Spássían - 2012, Blaðsíða 6
6
og ræða um þær bækur eftir íslenskar konur sem eru
að koma út þetta haustið – þær eru svo margar að þær
endast vafalaust langt fram á næsta ár. Í síðasta leshring
sagði Ragnheiður Margrét okkur hinum líka frá nokkrum
nýlegum bandarískum skáldsögum sem hún las þegar
hún dvaldi í New York í nóvember. Nefna má til dæmis
The Emperor‘s Children eftir Clarie Messud, en hún kom
út 2006 og sló í gegn.“
Leshringurinn hefur brallað ýmislegt saman sem
hópur. „Við höfum gert útvarpsþætti og skrifað greinar
bæði saman og hver fyrir sig. Margar okkar hafa
starfað sem gagnrýnendur til lengri eða styttri tíma,
flestar verið kennarar til lengri eða styttri tíma og
við höfum allar lagt okkar af mörkum til að útbreiða
kvennabókmenntaþekkingu og feminískt sjónarhorn.
Ef litið er til starfa einstaklinganna innan hópsins held
ég að við höfum áorkað miklu á þessu sviði í formi
greinaskrifa, útvarps- og sjónvarpsþátta, gagnrýni,
þýðinga, kennslu og listrænnar sköpunar. Þær sem
luku prófum í bókmenntafræði hafa allar skrifað
lokaritgerðir á kvennabókmenntasviði og nefna má t.d.
að Sigurrós skrifaði fyrstu MA-ritgerðina um Guðrúnu
frá Lundi, Gyða Jónsdóttir skrifaði fyrstu BA-ritgerðina
um minningargreinar um konur og Ragnhildur Richter
skrifaði fyrstu fræðibókina um sjálfsævisögur kvenna.“
Á 25 ára afmæli leshringsins fóru lessystur saman
til Parísar. „Það var frábær ferð. Rannveig kom með en
þar sem hún á orðið erfitt með gang vegna síns háa
aldurs, leigðum við hjólastól undir hana og rúlluðum
henni um götur Parísar, söfn og veitingastaði.“ Hrefna
og Ragnhildur voru skipaðar fararstjórar og þær
skipulögðu ferðina út í ystu æsar og lögðu línurnar
með klæðaburð og annað. Ragnheiði Margréti má kalla
hirðskáld leshringsins og hún orti margar skemmtilegar
dróttkvæðar vísur í ferðinni okkur.“ Tvær þeirra fengu að
fljóta hér með:
Farardragtin dýra
dula létt, ei kular
í París er stúlkur stórar
stika um götur og hik´ei.
Liti vara líta
í Leifsstöð og bjórinn kneyfa,
ef rignir lekkri regnhlíf
renna upp og spenna.
Laumast systur í lestri
læðast með bókaskræður;
stýru hótels stór(r)i
stríða með smjaðri blíðu.
Inn í borgarargið
allar lausar við kalla;
París kunna að kanna
kerlingar -festar með perlu.
Leshringurinn í París í september 2006. Frá vinstri:
Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir, sjálfstætt
starfandi íslenskufræðingur og þýðandi,
Edda Kjartansdóttir, forstöðumaður SSR
menntavísindasviðs H.Í. og ritstjóri, Þórunn
Sigurðardóttir, bókmenntafræðingur og
fræðimaður með 17. öldina sem sérsvið, Hrefna
Haraldsdóttir, bókmenntafræðingur og fyrrum
stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, Soffía Auður
Birgisdóttir bókmenntafræðingur og fræðimaður
með 20. öldina og kynjafræði sem sérsvið,
Sigurrós Erlingsdóttir, bókmenntafræðingur og
íslenskukennari í MS sem var „fótósjoppuð“ inn á
myndina þar sem hún komst ekki með í ferðina,
Ragnheiður Jónsdóttir, dr. í menntunarfræðum
og stofnandi Hannesarholts, Ragna Steinarsdóttir,
bókavörður á háskólabókasafni, Ragnhildur Richter,
bókmenntafræðingur og íslenskukennari í MH,
Hrund Ólafsdóttir, bókmenntafræðingur, leikskáld
og leiklistarkennari og Rannveig Löve, fyrrverandi
kennari og einn af stofnendum SÍBS.