Spássían - 2012, Blaðsíða 16
16
YFIRLESIÐ
SAGAN ENDURRITUÐ
Sigurjón Magnússon er heldur ekki
að skafa af því í bók sinni Endimörk
heimsins og velur sér frekar óhefðbundið
viðfangsefni, aftöku rússnesku
keisarafjölskyldunnar árið 1918. Þar segir
einn af meðlimum aftökusveitarinnar,
Pétur Jermakov, sögu sína tuttugu árum
eftir atburðurinn gerist og útfrá sínu
sjónarhorni. Í eftirmála segir Sigurjón:
Endimörk heimsins er skáldsaga
um frægan viðburð í blóði drifinni
sögu síðustu aldar. Ég hafði margar
heimildir að styðjast við en þó er það
svo að frásagnir um örlög Romanov-
fjölskyldunnar greina oft frá atvikum
með all-ólíkum hætti enda enn
margt á huldu um hvað raunverulega
gerðist þarna í Jekaterínbúrg (103).
Undirtitillinn bókarinnar er „Frásögn
hugsjónamanns“ og gefa heimildir til
kynna að Pétur Jermakov hafi verið
frekar óáreiðanlegur sögumaður, þegar
hann sagði síðar frá viðburðunum. Í stað
þess að reyna að greiða sannleika frá lygi
notast Sigurjón við þær heimildir sem
eru til staðar til að mata skáldsögu sína
og gefa vísbendingar um staðarhætti og
persónuleika aðalpersónunnar. Þannig
verður til ný frásögn um grimman
mann sem reynir að réttlæta illvirki
fyrir umheiminum. Illvirki sem verða
þeim mun grimmilegri sem frásögnin er
hlutlausari.
Líkt og heimildirnar sem Sigurjón vitnar
í er sögumönnum yfirleitt ekki treystandi,
eins og sést t.d. á lýsingunni á því þegar
verðir nauðga keisaradætrunum:
Þær voru hreinar meyjar, allar þrjár.
Þær veittu viðnám en komu svo til.
Eftir því sem fleiri fóru á bak urðu
þær sáttari, sagði Rodíonov. Eins og
efnilegar hryssur hættu þær fljótlega
að frýsa og slá.“ (38)
Þessa hrottalegu lýsingu tekur
sögumaðurinn Jermakov sem góða og
gilda og gefur með því vísbendingu um
að sagan öll sé lituð af hans bjöguðu
sýn og kaldranalegum viðhorfum.
Aðaláherslan í Endimörkum heimsins
verður þannig ekki á að færa fram einhvers
konar „rétta“ sögulega heimild heldur
nota þessa brotakenndu og margsaga
frásögn til að segja nýja og nauðsynlega
sögu. Sögu af hefnd, tryllingslegum
tíðaranda og viðbjóði ofbeldisverka.
UNDANTEKNINGIN er látlaus saga um ansi margt.
Söguþráðurinn er tiltölulega einfaldur og mikið er um
samtöl, vangaveltur og endurlit. Þó rúmast í honum
óvæntar uppákomur og stefnubreytingar hjá persónunum.
Í grunninn er þetta saga um konu sem upplifir það að
eiginmaður hennar fer frá henni til annars karlmanns og
hvernig hún vinnur sig út úr því áfalli. En þetta er líka saga
um eðli skáldskaparinn og sú saga er talsvert flóknari.
María og Flóki hafa lifað rólegu og áreynslulausu
lífi í ellefu ár og eiga saman tveggja og hálfs árs gamla
tvíbura. Í kjallaranum hjá þeim býr dvergurinn Perla,
sem er hjónabandsráðgjafi og draugapenni fyrir frægan
glæpasagnahöfund. Yfirlýsing Flóka um að hann sé
hommi og hafi átt í löngu ástarsambandi við annan mann
(sem heitir líka Flóki) kemur eins og þruma úr heiðskíru
lofti og fær Maríu til að endurmeta allt í sínu lífi – ekki síst
þær minningar sem hún á um hjónaband sitt. Perla fylgist
áhugasöm með og reynir bæði að aðstoða Maríu og nýta
sér sögu hennar í skáldskap. Þegar á líður bætist við sagan
af blóðföður Maríu sem hún þekkir ekkert.
Auður Ava teflir fram stórum hugmyndum á borð við
ásköpuð örlög (María er mjög upptekin af því að hafa
misst „manninn í lífi sínu“) svo og sjálfa skáldskaparlistina
(undirtitill bókarinn er de arte poetica) en Perla gerir
ófáar tilraunir til að koma veruleikanum heim og
saman við skáldskapinn eins og hún upplifir hann.
Slíkar samræður eiga sér hins vegar allar stað inni á
heimilinu og sú tenging er rauði þráður bókarinnar. Öll
samskipti, hvort sem þau eru hversdagslegt stúss með
börnunum eða heimspekilegar vangaveltur spretta upp
úr því umhverfi. Þannig er heimilið bæði uppspretta og
vettvangur endurhugsunar og endurritunar. Auður Ava
leikur sér einnig með myndmál sem tengist fuglum og
er það ríkjandi út söguna. María finnur tómt hreiður
sem hún veit ekki hvað á að gera við og fuglafræðingur
í næsta húsi gerir hosur sínar grænar fyrir henni. Í byrjun
sögu talar hún um tvo hrafna – rétt áður en eiginmaður
hennar Flóki yfirgefur hana fyrir annan mann sem heitir
líka Flóki. Á fallega hannaðri bókarkápunni blasir svo við
risastór hrafnsfjöður. Þó ber að varast að lesa of djúpt í
tákn eins og tilvísun í Hrafna-Flóka gæti boðið upp á,
því Perla skáldkona bendir á að atburðir sem virðast
þrungnir merkingu gætu reynst hrein merkingarleysa.
- Á hinn bóginn er ekki hægt að líta fram hjá því að
hreiðrið er tómt. Það getur vísað til þess að einhver
hafi verið yfirgefinn og að einhver annar hafi losnað
úr aðstæðum sem þrengdu að honum. Það megi
þó ekki gleyma því að í tómu hreiðri búi ýmsir
ónýttir möguleikar og það geti líka falið í sér vissa
sjálfstæðisyfirlýsingu. En, bætir hún við og hikar
andartak, þar sem líf þitt er hvorki skáldsaga né
draumur, þá horfir málið öðruvísi við.
- Hvernig þá?
- Merkingarleysa. (193)
Slíkt á auðvitað ekki að finnast í skáldskap þar sem góður
höfundur setur aldrei neitt inn sem ekki er mikilvægur
hluti af verkinu í heild. En þegar um er að ræða meta-
frásögn þar sem hugmynd að skáldsögu fæðist um
leið og skáldsaga er sögð er ekki frá því að merking
fari svolítið í hnút. Mann grunar jafnvel að Auður sé
að stríða bókmenntafræðingum – kitla þá með fjöður
– þar sem þeir reyna að klastra saman merkingu úr
skáldsagnavísbendingum.
Sagan er afskaplega vel sögð og er flæðið í
gegnum endurminningar fortíðar og upplifun nútíðar
áreynslulaust. Auður Ava hefur firnagott vald á þeim stíl
að segja flókna hluti á einfaldan hátt, sem ekki mörgum
er gefinn. Þótt lesandi eigi stundum erfitt með að skilja
hversu ofboðslega háð María var hinum ótrúa eiginmanni,
og er enn, er auðvelt að hrífast með inn í hugarheim
hennar og aðstæður. Undantekningin er án efa með betri
bókum sem ég hef lesið.
Á mörkum
merkingarleysu
Eftir Ástu Gísladóttur
Auður Ava Ólafsdóttir.
Undantekningin: (de arte
poetica). Bjartur. 2012.
Sigurjón Magnússon.
Endimörk heimsins.
Ormstunga. 2012.