Spássían - 2012, Blaðsíða 37

Spássían - 2012, Blaðsíða 37
37 Kornax-hveiti er framleitt með mismunandi baksturseiginleika í huga sem byggja á próteininnihaldi hveitisins. Próteinríkt hveiti hentar t.d. vel í pizzur og brauð en hveiti sem innheldur minna prótein hentar betur í kökur og kex. Kornax framleiðir 2 gerðir af hveiti ásamt heilhveiti og rúgmjöli. Á heimasíðu Kornax, www.kornax.is, má finna ýmsan fróðleik, hollráð og uppskriftir sem falla vel að bakstri úr Kornax-hveiti. Veldu íslenska gæðaframleiðslu! Ferskasta hveitiÐ! - alltaf nýmalaÐ Kornax hveitimylla | Korngörðum 11 - 104 Reykjavík | Sími: 540 8700 | kornax@kornax.is | www.kornax.is netþættir FÓLK hefur stundað það að búa til afþreyingarefni ætlað vefnum frá árdögum miðilsins. Litla þætti sem oft eru gerðir fyrir lítinn pening þar sem hömlur markaðarins eru ekki jafn miklar og til dæmis í sjónvarpi. En betri tengingar og öflugra tengslanet síðustu ára hefur gefið þessum miðli aukinn kraft og listamenn eru í auknum mæli að nýta sér þá möguleika sem hann hefur upp á að bjóða. Hér á eftir eru ábendingar um nokkra þætti sem áhugasamir ættu að geta fundið auðveldlega á netinu. THE GUILD (2007) Gamanþættir sem fjallar um samfélag leikja„nörda“. Leikkonan Felicia Day á heiðurinn af þessari seríu sem hefur notið mikilla vinsælda. Gerðar hafa verið alls sex seríur og ófá tónlistarmyndbönd. DR. HORRIBLE‘S SING-ALONG BLOG (2008) Samið og leikstýrt af Joss Whedon þegar framleiðsla í Hollywood fór í lamasess í kjölfar verkfalls handritshöfunda. Hér segir frá tilraunum misheppnaðs þorpara sem dreymir um að komast í hóp hinna alræmdustu á meðan hann syngur og bloggar um reynslu sína. Þættirnir, sem voru þrír talsins, fengu mikla athygli enda þekktir aðilar um borð, þ.á.m. Neil Patrick Harris, Nathan Fillion og fyrrnefnd Felicia Day – en Whedon nefndi The Guild sem innblástur fyrir þessa þætti. Þeir rötuðu fljótt á DVD, unnu Emmy verðlaun og þar sem stjörnur þátttakenda hafa risið talsvert á undanförnum árum voru þeir loks sýndir í sjónvarpi. Til stendur að taka upp framhald vorið 2013. VAG MAGAZINE (2010) Ungir femínistar taka sig saman og gefa út tímarit sem á að marka spor í menningarumræðunni. Erfiðlega gengur samt að ná samstöðu innan ritstjórnar, tjónka við viðmælendur, finna fjármagn og forsíðu sem virkar. Spássían kannast ekki við neitt úr þessum reynsluheimi. Ekki neitt. Ritstjórar Vag Magazine ná að koma út einu tölublaði í þessari bráðfyndnu seríu sem varð þó aðeins ein. Þó ekki vegna ósættis heldur vegna þess að einn af höfundunum, Kate McKinnon, var ráðin til sjónvarpsþáttanna Saturday Night Live. HUSBANDS (2011), THE OUTS (2012), EASTSIDERS (2012) Þættir sem fjalla um sambönd samkynhneigðra hafa verið að sækja í sig veðrið á þessu formi enda oft erfitt að finna slíkum sögum stað innan hefðbundnari miðla þar sem þröngsýni hamlar oft framleiðslu. Hinir tveir fyrstu hafa notið töluverðra vinsælda en sá þriðji verður frumsýndur nú í desember. Felicia Day og Neil Patrick Harris í hlutverkum sínum í Dr. Horrible’s Sing-Along Blog
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.