Spássían - 2012, Blaðsíða 31

Spássían - 2012, Blaðsíða 31
31 ANNA Í GRÆNUHLÍÐ eftir L.M. Montgomery astriki.is hin ástkæra unglingabók komin út í nýrri þýðingu klassískt verk í jólapakkann Listasafnið er á heildina litið fjörlega og vel skrifuð skáldsaga, uppfull af ímyndunarafli og stuði, og myndirnar – sem eru fjölmargar – gera bókina enn skemmtilegri. Sagan er þó ögn ruglingsleg og betra væri að fjalla nánar um færri atburði. Listasafnið er þó ágætur lokahnykkur í dágóðum þríleik, en ég hvet alla til að lesa fyrst hinar bækurnar tvær, sem eru mun betri en þessi, og í raun er nauðsynlegt að lesa þær til að geta notið Listasafnsins til fulls. ÓLÍVER er fyrsta barnabók Birgittu Sifjar, en hugmyndin að bókinni kviknaði á námskeiði í myndlýsingum barnabóka sem hún sótti við Anglia Ruskin-háskólann í Cambridge. Bókin kom fyrst út á ensku og er nú komin út á íslensku í þýðingu Sigþrúðar Gunnarsdóttur.  Ólíver er ætluð yngstu börnunum og söguna er hægt að lesa oft og mörgum sinnum. Bókin er í stóru broti og „liggur vel“ á borði, þ.e. hún helst vel opin og það er auðvelt að fletta síðunum, en þetta skiptir miklu máli fyrir litla fingur og búka sem ekki eiga auðvelt með að sitja með bækur í kjöltunni. Pappírinn er sterklegur og ætti að þola harkalega meðferð – sem oft eru örlög bóka er ætlaðar eru yngstu kynslóðinni.  Sagan heitir eftir aðalpersónunni, einfaranum Ólíver, sem hefur helst ekki samskipti við annað fólk og vill stundum hreinlega hverfa. Þetta er sýnt fremur en sagt en myndirnar sýna Ólíver sitja í strætó, lesa bók, fara á bókasafnið o.s.frv. og allt þetta gerir hann einn. Einfaraeðli hans er undirstrikað enn frekar með því að í kringum hann eru manneskjur, ýmist tvær og tvær saman eða þrjár, sem leiðast, horfa hver á aðra, lesa eða leika sér.  Ólíver kann raunar best við sig í félagsskap bangsanna sinna og gerir þá að þátttakendum í hverjum leik – og leikirnir eru ansi margir. Ímyndunarafl barnsins og fjör birtist ljóslifandi á síðunum þar sem pappakassi breytist í úlfalda, sófagarmur er hrörleg brú, gullfiskar úr pappír ummyndast í lífshættulega hákarla og sandkassaleikur verður fjársjóðsleit. Ímyndunaraflinu eru þó takmörk sett. Bangsarnir geta ekki klappað þegar Ólíver spilar á píanó, þeir kunna ekki að synda og eru lélegir mótherjar í tennis – enda taka þeir ekki á móti og tennisboltinn rúllar í burtu.  Þá hefst aldeilis spennandi ferðalag, Ólíver hendist á eftir boltanum, ryðst í gegnum frumskóg, yfir á og fjall og gegnum helli og undir lok ferðalagsins hittir hann Ólavíu, stelpu sem hann hefur aldrei séð áður. Samt var hún þarna allan tímann, þau vissu bara ekki hvort af öðru. Þegar bókin er skoðuð vandlega sést Ólavía á mörgum síðum, með nefið ofan í bók eða upptekin af bangsanum sínum, og alveg jafn ein og Ólíver.  Ferðalag Ólívers er ekki síður andlegt en líkamlegt og lögð er áhersla á það með litanotkun og blýantsstrikum, en saman mynda textinn, teikningarnar og litirnir eina heild og heillandi sögu. Sagan hefst í borginni og þá eru blýantsstrikin áberandi og föst og litirnir sem helst eru notaðir eru dempaðir: grár, brúnn, lillablár og gulur. Þegar Ólíver heldur af stað í leit að tennisboltanum breytist umhverfið smám saman. Hann ferðast úr borg í sveit, þarna eru kanínur og kindur, litirnir verða bjartari og blýantsstrikin ekki eins áberandi. Umhverfið lifnar við á sama tíma og vinátta krakkanna blómstrar. Í lok bókar er besta ævintýrið rétt að byrja eins og sést á síðustu opnunni þar sem búið er að strika yfir orðið „endir“ og undir stendur „byrjun“. Vonandi er það rétt og að lesendur fái í framtíðinni að fylgjast með fleiri ævintýrum Ólívers. Við erum öll sérstök Eftir Helgu Birgisdóttur Birgitta Sif. Ólíver. Þýðandi: Sigþrúður Gunnarsdóttir. Mál og menning. 2012. YFIRLESIÐ g a g n r ý n i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.