti til listsköpunar. Slíka kistla má sjá á sýningunni. Það er áhugavert að skoða verkin á heimili málarans þar sem þau eru til sýnis fyrir ofan rúm, stóla, skápa og annað innbú sem tilheyrði málaranum sjálfum og endurspeglar þann tíma og tíðaranda sem ríkti. Heimsókn í safn Ásgríms er ánægjuleg og sérstök reynsla og veitir innsýn í líf og störf þessa merka íslenska listamanns. Ásgrímssafn er til húsa að Bergstaðastræti 74 og er opið frá þriðjudegi til fimmtudags kl. 11–14 og sunnudaga kl. 13-16 á vetrartíma. Ljóðorkulind eftir Sigurð Pálsson er síðasta bókin í ljóðorkuþríleik hans en hinar eru Ljóðorkusvið (2006) og Ljóðorkuþörf (2009). Í Ljóðorkulind leikur Sigurður sér með ýmsar hugmyndir um tímann, minningar og náttúruna ásamt því að höfða til skilningarvita lesandans.  Bókin skiptist í fimm hluta, og er hver með sitt þema. Þeir passa misvel saman, Óður um tré og skóga er samstæðasti hlutinn en Spor í snjó sá ósamstæðasti. Í þeim fyrrnefnda eru sex ljóð sem fjalla um tré og skóga, eins og titillinn bendir til. Með tilvitnun á titilsíðu kaflans skapar Sigurður hins vegar rými til túlkunar: „Ræturnar á ljóðatrénu liggja / í hjarta manneskjunnar. / Ljóðin eru laufblöð þess“ (17), sem ljá orðum eins og þessum dýpri merkingu: Augu okkar nema fjarlægð eyðisanda þau þurfa líka nálægð grænnar birtu undir laufhjúpi einmitt til að skilja samhengi svartra eyðisanda og grænnar birtu (20). Hér höfðar höfundur ekki aðeins til andstæðnanna sem búa í okkar ytra umhverfi heldur líka þeirra sem eru innra með okkur, enda er „Skógarhugsun / segulmagn sem dregur / […] / dregur okkur að okkur / að skóginum í sjálfum okkur“ (28). Náttúran heldur áfram að dúkka upp í bókinni, hún lendir í sífelldum árekstrum við siðmenninguna og fánýti hversdagsins, þar sem náttúran tekur sinn tíma en nútíminn kann ekki að hægja á sér.  Spor í snjó fjallar einmitt um tímann, hér víkur hin hægláta stemming í skóginum, þar sem ólífutréð „tekur sér hálfa öld / að bera ávöxt fyrsta sinni“ (26) fyrir hraða nútímans. Þar er minningin eina haldbæra sönnunin fyrir því að við höfum verið hér og nauðsynlegt að greypa hana í orð áður en hún hverfur og verður að eyðu í huga okkar: „„Lýsa kaffihúsinu handan við ána…“ / Þetta hef ég skrifað í minnisbókina. / Nú man ég eiginlega allt sem gerðist þessa daga sem / ég dvaldi í borginni nema þetta svonefnda „kaffihús / handan við ána““ (46). Ósamræmið í Spor í snjó er fólgið í því að skáldið teflir fram áþreifanlegum myndum á borð við þessa á móti abstrakt hugmyndum, þar sem minnið gengur ljósum logum og óstýrilát persónufornöfn dansa hringdans. En ef við sjáum hugmyndina um spor í snjó sem spor hugmyndarinnar í huga okkar, ekki sporin sem við viljum skilja eftir okkur í lífinu, má finna meiri samhljóm með ljóðunum. Þetta er samt án efa erfiðasti hlutinn til túlkunar, þar sem merking ljóðanna er óskýrust, enda er skáldið „að reyna / að segja allt!“ (31).  Auk þessara hugleiðinga um tímann og minnið má finna samfélagsleg ádeiluljóð, sett fram af kímni, en vekja lesandann um leið til umhugsunar. Ljóðin „Tilkynning frá Heimsþingi demantanna“ og „Tilkynning frá Alþjóðasambandi gullstanganna“ (54 og 57 ) eru afskaplega skemmtileg. Þar leikur Sigurður sér með ofnotaðar klisjur og raunverðmæti þessara hluta. Demantarnir hafa ákveðið að „nú getum við ekki meir / getum ekki sýnt / þessa ýtrustu hörku lengur“ (54) og gullstangirnar að „nú höfum við fengið nóg / viljum ekki liggja lengur / í læstum skápum“ (57). Þetta eru mótmæli hlutanna gegn óréttlæti mannanna, þar sem auði heimsins er svo illilega misskipt. En jafnframt því að deila á manninn hefur skáldið óbilandi trú á mannsandann, og leit skáldsins að merkingu í hyldýpi tímans.  Það er ágætis flæði í bókinni, en þó svo að samræmi sé innan ljóðhlutanna sjálfra talast hlutarnir ekki nógu vel við. Það heftir túlkun á verkinu sem heild sem togstreitu á milli hinnar kyrru náttúru og óþolinmæði mannsins. Tekist á við tímann Eftir Kolbrúnu Lilju Kolbeinsdóttur Sigurður Pálsson. Ljóðorkulind. JPV. 2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.