Spássían - 2012, Blaðsíða 38

Spássían - 2012, Blaðsíða 38
38 MITT eigið Harmagedón eftir Önnu Heiðu Pálsdóttur er þroskasaga ungrar stúlku og fjallar um hvernig líf aðalsöguhetjunnar Dagbjartar breytist á einu sumri. Sumarið einkennist af tímamótum og breytingum, þetta er sumarið á milli grunnskóla og menntaskóla, sumarið þar sem hún fer á blæðingar í fyrsta sinn og verður að konu og sumarið þar sem hún fer að efast um að faðir hennar og trúin sem hún er alin upp í séu óbrigðul. Dagbjört er alin upp sem vottur Jehóva og er faðir hennar forstöðumaður safnaðarins. Þegar sagan hefst býr hún ein með honum, móðir hennar er látin og eldri systir hennar í brautryðjandastarfi í Sómalíu. Líf fjölskyldunnar litast mjög af trúnni og þeim kröfum sem gerðar eru til fólks sem lifir í sannleikanum. Fram að þessu sumri hefur Dagbjört lítið efast um að það sé rétt sem henni hefur verið kennt. Hún er þó meðvituð um ákveðna galla, svo sem félagslega einangrun sína frá jafnöldrum utan safnaðarins, það að hún má ekki fara í háskólanám og verða læknir eins og hana dreymir um og hugmyndina um Harmagedón, að allir þeir sem hún þekkir utan safnaðarins muni farast í hamförum á dómsdegi.  Líf hennar breytist þegar hún kynnist systkinunum Fríðu og Benna og áttar sig á því að hún vill sjálf geta valið sér vini og að það sé líf utan safnaðarins: „Ég hafði aldrei vísvitandi þurrkað úr huga mér allar tilvísanir í Varðturninn og öll boðin og bönnin sem honum fylgdu en ég vildi einfaldlega njóta þess að hlæja og vera ég sjálf með jafnöldrum mínum.“ (41) Hún verður líka forvitin um heiminn utan safnaðarins og hvort hún sé að missa af einhverju. Togstreitan er mikil, því ef hún vill vera hluti af heiminum, taka þátt í veraldlegum atburðum og láta drauma sína rætast, þarf hún að segja alfarið skilið við fjölskyldu sína og vini í söfnuðinum. Ekki verður það til að auðvelda málið að vinur hennar greinist með eitlakrabbamein. Hann má vegna trúar sinnar ekki þiggja blóðgjöf, sem er það eina sem getur bjargað lífi hans. Atburðir úr fortíðinni leika einnig stóran þátt í atburðarásinni sem skýrir enn fremur hvaða fórnir þarf að færa til að fylgja trúnni. Dagbjört er sterk og raunsæ persóna. Samskipti hennar og pabba hennar eru mjög áhugaverð og maður fær samúð með henni. Faðirinn er einnig mjög áhugaverð persóna, þar sem hann virðist vera tilbúinn að fórna öllu fyrir trúna, en er stundum ósamkvæmur sjálfum sér. Systirin Effí hefur jafnframt sterka nærveru í bókinni og móðursystirin Halldóra er látin túlka tilfinningar aðstandenda, þeirra sem sjá ástvini sína breytast og útiloka sig frá samfélaginu. Aðrar persónur eru ekki jafnsterkar og frekar einhliða þó að margar þeirra séu hreyfiafl í sögunni, svo sem Benni og Fríða. En það skiptir ekki miklu máli, þar sem Dagbjört og hugsanir hennar og pælingar eru alltaf í forgrunni. Höfundur fer vel með erfitt efni og virðist hafa kynnt sér starf votta Jehóva mjög vel, upplýsingum er haganlega fléttað inn í framvinduna, sem spurningum og svörum. Textinn rennur áreynslulaust og er grípandi. Endirinn er þó full afgerandi, eins og fórnirnar skipti litlu. Að auki gerist fullmargt á of stuttum tíma til að Dagbjört sjái pabba sinn og trúna í nýju ljósi. Bókin vekur lesendur til umhugsunar um hvað það þýðir að standa utan við samfélagið og hvað sé þess virði - og hvort hægt sé að snúa baki við því sem maður hefur alist upp við að sé rétt og satt. SKRIFAÐ í stein er safn ljóða eftir Kjell Espmark sem spannar allan hans feril, og nær yfir rúma hálfa öld. Espmark vinnur úr afleiðingum seinni heimsstyrjaldarinnar allan fyrri helming bókarinnar, frá verkum hans árið 1956 fram til ársins 1992, en þar verða mjög áberandi hvörf í verkinu „Þegar vegurinn snýr við“. Þar tekur nútímaskáldskapur við af uppgjöri við stríðið og allan hryllinginn og raski mannlífsins sem því fylgdi, en þau ljóð fannst mér mun aðgengilegri. Dæmi um þetta gæti verið eldra ljóð eins og „Hann glóir eins og maurildi“ á móti nýrra ljóði á borð við „Að byrja að byggja á sjöundu hæð“: Á tímamótum Eftir Kolfinnu Jónatansdóttur Anna Heiða Pálsdóttir. Mitt eigið Harmagedón. Salka. 2012. Orð sem bíða raddar Eftir Kolbrúnu Lilju Kolbeinsdóttur Kjell Espmark. Skrifað í stein. Þýðandi Njörður P. Njarðvík. Uppheimar. 2012. YFIRLESIÐg a g n r ý n i Hann glóir eins og maurildi […] Sá sem vill raunverulega lifa af verður að gera sig ofurléttan. Líkt og ég brenndi svarta einkennisbúninginn á flóttanum til Svíþjóðar afsala ég mér nú uppleystum líkama mínum, þessari daunillu froðu húðar og hungurs. Ég æfi mig í afneitun sálarinnar. Kenni einskis lengur. (30) Að byrja að byggja á sjöundu hæð […] Vita nuova. Noch einmal. Maður leitar að fyrirsögn á nýja tilveru sem man allt en á ekkert lengur: Hvert orð fullpáruð dagbók. Hvert orð tómt og bíður eftir rödd. […] Á undan lampanum er samt ljóskeilan. Eins og bros mitt sá mig fyrir. Eins og hugsun mín byrjar í þér. (133) www.spassian.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.