Spássían - 2012, Blaðsíða 25

Spássían - 2012, Blaðsíða 25
25 „Það getur vel verið að það sé léttara yfir Ströndum en öðrum ljóðabókum mínum. Hún er ort víða um heiminn þar sem ýmislegt forvitnilegt hefur orðið á vegi mínum. Landamæragæslan í ljóðheimi mínum hefur oft verið mjög ströng en ég hef slakað á henni á undanförnum árum. Samt hentar sumt þessum heimi mínum betur en annað. Ef Skírnir hefði fengið þvottavél og þurrkara fyrir að ferðast til Jötunheima að sækja Gerði Gymisdóttur hefði ég aldrei ort Blóðhófni en þar sem hann fékk sverð og hest fannst mér sjálfsagt að yrkja bálkinn. Á þessu ári hef ég farið í 11 upplestrarferðir til útlanda og hef nýtt þær til að semja. Það er ákaflega dýrmætt að fá að kynnast erlendum ljóðskáldum og fá að hlusta á þau. Í sumar var ég fulltrúi Íslands á Parnassus- ljóðahátíðinni í London þar sem einu skáldi frá hverju Ólympíulandi var boðið. Þar gat ég flakkað á milli upplestra hjá mörgum af bestu ljóðskáldum heims. Maður heyrir ekki bara hvað þau yrkja um og hvernig, heldur sér líka hvernig hægt er að flytja ljóð. Það má syngja þau, kveða eða jafnvel láta sig detta emjandi í gólfið eins og gert er í Indónesíu þar sem ég var á tveggja vikna langri ljóðahátíð um páskana. Ég tek samt fram að ég ætla ekki að taka þann upplestrarstíl upp.“ Blóðhófnir kom út á dönsku í fyrra en á ensku nú í ár. Þess vegna fór Gerður í upplestrarferð um England og Wales nú í haust. „Þar fékk ég tækifæri til að heimsækja heimili Brontë-systra í Haworth. Þar gerðist nokkuð hliðstætt því sem ég fjalla um í ljóðinu „Skór Marie-Antoinette“ úr Ströndum. Ég varð svo heilluð yfir því að sjá sófann þar sem Emily gaf upp öndina að ég smellti myndum af honum þar til vörðurinn birtist og bað mig um að gjöra svo vel að hemja mig. Það væri bannað taka myndir þarna inni. Það er samt ekkert bannað að yrkja um þennan sófa og nú hefur hann ratað inn í ljóð sem bíður næsta ljóðasafns.“ ANGAN MINNINGANNA Eitt af löndunum sem Gerður hefur ferðast til er Indland en þar hefur hún tvisvar sótt ljóðahátíðir. Sú fyrri fór fram á Kolkata og þangað hélt Gerður með Sigurði Pálssyni skáldi. Í ljóðinu „Indland“ úr Ströndum yrkir Gerður um mann sem leggst til hvílu á umferðareyju undir dagblaði. Ísland og Indland mætast síðan í ljóðinu „Skarphéðinn í Kolkata“ og enn er Gerður á Indlandi í „Silki“. Þar svífa sjölin „niður úr hillum / og setjast í“ (bls.) lófa ljóðmælanda og kaupmaður nokkur sver að þau séu Landamæragæslan í ljóðheimi mínum hefur oft verið mjög ströng en ég hef slakað á henni á undanförnum árum. Samt hentar sumt þessum heimi mínum betur en annað. Ef Skírnir hefði fengið þvottavél og þurrkara fyrir að ferðast til Jötunheima að sækja Gerði Gymisdóttur hefði ég aldrei ort Blóðhófni en þar sem hann fékk sverð og hest fannst mér sjálfsagt að yrkja bálkinn. „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.