Spássían - 2012, Side 28

Spássían - 2012, Side 28
28 hafa áhuga á bókum. Það mætti púkka meira upp á krakkana sem þó lesa og halda þar með áhuga þeirra við í stað þess að býsnast skuli sífellt yfir þeim sem ekki lesa.“ Meðal þeirra bóka sem íslenskir krakkar lesa eru bækur Gerðar. Þeirra á meðal er Garðurinn sem hlaut Barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins árið 2010 og Marta smarta sem fékk Bókaverðlaun barnanna árið 2003. „Mér finnst gaman að skrifa fyrir börn og skrái sífellt hjá mér hugmyndir fyrir þær næstu. Sumar henta bara fyrir barnabækur og aðrar í fullorðinsbækur. Ég hefði aldrei skrifað barnabók um konu sem er rænt heiman frá sér og seld mansali og ég hefði aldrei ort bálk um konu sem setur kransaköku upp á bílþakið sitt svo bakkelsið hendist af um leið og hún ekur af stað. Mér finnst dásamlegt að hafa komist upp með að skrifa bæði fyrir börn og fullorðna án þess að vera stimpluð bara annað hvort. “ STEMNING FYRIR LJÓÐUM Í viðtali í Morgunblaðinu árið 2007 sagði Gerður „allt þetta tal um dauða ljóðsins“ ekki lýsa öðru en „ótta okkar við að missa það“. Henni fannst þessi ótti ástæðulaus þá og finnst það enn. „Ég fæ mikil viðbrögð við ljóðunum mínum. Íslendingar hafa áhuga á ljóðum og þeir allra hörðustu kaupa sér ljóðabækur. Sjálf finnst mér ég verða að eiga ljóðabækur uppáhaldsskáldanna minna og hef lesið sumar þeirra svo oft að blöðin hafa fyrir löngu losnað úr kilinum. Lágt muldur þrumunnar eftir Hannes Sigfússon er til dæmis býsna illa farin.“ Gerður er þegar farin að vinna að næstu bókum. „Ég er að skrifa skáldsögu þessa dagana fyrir fullorðna en síðan bíður mín bálkur. Aðalatriðið er að skrifa alltaf það sem mig langar mest til. Mig grunaði aldrei að Blóðhófnir félli jafn vel í kramið hjá lesendum og hann gerði og það var ekki nokkur maður sem bað mig um að yrkja þá bók.“ Aðalatriðið er að skrifa alltaf það sem mig langar mest til. Mig grunaði aldrei að Blóðhófnir félli jafn vel í kramið hjá lesendum og hann gerði og það var ekki nokkur maður sem bað mig um að yrkja þá bók.“ „

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.