Spássían - 2012, Blaðsíða 54

Spássían - 2012, Blaðsíða 54
54 og útkoman var texti sem fórnaði gáska og glettni fyrir meiri þyngsli, samkvæmt Hobbita-sérfræðingnum John D. Rateliff, og umbreytti aðalpersónunum að sama skapi: Gandalfur varð valdsmannslegri, Þorinn spilltari og Bilbó meiri vitleysingur. Sannarlega hefði verið áhugavert að sjá hvernig Tolkien hefði tekist á við þann efnivið sem speglar Hringadróttinssöguna – hefði Bilbó hitt 10 ára gamlan Aragorn í heimsókninni til Rofadals? Hefði álfurinn Legolas birst við hirð föður síns, konungs skógarálfanna? Hefðu köngulærnar í Myrkviði orðið skelfilegri og líkari hinni ógurlegu Skellu? Hefði vitkinn Ráðagestur leikið stærra hlutverk? Hefði Sáron hlotið stærra hlutverk? Hefði hringurinn tekið að spilla Bilbó jafnt og þétt, eins og gefið er í skyn í Hringadróttinssögu? – en að þremur köflum loknum leyfði Tolkien ónefndum vini að lesa yfir handritið og ákvað að hætta endurskrifunum. „Þetta er dásamlegt, en þetta er ekki Hobbitinn,“ var víst svarið og Tolkien ákvað því endanlega að leyfa frumburðinum að standa sér á parti með sína sjálfstæðu rödd frekar en að troða honum inn í framhaldið og umbreyta verkinu í forleik sem myndi ávallt standa í skugga þríleiksins fræga. ENDURSÖGN PETER JACKSONS Á meðan Tolkien virðist hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að halda þessum tveimur verkum aðskildum hefur Peter Jackson og hans kvikmyndalið farið þveröfuga leið að væntanlegri kvikmyndaaðlögun og ákveðið að færa alls kyns aukaefni inn í söguna og gott betur. Svo virðist sem kvikmyndirnar muni ganga mjög langt í að túlka og bæta við nýju efni í einhvers konar tilraun til að kvikmynda þann Hobbita sem Tolkien hætti við að skrifa. Þessi ákvörðun hefur æst upp Tolkien-púritana, en margir hverjir höfðu eytt miklu púðri í að kvarta yfir breytingum Jackson á Hringadróttins-þríleiknum fyrir rúmum áratug. Óttanum við viðbætur óx ásmegin við þær fréttir að Jackson og félagar hefðu ákveðið að gera Hobbitann að þríleik og fljótt heyrðust ásakanir um fégræðgi og smánun á höfundarverki Tolkiens. Að vissu leyti eru kvikmyndagerðarmennirnir að gera það sama og Tolkien eyddi ævinni í – að laga Hobbitann að heildarverkinu – en útkoman verður óhjákvæmilega mjög ólík upprunalegu bókinni, einfaldlega vegna þess að með því að leyfa víðara samhenginu að leka inn í söguna breytist stemningin og um leið stíllinn. Í huga Tolkiens gat Hobbitinn ekki verið til bæði sem barnslegt ævintýri og alvarleg epík innan sömu útgáfu, en sannarlega verður forvitnilegt að sjá hvernig Jackson tekst til að sameina stílbrögðin tvö. Í fyrirsögn hjá fyrrnefndu hefti Empire stendur að þríleikur Jacksons verði „epískari, fyndnari og enn nær bókinni“, en eins og harðorðar gagnrýnisraddir á The Hobbit Movie Forum spjallborðinu hafa bent á er ómögulegt að vera bæði „nær bókinni“ og „epískari“ vegna þess að það er einfaldlega þversögn. Eftir því sem kvikmyndin stækkar fjarlægist hún jafnframt bókina og færist nær Hobbitanum sem vinur höfundarins hafnaði á sínum tíma. Því má færa rök fyrir því að Jackson sé í raun að ganga þvert á ákvörðun Tolkiens um nýjan Hobbita með því að vinna áfram með þráðinn sem höfundurinn lauk aldrei við, en sú nálgun leikstjórans vekur óneitanlega upp þá gömlu hættu að endurskrif í átt að heildarsamhenginu verði á kostnað þeirrar gáskafullu stemningu sem einkennir upprunalegu söguna.  Gagnrýnendur Jackson eru full meðvitaðir um að ýmsu þarf að breyta til að laga bók að kvikmynd og flestir fagna þeir allri umgjörð þríleiksins um Hringadróttinssögu hvað varðar útlit, hönnun, tónlist, leikara og þar fram eftir götunum. Tennurnar og klærnar koma ekki fram af alvöru fyrr en farið er að ræða handritin og þá beinast árásirnar að tilhneigingu Jacksons til að uppfylla hefðir (og klisjur) Hollywood, fyrst og fremst hvað varðar togstreitu á milli persóna, framþróun og breytingar á einstökum persónum og upphafningu á dramatísku risi í uppbyggingu hverrar kvikmyndar fyrir sig. Af helstu dæmum má nefna að Tolkien ákvað því endanlega að leyfa frumburðinum að standa sér á parti með sína sjálfstæðu rödd frekar en að troða honum inn í framhaldið og umbreyta verkinu í forleik sem myndi ávallt standa í skugga þríleiksins fræga. Svo virðist sem kvikmyndirnar muni ganga mjög langt í að túlka og bæta við nýju efni í einhvers konar tilraun til að kvikmynda þann Hobbita sem Tolkien hætti við að skrifa. „ „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.