Spássían - 2012, Blaðsíða 11

Spássían - 2012, Blaðsíða 11
11 þeirra þátt í skipulagðri vinnu til að afla gjaldmiðils en hinn aðilinn einbeitir sér að félagslegum skyldum, heimilisstörfum og því að koma börnum á legg (48). Persónurnar í bókinni eiga hins vegar afar erfitt með að aðlagast þeim reglum sem þetta samfélag lýtur og í þeirra augum er heimilið, sem við lýsum gjarnan sem griðastað, grundvöllur þeirrar kúgunar einstaklingsins sem samfélag 20. aldarinnar byggir á. Skáldsagan Milla eftir Kristínu Ómarsdóttur er margt í senn, fyndin, ljóðræn og harmræn, og batnar við hvern lestur. Hún er ein af þeim bókum sem hefur ótal áhugaverða fleti. Einn þeirra er sá að í henni framandgerir Kristín Ómarsdóttir einnig heimili 20. aldarinnar, og þá sérstaklega hlutverk húsmóðurinnar. Sagan gerist á fyrsta ári nýrrar aldar. Milla er ung kona sem hefur að vissu marki girt sig af í þunglyndi í gömlu einbýlishúsi föður síns sem amma hennar ánafnaði henni og sækir í að aftengja sig lífinu. Úti í garðinum ímyndar hún sér tré, sem verður að eins konar táknmynd hugarheims hennar, en á milli trésins og hennar sjálfrar standa veggir hússins, svo hún horfir einnig á þennan hugarheim sinn úr fjarlægð, út um gluggann (7). Þessi fjarlægð Millu, frá samfélaginu og sjálfri sér, gefur sannfærandi mynd af veröld þunglyndis og endurspeglast í frásagnarmátanum. Frásögn Millu hefur hlutlausan, fjarlægan tón, jafnvel þegar hún lýsir tilfinningum á borð við ást og örvæntingu. Hún lýsir öllu eins og það komi henni dálítið framandlega fyrir sjónir og á erfitt með að henda reiður á merkingu þess. Því verða lýsingar hennar á persónulegu tilfinningalífi – og öllu öðru - nánast eins og vísindaleg skráning eða rannsókn staðreynda. Bókin er uppfull af listum og tilraunum til að „raða eftir kerfi“ (51) öllu mögulegu og ómögulegu, allt frá teskeiðum til kossa. En þessi flokkunarárátta fjarlægir Millu í raun enn frekar frá því kerfi sem ríkir í samfélaginu. Milla er svo upptekin af reglum samfélagsins að þær verða henni óskiljanlegar og henni reynist ómögulegt að fylgja þeim. Það gildir einu þótt mamma hennar reyni að leiða henni fyrir sjónir að það að lifa lífinu sé í raun að samþykkja að taka þátt í blekkingarleik en láta það vera að kryfja leikreglurnar: Læsirðu skáldsögu tækirðu henni ekki jafn alvarlega. Þó þú lifir þig inn í söguefnið veistu að þú lest sögu. Sama gildir um lífið: þú ert að lesa sögu, horfa á bíómynd. Það er nóg fyrir þig að fara í bæinn og sjá að allt er tilbúningur. Búðarfólkið raðar söluvarningi í búðargluggana til þess að vekja á honum eftirtekt og hafa skipulag á hlutunum. Hundraðkallana setur það í þetta hólf, þúsundkallana í þetta hólf. Ef fólk byggi ekki til sögu myndi enginn raða peningunum eftir verðmæti, heldur henda þeim í box, ef ekki í ruslið, enginn teldi hvað hann ætti af aurum ef þetta væri ekki saga. Lífið er tilbúningur [...] (79) Rannsakandi sjónarhorn Millu er truflandi og óviðeigandi, eins og hún viðurkennir sjálf: Það er kannski bannað að horfa á mömmu sína eins og ég geri, eins og ég horfði líka á ömmu. Hvorug hefur meðfædda hæfileika til að vinna eldhúsverk og báðar hafa komið sér upp ákveðnum stíl sem endurtekningin slípar, tálgar, meitlar í steininn. Þær sinna verkunum án hliðarspora sem gætu tafið og skila verkinu óaðfinnanlega: ekki kusk á borðum. Þetta er ákveðin danshreyfing sem fram fer í eldhúsinu, sólódans sem ég gæti horft á tímunum saman án þess að aðhafast annað. (75) Það er þó einmitt þetta sjónarhorn sem Erna Amelía, kona á miðjum aldri, sækist eftir þegar hún ræður Millu í vinnu til sín við að skrá og flokka allt innbú og eigur heimilis síns: „Föt, gardínur, dúka, handklæði, hljómplötur, geisladiska, málverk, hnífapör.“ (57) Allt er skráð í þykka bók sem ber titilinn „Safnið um hina venjulegu íslensku fjölskyldu í lok tuttugustu aldar“ (72) og í athugasemdum Ernu Amelíu við hina ýmsu muni kemur fram að hér er hún að gera upp við sína eigin ævi; merkingu hennar og gildi. Þeirri skráningu lýkur á fatasafni Ernu Amelíu og nær hámarki í löngum útlistunum hennar á merkingu lita og efnis í klæðaburði: „Hvíta rúllukragapeysu notar kona fyrir ímyndaðar skíðaferðir, skírnarveislur, afmæli öldunga og útskriftarboð ungra ættmenna á vorin. Græn rúllukragapeysa er heimilisleg eign, til brúks á rólegum vetrarkvöldum í faðmi fjölskyldunnar“, skráir Milla meðal annars upp eftir henni (204). Allt sem fyrirfinnst á heimilinu er hluti af flóknu merkingarkerfi sem húsmóðirin Erna Amelía hefur, andstætt Millu, fullkomið vald á. Hjá Ernu Amelíu situr þó ekkert eftir nema vissan um að „lífi okkar er/var lifað til einskis“ (197). Það breytir því engu hvort við náum fullkomnum tökum á flokkunarkerfinu hverju sinni. Safnið sjálft endar í Sorpu, Millu til nokkurra vonbrigða, og þegar Erna Amelía biður Millu að skrifa eftirmála við skráninguna „eins og djúp pæling búi á bakvið“ verður hún himinlifandi við eftirfarandi lýsingu: Safnið ber merki um einlægar ástríður, hlutadýrkun og vegsömun hins jarðneska, án þess að andlegri dirfsku sé fórnað. Þá vitnar það um fíngerða virðingu fyrir smáatriðum, sveipað heimilislegum og persónulegum brag. Apinn sefur aldrei langt frá rófu sinni (210). Eftirmálinn er bæði skáldlegur og óskiljanlegur, sem er nákvæmlega það sem Erna Amelía vill. Og kannski er það einmitt sú tilfinning sem mun standa eftir af öllum serimóníum hins daglega lífs okkar. HEIMILIÐ ER HÖFUÐ MANNS „Heimilið er höfuð manns og innanstokksmunirnir birtingarmyndir persónuleikans“, segir í Landvættum Ófeigs Sigurðssonar (125). Eins og í Millu er aðalpersónan þar ung manneskja við lok 20. aldar, en í raun liggur öll öldin meira og minna undir. Landvættir er stórt verk í fjórum hlutum, og þótt þeir tengist vitanlega á ótal vegu má í grófum dráttum segja að sá fyrsti taki fyrir tengsl Sókratesar við íslenskt atvinnulíf, annar hlutinn beini athyglinni að heimilinu, sá þriðji að þjóðernishyggju en í þeim síðasta fari fram eitt allsherjar uppgjör. Myndatexti: Kristín Ómarsdóttir. Milla. JPV. 2012. Ófeigur Sigurðsson. Landvættir. Mál og menning. 2012. Bókin er uppfull af listum og tilraunum til að „raða eftir kerfi“ öllu mögulegu og ómögulegu, allt frá teskeiðum til kossa. „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.