Spássían - 2012, Blaðsíða 50

Spássían - 2012, Blaðsíða 50
50 Á KÁPU þessarar nýjustu bókar Guðbergs Bergssonar er kort af Íslandi og yfir því sveima svartar uglur í veiðihug, sem vekur strax grun um að eitthvað sé ekki alveg eins og best verður á kosið á þessari afskekktu eyju. Á baksíðunni er skáldsögunni ennfremur lýst sem „harmrænni dæmisögu um Íslendinga samtímans“ – og vissulega er hún harmræn að því leyti að hún endar illa og sögupersónurnar standa jafn illa eða verr að vígi þá og í upphafi bókar. Sem dæmisaga er hún einnig harmræn þar sem hún sýnir fyrst og fremst neikvæða eiginleika íslensks þjóðfélags og þegna þess.  Hin eilífa þrá segir frá fólki í íslensku úthverfi og þjóðfélagsmyndin sem dregin er upp er býsna breið, allt frá miðaldra verkafólki og spilltum presti til unglinga í gagnfræðaskóla og gamalmenna á elliheimili. Eins og vill verða í bókum Guðbergs eru persónurnar margar óaðlaðandi og ekkert er dregið undan þegar kemur að lýsingum á því sem flestir forðast að tala eða hugsa um; fólkið borar í nefið, á sér alls kyns mis viðkunnanlega kynóra og kemur illa fram hvert við annað. Ádeila bókarinnar beinist einna helst gegn fíkn fólks í auðfengið fé og rauði þráðurinn sem gengur í gegnum alla bókina er lottómiði. Aðalpersónan, einrænn og sérlundaður maður sem kallaður er Feiti, er altekinn af lottói og tölum, lottóstúlka með hvíta hanska æsir hann kynferðislega og draumsýn hans er að vinna stóra vinninginn og eignast „lottóheimili“, fallegt með mörgum og skærum litum. Að lokum er það þó lottómiðinn sem veldur hinum harmræna endi þar sem saklaus maður fellur í valinn sökum peningagræðgi annarra.  Sjálfsblekking og lygi einkenna líf flestra sögupersónanna. Sannleikur er almennt illa séður meðal þeirra, því hann afhjúpar það sem á að vera falið, svo sem framhjáhald og almenna tvöfeldni. Sannleikurinn er til dæmis ekki hagstæður fyrir Íslendinginn sem kemur sér hjá því að kaupa SÁÁ-álfinn með því að segjast þegar hafa keypt hann; þessi sannleikur er óþægilegur fyrir alla aðila og því er best að láta satt kyrrt liggja. Sögumaðurinn talar ennfremur til lesenda og vekur athygli þeirra á því að þeir eru sjálfir ekkert betri en persónurnar, enda haldnir hnýsniþörf á háu stigi. Lygin sem bókin fjallar um endurspeglast einnig í innskotum sögumanns en hann útskýrir sviðsetningu og eigin frásagnaraðferð helst til nákvæmlega og oft fyrir lesendum og ábendingar hans eru stundum jafnvel ósannar og afvegaleiðandi. Þannig vekur sögumaðurinn athygli á því að enginn í þessari skáldsögu er undanskilinn ádeilunni – hvorki hann sjálfur, persónur né lesandinn.  Bloggpistlar Guðbergs Bergssonar hafa á undanförnum misserum vakið misjafna lukku, meðal annars fyrir að kalla femínisma „meyjarhaftavörn“ og tala um „stelpupussulæti“ í tengslum við nauðgunarkæru. Það ætti því að gleðja femíníska lesendur þessarar bókar að þær örfáu persónur sem sjá í gegnum eigin sjálfsblekkingu og annarra eru konur; filippeysk verkakona og táningsstelpa í hjólastól eru vonarglæturnar sem skína í lok bókar. SKÁLDSAGAN Það var ekki ég eftir þýsk-íslenska rithöfundinn Kristof Magnusson birtist íslenskum lesendum í lipurlegri þýðingu Bjarna Jónssonar. Þar segir frá fremur undarlegu þríeyki: Bankamanninum Jasper, verðlaunarithöfundinum Henry og Meike sem vinnur við að þýða skáldsögur Henrys úr ensku á þýsku. Þau lifa og hrærast í vinnunni og eiga í fáum, ef einhverjum, merkingarbærum samböndum við annað fólk. Öll eru þau óánægð með stöðu sína og óttast um leið að allt sem þau eiga, eru og standa fyrir muni í einni svipan glatast. Þessi ótti og hversu erfitt það er að horfast í augu við hann gerir það að verkum að leiðir þeirra liggja saman.  Jasper, Henry og Meike skiptast á að segja sögu sína, hvert með sinni röddu. Meike hefur flúið menningar- og menntaelítuna í Hamborg, skilið við eigimanninn og sest að í hrörlegu húsi í sveit þar sem hún bíður eftir næsta handriti til að þýða. Það lætur þó á sér standa því Henry þjáist af ritstíflu; hann hefur ekki skrifað staf í heilt ár og á að auki erfitt með að takast á við þá staðreynd að hann er að eldast og ævistarfinu senn að ljúka. Jasper í Chicago gerir hins vegar ekkert nema vinna; á sér ekkert félagslíf, sinnir varla fjölskyldunni. Hann hefur ekki einu sinni haft tíma til að setja saman eitt IKEA-skrifborð og þegar farsíminn hans sendir honum eftirfarandi áminningu „I dag: pabbi danardaegur“ (11) eyðir hann skilaboðunum, enda hefur hann ekki tíma fyrir neina tilfinningasemi. Hann mætir í bankann eldsnemma á morgnana eða um miðja nótt þar sem hann kaupir og selur og er alltaf við það að tapa öllu og eignast allt.  Röð tilviljana, klúður og misskilningur, einkenna fléttu sögunnar sem er ansi alvarleg þótt lesandinn glotti með. Sögur aðalpersónanna þriggja eru þó mis trúverðugar. Til dæmis er erfitt að trúa því að einn verðbréfamiðlari geti sett meira og minna allt hagkerfi heimsins á hausinn, sem og að verðlaunarithöfundur geti horfið svo að segja af yfirborði jarðar án þess að nokkur yppi öxlum. Best skrifuð er saga Meike sem heldur til Bandaríkjanna þegar ekkert bólar á handriti Henrys. Þar ná persónurnar þrjár saman og enda að lokum í sveitahúsi Meike þar sem segja má að þær hafi tapað öllu en um leið engu. YFIRLESIÐ Af lottómiðum og SÁÁ-álfum Eftir Ástu Kristínu Benediktsdóttur Guðbergur Bergsson. Hin eilífa þrá. Lygadæmisaga. JPV. 2012. Að eiga allt og ekkert Eftir Helgu Birgisdóttur Kristof Magnusson. Það var ekki ég. Þýðandi: Bjarni Jónsson. Mál og menning. 2012. g a g n r ý n i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.