Spássían - 2012, Blaðsíða 28

Spássían - 2012, Blaðsíða 28
28 hafa áhuga á bókum. Það mætti púkka meira upp á krakkana sem þó lesa og halda þar með áhuga þeirra við í stað þess að býsnast skuli sífellt yfir þeim sem ekki lesa.“ Meðal þeirra bóka sem íslenskir krakkar lesa eru bækur Gerðar. Þeirra á meðal er Garðurinn sem hlaut Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins árið 2010 og Marta smarta sem fékk Bókaverðlaun barnanna árið 2003. „Mér finnst gaman að skrifa fyrir börn og skrái sífellt hjá mér hugmyndir fyrir þær næstu. Sumar henta bara fyrir barnabækur og aðrar í fullorðinsbækur. Ég hefði aldrei skrifað barnabók um konu sem er rænt heiman frá sér og seld mansali og ég hefði aldrei ort bálk um konu sem setur kransaköku upp á bílþakið sitt svo bakkelsið hendist af um leið og hún ekur af stað. Mér finnst dásamlegt að hafa komist upp með að skrifa bæði fyrir börn og fullorðna án þess að vera stimpluð bara annað hvort. “ STEMNING FYRIR LJÓÐUM Í viðtali í Morgunblaðinu árið 2007 sagði Gerður „allt þetta tal um dauða ljóðsins“ ekki lýsa öðru en „ótta okkar við að missa það“. Henni fannst þessi ótti ástæðulaus þá og finnst það enn. „Ég fæ mikil viðbrögð við ljóðunum mínum. Íslendingar hafa áhuga á ljóðum og þeir allra hörðustu kaupa sér ljóðabækur. Sjálf finnst mér ég verða að eiga ljóðabækur uppáhaldsskáldanna minna og hef lesið sumar þeirra svo oft að blöðin hafa fyrir löngu losnað úr kilinum. Lágt muldur þrumunnar eftir Hannes Sigfússon er til dæmis býsna illa farin.“ Gerður er þegar farin að vinna að næstu bókum. „Ég er að skrifa skáldsögu þessa dagana fyrir fullorðna en síðan bíður mín bálkur. Aðalatriðið er að skrifa alltaf það sem mig langar mest til. Mig grunaði aldrei að Blóðhófnir félli jafn vel í kramið hjá lesendum og hann gerði og það var ekki nokkur maður sem bað mig um að yrkja þá bók.“ Aðalatriðið er að skrifa alltaf það sem mig langar mest til. Mig grunaði aldrei að Blóðhófnir félli jafn vel í kramið hjá lesendum og hann gerði og það var ekki nokkur maður sem bað mig um að yrkja þá bók.“ „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.