Spássían - 2012, Blaðsíða 12

Spássían - 2012, Blaðsíða 12
12 MENSALDER Raben, sonur hjónanna Mensalders Rabens Jónssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur, fæddist árið 1888 í Ásahreppi þar sem hann bjó nær alla sína ævi. Fóstran Margrét Jónsdóttir annaðist hann og ól upp að mestu en móðir Mensalder lést við fæðingu sonarins. Mensalder tók svo við búinu – og fóstrunni – af föður sínum átján ára gamall. Margrét lést árið 1933 og þá loksins flutti heitmey Mensalder, Guðrún Gísladóttir, í kotið. Þá höfðu skötuhjúin verið trúlofuð árum saman en fóstrunni geðjaðist ekki að kærustunni og því höfðu þau aldrei búið saman.  Úr þessum efnivið – og meiru til – hefur Bjarni Harðarson fléttað, skáldað og búið til söguna Mensalder. Þetta er þriðja skáldsaga Bjarna en áður hafa komið út bækurnar Sigurðar saga fóts (2010), sem er „íslensk riddarasaga“, og Svo skal dansa (2009), örlagasaga formæðra hans. Nú er það rödd kotbóndans sem fær að hljóma. Sagan hefst þegar Mensalder fæðist árið 1888 og lýkur síðasta vetur hans í eigin húsi. Um söguhetjuna heyrði höfundur fyrst fyrir þrjátíu árum síðan og heimildir sínar fær hann ekki síst úr sögum samtíðarmanna Mensalders.  Í minningarorðum sem birtust í Tímanum árið 1981 segir að Mensalder hafi hvorki verið frægur af auði né völdum og „ekki af sonum sæll“. Engu að síður hafi hann verið „vaskur heiðursmaður“ sem greiddi skuldir sínar. Þetta á einnig við um söguhetju Bjarna Harðarsonar sem, eins og raunverulega fyrirmyndin, var „fyrst og fremst hversdagshetja sem varði 20 manndómsárum, til þess að greiða fósturlaunin, gamalmæddri konu, fáum kærri – og síðan mörgum elliárum – til þess að launa örvasa konu, ást og tryggð sem hún sýndi með því að bíða eftir honum þessa tvo áratugi“.  Mensalder er engin spennusaga og atburðir sem sagt er frá eru í raun hvorki miklir né stórir. Þetta er saga fátæks og nægjusams kotbónda sem kann að meta það sem hann þó hefur, sem varla telst vera margt á nútíma mælikvarða. Þetta er saga sem margir kannast við – saga um karl og kerlingu í koti sínu og ólíkar birtingarmyndir ástarinnar. Þetta er svipmynd af sögu Íslands frá því að söguhetjan fæðist undir lok nítjándu aldar og inn í þá tuttugustu. Mensalder er saga um breytingar og þróun og um leið saga þess sem alltaf er eins.  Mensalder ætti að höfða til allra sem hafa gaman af sögulegum skáldsögum og sögu lands vors og þjóðar. Málfar og orðalag er fornfálegt, flæðir yfirleitt vel og hentar söguefninu ágætlega þótt einstaka sinnum sé það ögn tilgerðarlegt. Ég er ekki frá því að sögunni hefði mátt þjappa örlítið saman og stytta þann (allstóra) hluta sem saga föður Mensalders fær í bókinni, en söguhetjan sjálf tekur varla við fyrr en eftir um hundrað síður. Á heildina litið er Mensalder þó áhugaverð og læsileg bók, nýstárleg þrátt fyrir að vera gamaldags, framandi en um leið kunnugleg. Karl og kerling í koti sínu Eftir Helgu Birgisdóttur Bjarni Harðarson. Mensalder. Sæmundur. 2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.