Spássían - 2012, Blaðsíða 35

Spássían - 2012, Blaðsíða 35
35 Á EFRI HÆÐ safnsins er vinnustofa listamannsins en á þeirri neðri er íbúð hans með upprunalegu innbúi og ýmsum munum. Á safninu standa nú yfir tvær sýningar, önnur á efri hæð hússins og hin á neðri hæð. Ásgrímur Jónsson (1876-1958) var einn brautryðjenda íslenskrar myndlistar og einn sá afkastamesti. Hann ánafnaði íslensku þjóðinni húseign sína að Bergstaðastræti 74 og öll verk í eigin eigu. Safnið var fyrst opnað um 1960 í húsi hans en varð frá árinu 1988 sérstök deild innan Listasafns Íslands. Annað íslenskt safn hefur að geyma vinnustofu og íbúð listamanns, safn Einars Jónssonar, en það var byggt sérstaklega sem safn, sýningarsalur, vinnustofa og íbúð listamanns. Safn Ásgríms var hins vegar upprunalega heimili listamannsins og varð einungis að safni eftir hans dag. Safnið hefur því mikla sérstöðu hérlendis. Ásgrímur var fyrstur íslenskra listmálara til að gera myndlistina að aðalstarfi sínu og átti að baki 60 ára listamannsferil þegar hann lést á níræðisaldri. Íslensk náttúra, þjóðsögur og ævintýri sem og fjöldi sjálfsmynda einkenna listsköpun hans. Allt frá upphafi var aðalviðfangsefni Ásgríms íslensk náttúra og lagði hann grunninn að íslenskri landslagslist. Hann var auk þess mikilvægur þjóðsagnateiknari. Ásgrímur stundaði nám í Listaháskóla Kaupmannahafnar á árunum 1900-1903. Hann var búsettur í Kaupmannahöfn næstu árin en ferðaðist um Ísland á sumrin og málaði myndir, gjarnan á óvenjulegum og sjaldséðum stöðum svo sem á hálendinu. Fyrstu verkin voru í anda natúralisma og rómantíkur en seinna á ferlinum gætir einkum áhrifa impressjónisma og expressjónisma. Ásgrímur ferðaðist til Ítalíu á árunum 1908-1909. Hann var tæp tvö ár í ferðinni og fór meðal annars til Rómar, Flórens, Napolí og Feneyja. Hann hreifst mjög af ítalskri list frá miðöldum og frá endurreisnartímanum og hafði sérstakan áhuga á málurunum frá Siena. Hann kynntist litum feneysku málaranna og formáherslu Flórensmálaranna. Ásgrímur kom einnig við í þýskum borgum, til að mynda í Weimar og í Berlín þar sem hann heimsótti söfn og sá meðal annars verk þýsku endurreisnarmálaranna Cranach (1472- 1553) og Grunewald (1470 -1538) sem heilluðu hann mjög enda einstakir í meðferð lita og expressífir málarar. Hann sá einnig á ferð sinni verk frönsku impressjónistanna sem höfðu djúpstæð áhrif á hann, einkum Claude Monet. Ásgrímur kynnti sér einnig Rembrandt af mikilli athygli, en hann var sem kunnugt er mikill sjálfsmyndamálari og það þema var Ásgrími einkar hugleikið. Árið 1909 fluttist Ásgrímur aftur til Íslands og hóf að rannsaka og túlka íslenska náttúru enn frekar og skoða áhrif ljóss í anda impressjónisma. Eftir 1940 verður list Ásgríms expressífari og er þá athygli hans einkum á litum og tilfinningalegum eiginleikum þeirra. Verkin verða litsterkari og tilfinningaþrungnari með tímanum og má þá til dæmis nefna verkið Djákninn á Myrká (1947) þar sem grænni birtu slær á drungalegar verur myndarinnar. Sömu áhugaverðu litanotkunina má sjá í verkinu Íslensk stúlka (1942) þar sem lit-mótun andlits minnir á litanotkun hjá Matisse t.d. í verkinu Portrait af frú Matisse (fr. Portrait de Madame Matisse) nefnd Græna rákin (fr. La Raie verte) (1905). INNSÝN Í LISTSKÖPUN ÁSGRÍMS Í Ásgrímssafni standa nú yfir sýningarnar Fornmenn og Umhverfis landið á fáeinum áratugum. Sýningarnar veita góða innsýn í listsköpun Ásgríms og eru á báðum hæðum hússins. Safnstjóri Listasafns Íslands, Halldór Björn Runólfsson, er hugmyndasmiður sýningarinnar og standa þær til áramóta en þá tekur ný sýning við. FORNMENN Á fyrri sýningunni, Fornmenn, sem er á efri hæð hússins í vinnustofu listamannsins, má sjá verk úr íslenskum fornbókmenntum. Hér er einkum um að ræða fjölda vatnslitamynda og olíumálverkið Gunnar og Kolskeggur (1915-1920). Nokkrar vatnslitamyndir á sýningunni bera þennan sama titil (úr Njálu). Þær eiga það flestar sameiginlegt að sýna okkur hvar Gunnar og Kolskeggur heilsast með handabandi. Annar er á hestbaki og standa þeir ýmist á gulum eða gulgrænum grasfleti. Litanotkun Ásgríms er sterk og tjáningarrík. Mennirnir eru íklæddir litsterkum skikkjum: önnur rauð og hin blá. Í baksýn sjáum við fjöll, vatn og oftast dramatískt skýjafar. Önnur vatnslitamynd sem ber titilinn Úr Sturlusögu (Flugumýrarbrenna) (1910-15) hefur að geyma enn dramatískara skýjafar í líkingu við það sem sjá má í verkum Það er mikið gleðiefni að Safn Ásgríms Jónssonar, sem var lokað í fjölda ára, er nú aðgengilegt almenningi á ný. Safnið var opnað á íslenska safnadeginum þann 8. júlí 2012 og er einstakt að því leyti að þar má bæði sjá hvar og hvernig listamaðurinn bjó og hvar hann starfaði. Eftir Huldu Hlín Magnúsdóttur ÁSGRÍMSSAFN opnað að nýju YFIRLESIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.