Spássían - 2012, Blaðsíða 33

Spássían - 2012, Blaðsíða 33
33 LEIGUMORÐINGINN Leikfélag Akureyrar Höfundur: Aki Kaurismaki Leikstjórn og leikgerð: Egill Heiðar Anton Pálsson Þýðandi: Jórunn Sigurðardóttir Leikmynd, lýsing og hreyfimyndir: Egill Ingibergsson Búningar: Helga Mjöll Oddsdóttir Tónlist: Georg Kári Hilmarsson LEIKENDUR Aðalbjörg Árnadóttir, Anna Gunndís Guðmundsdóttir, Einar Aðalsteinsson, Hannes Óli Ágústsson og Helga Mjöll Oddsdóttir. HLJÓMSVEIT Davíð Jónsson, Eva Margrét Árnadóttir, Guðmundur Sigurpálsson, Linda Björk Guðmundsdóttir og Valberg Kristjánsson. ÞAÐ GLADDI MIG þegar ég var að glugga í leikskrá Leigumorðingjans í hléinu að Aki Kaurismaki hafi sótt sér fyrirmynd og innblástur í hinar snjöllu og geðþekku Ealing-kómedíur. Þessar bresku gamanmyndir sem kenndar eru við Ealing-kvikmyndaverið og voru framleiddar á árabilinu 1947 til 1957 byggjast gjarnan á skýrri og einfaldri sögu með sterkum „króki“ sem heldur athyglinni við efnið, rassinum á sætisbrúninni og fær þig til að gleyma að borða poppið. Þeir verða nú ekkert mikið sterkari, krókarnir, en í Leigumorðingjanum: Þegar Henri Boulanger missir vinnuna afræður hann að stytta sér aldur. Þegar það gengur ekki sem skyldi ræður hann leigumorðingja til verksins. Þegar hann verður svo ástfanginn og eignast lífsvilja að nýju þarf hann að afpanta þjónustuna, en það reynist ekki alveg einfalt mál. Til að koma þessu safaríka efni til okkar velur Egill Heiðar Anton Pálsson, eins og búast mátti við, að sprengja rammann. Við byrjum með leikurunum sjálfum á síðustu stundu að hefja vinnu við að segja okkur söguna. Við erum í bókstaflegri merkingu sett í hlutverk leikhúsgesta – erum stödd gestkomandi á vinnustað hópsins og honum ber að hinn þrítennti kalkúnn örlaganna Eftir Þorgeir Tryggvason MYNDIR: Leikfélag Akureyrar YFIRLESIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.