Spássían - 2012, Blaðsíða 27
27
litla Kárason, sem er aukapersóna úr Njálu, að
aðalpersónu í ljóði. Það var gaman að tosa hann
fram á sjónarsviðið, þennan litla dreng sem kemst
upp með það að ganga í eldinn með afa sínum og
ömmu, þeim Njáli og Bergþóru, og finnst svo undir
nautshúð. Öll þessi kvöldu börn í heiminum verða
að eiga sinn dýrling.“
„Stjarna fæðist á Vestdalseyri“ er bjart og fallegt
ljóð ort til Vilborgar Dagbjartsdóttur skálds. Gerður
las ævisögu Vilborgar eftir Þorleif Hauksson, Úr
þagnarhyl, og fannst hún bæði góð og skemmtileg.
„Hún sat í mér, þessi mynd af barninu Vilborgu að
klöngrast heim um nótt þegar breskur hermaður
kveikir skyndilega á kastara til að lýsa henni leiðina
heim. Mér fannst gaman að geta sýnt Vilborgu
virðingarvott og ort henni ljóð. Ég las það fyrir hana
í síma þegar það var fullort og hún benti mér á að
hún hefði átt vaðstígvél sem barn en ekki strigaskó
eins og ég hafði klætt hana í.“
Gerður yrkir um fleiri skáld; Bill Holm sem lést
árið 2009, og „Í minningu skáldbróður“ er ort um
Jónas Þorbjarnarson sem lést fyrr á þessu ári. „Ég
setti undir mig hausinn í London í sumar og ákvað
að yrkja erfiljóð um Jónas. Andlát hans var svo óvænt
og dapurlegt.“
KULDI, SNJÓR OG KRAP
Ljóðin sem gerast á Íslandi, einkum Strandasýslu,
einkennast af kulda og snjó en hvergi er kuldinn
þó meiri en í bálkinum „Skautaferð“. Þar krafsar
veturinn „með klónum / í hurðina“ og „vindar /
geisa um gáttir“. „Lesendum er ráðlagt að renna
upp í háls, muna eftir vettlingunum og jafnvel líka
endurskinsmerki áður en þeir byrja á „Skautaferð“,“
segir Gerður, sem upphaflega hugsaði sér að
bálkurinn kæmi út í sér bók. „En síðan voru bæði
bálkurinn og stöku ljóðin tilbúin á sama tíma svo
ákveðið var að gefa hvort tveggja út í sömu bókinni.“
Við kuldann fléttar skáldið handavinnu því
útsaumur leikur stórt hlutverk í bálkinum svo úr
verður listaverk; myndrænn bálkur og nístingskaldur,
hraður og heillandi. Þótt í „Skautaferð“ séu saumuð
blóm með „blíðgulum þræði“ (56) þvertekur
Gerður fyrir að vera lunkin með nálina. „Ég er
algjör rati í handavinnu. Ég hafði enga eirð í mér í
handavinnutímum svo kennarinn lét mig sitja við
hlið sér í tímum og snúa út í bekkinn. Mér fannst
aukafög frekar leiðinleg og vildi bara læra þau
bóklegu. Sem betur fer gat mamma mín dregið mig
að landi í handavinnuverkefnunum.“
Í „Skautaferð“ leikur Gerður sér að tungumálinu
í línum eins og „Á dauða þínum / á ég von“ (63) og
vísar í barnavísuna „Ein sit ég og sauma“ (61). Þegar
ljóðmælandi hefur svo spennt á sig skautana og
spyrnt sér af stað birtist tunglið sem á hverju ári færist
„fjær jörðinni / svo nemur / barnsfingri“ (77). „Þetta
er alveg satt. Ég fór í stjörnuver út í Melaskóla með
syni mínum og þar var sagt að tunglið færðist sífellt
fjær jörðinni. Ég viða víða að mér hugmyndum.“
FYRIR BÖRN OG MEÐ BÖRNUM
Í fyrrasumar kenndi Gerður börnum ritlist í
Borgarbókasafninu í Gerðubergi og nú í vetur hefur
hún kennt 5. bekkingum í Melaskóla sömu kúnst.
Hún segir ritlistarkennsluna vera mjög skemmtilega
og eiga vel við sig. „Það er gaman að kenna 5.
bekkingum ritlist því þau eru svo jákvæð í garð
hvers annars. Þeim fannst það sem bekkjarsystkini
þeirra lásu upp svo skemmtilegt. Ég er alltaf að hitta
krakka sem njóta þess að lesa bækur. Það er svolítið
kúnstugt að íslensk börn skuli geta skráð sig til
dæmis í breikdans og badminton en ekki í leshring
á næsta bókasafni og hitt þar með aðra krakka sem
Ég hefði aldrei skrifað
barnabók um konu sem er
rænt heiman frá sér og seld
mansali og ég hefði aldrei
ort bálk um konu sem setur
kransaköku upp á bílþakið
sitt svo bakkelsið hendist af
um leið og hún ekur af stað.
Mér finnst dásamlegt að hafa
komist upp með að skrifa
bæði fyrir börn og fullorðna
án þess að vera stimpluð
bara annað hvort. “
„