Spássían - 2012, Blaðsíða 5

Spássían - 2012, Blaðsíða 5
5 VORIÐ 1981 varð til merkilegur leshringur. Þá ákváðu hátt í 20 nemendur úr fyrsta kvennabókmenntanámskeiðinu sem Helga Kress kenndi við Háskóla Íslands að halda áfram að hittast – og 11 þeirra hittast enn reglulega. „Okkur fannst svo gaman að við gátum ekki hugsað okkur að hætta,“ segir Soffía Auður Birgisdóttir sem rifjaði upp hvernig þessi langa saga hófst. „Markmiðið var að halda áfram að lesa kvennabókmenntir, þ.e. bækur eftir konur, og sérstaklega ætluðum við að vera duglegar við að lesa fræðilegt efni. Við höfum haldið því markmiði að lesa kvennabókmenntir en þróunin hefur kannski helst verið sú að við lesum minna af fræðigreinum en við gerðum fyrst. En við lesum stóran hluta af nýjum skáldskap eftir íslenskar konur og einnig erlend verk og við erum alltaf með okkar feminísku gleraugu á nefinu, sem eru reyndar orðin gróin þar föst, held ég að óhætt sé að segja.  Upphaflega vorum við hátt í 20 sem byrjuðum að hittast en fljótlega duttu nokkrir út, til dæmis tveir af þeim þremur karlmönnum sem byrjuðu. Sá þriðji var með í mörg ár, en hætti þó að lokum, eftir að hann fór erlendis til náms og stofnaði eigin fjölskyldu. Kjarninn sem eftir var, 13 konur, hefur verið með meira og minna óslitið og ekki hætt þó margar hafi farið erlendis til náms. Núna erum við 11 í hringnum. Ein, Elín Jónsdóttir, fluttist til Skotlands til frambúðar og önnur, Gyða Jónsdóttir, dó árið 1999, tæplega sjötug að aldri. Gyða var þó ekki aldursforseti hópsins, það er Rannveig Löve, sem enn er með, 92 ára.“  Hringurinn reynir að hittast mánaðarlega en tekur lengri frí á milli á sumrin. „Síðastliðin ár er yfirleitt reynt að halda leshring þegar landsbyggðarkonan – ég - er í bænum. Reyndar hefur leshringurinn líka tvisvar sinnum komið á Höfn í Hornafirði þar sem haldnar hafa verið leshringshelgar“, segir Soffía Auður, „þá er kátt á hjalla, eldaður dýrindis matur, farið í gönguferðir og sund, og mikið rætt saman, jafnt á náttfötunum sem í spariklæðnaði“ Við höfum alltaf lagt ríka áherslu á að skemmta okkur vel saman, við höldum árshátíðir sem oft er mikið í lagt og við slík hátíðleg tækifæri frumsýnir leikfélagið Moturmeyjar yfirleitt nýtt verk eftir sig – en Moturmeyjaleikflokkurinn er alfarið skipaður leshringskonum.  Fundirnir fara yfirleitt þannig fram að þær hafa opnar umræður um bækurnar sem þær eru að lesa. „Oft lesum við upphátt texta sem við viljum ræða sérstaklega og þegar við erum með ljóðabækur lesum við oft öll ljóðin upphátt. Stundum segja einstakar leshringskonur frá athyglisverðum bókum sem þær hafa verið að lesa, bæði skáldskap og fræðiritum. Formið er frjálst og við ræðum ýmislegt annað, allt frá persónulegum málefnum til pólitíkur - enda þekkjumst við orðið afar vel eftir allan þennan tíma. Sterk vinátta hefur þróast með okkur öllum og er mjög mikilvæg. Engin okkar vill missa af leshring. Mikið systralag er á milli okkar, enda köllum við hver aðra „lessystur“. Í haust höfum við meðal annars rætt um bækurnar Það kemur alltaf nýr dagur eftir Unni Birnu Karlsdóttur og Hin ótrúlega pílagrímsganga Harolds Fry eftir Rachel Joyce. Og við erum byrjaðar á að lesa feminísku gleraugun gróin föst á nefið Eftir Auði Aðalsteinsdóttur Leshringurinn á Höfn í Hornafirði haustið 2007. Frá vinstri: Ragnhildur, Hrund, Sigurrós, Edda, Rannveig, Soffía Auður og Hrefna. YFIRLESIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.