Spássían - 2012, Blaðsíða 55

Spássían - 2012, Blaðsíða 55
 2 55 SÖGULEGAR skáldsögur og skáldsögur sem takast það á hendur að endurrita fortí ðina á einhvern hátt setja sterkan svip á jólavertí ð ársins 2012, og er athyglisvert að tólf árum eft ir aldamóti n virðist uppgjörið við síðustu öld í algleymingi. Ef ti l vill hefur það haft sín áhrif að undanfarin ár höfum við beint sjónum að afl eiðingum efnahagshrunsins og aðdraganda þess á fyrstu árum 21. aldarinnar. Það endurlit litaðist stundum óþægilega mikið af hefðbundnum vísunum ti l horfi ns tí ma og „gömlu góðu gildanna“. Undirliggjandi skilaboð voru oft þau að við hefðum óvart og tí mabundið villst af rétt ri leið og athyglinni var fyrst og fremst beint að undanförnum áratug í því samhengi. Hrunið er alls ekki útrætt mál í bókmenntunum en hverfi punkturinn hefur færst aft ar og nú liggur 20. öldin meira og minna öll undir. „Hvar vorum við?“ eru fyrstu orðin í skáldsögunni Fjarverunni eft ir Braga Ólafsson, sem hefst árið 2001, og í lokin er varpað fram annarri spurningu: „Hvað gerðist hérna?“. En í stað þess að færa okkur svarið virðist fortí ðin aðeins færa okkur fl eiri og fl óknari spurningar, eins og fj allað er um nánar hér aft ar í blaðinu. Er þjóðarsagan sem við festum í sessi á 20. öld, og byggjum menningu okkar og sjálfsmynd á, lituð af þjóðernishyggju og kynþátt ahatri? Er hún sprotti n upp af þeirri sjálfsblekkingu að við getum fi rrt okkur allri ábyrgð, persónulega og sem þjóð, í hinu stærra samhengi? Verðum við að endurskoða sögu okkar frá grunni? Sögulega skáldsagan hefur löngum verið tæki ti l slíkrar endurritunar fortí ðarinnar með augum samtí ðarinnar og því er ef ti l vill ekkert undarlegt við það hversu áberandi hún er um þessar mundir. En í skáldsögum ársins má einnig sjá margar áminningar um að slík endurritun sögunnar fer ekki aðeins fram á virðulegum síðum sögulegra rita heldur í persónulegu lífi okkar hvers og eins. Heimilið, hið smáa og hið persónulega, er líka undir smásjánni sem hluti af hinu stóra, sögulega samhengi. Þar fer endurritun sögunnar fram á hverjum einasta degi. ÞAKKIR FJÖLBREYTT UMRÆÐA lifandi menning s gunnarEndurritun Borómír var gerður andsnúinn Aragorn í fyrstu myndinni þrátt fyrir vinskap þeirra í bókinni, togstreitu troðið inn á milli Fróða og Sáms áður en haldið er inn í Skellubæli í þeirri þriðju og tveimur splunkunýjum atburðum bætt inn í miðjumyndina: ti lefnislaus árás Varga var sett á svið ti l að búa ti l óþarfa hasarsenu á leiðinni að Hjálmsdýpi og góðlátri persónu Faramírs var umbreytt í nokkurs konar „vondan karl sem sér villur vegar síns“-týpu sem vill ræna hringnum frá Fróða ti l að skapa dramatí skan hápunkt fyrir endalok myndarinnar. Stórir hlutar sögunnar voru endurskrifaðir á þennan máta ti l að aðlagast meginstraumshefðunum, en öll þessi atriði gerðu púrítana bálreiða og hafa kynt undir viðlíka áhyggjum varðandi fyrirhugaðan þríleik Hobbitans.  Enn fremur gerði Jackson ákveðnar breyti ngar á Hringadrótti nssögu sem gætu haft afgerandi áhrif á þráðinn í Hobbitanum, einkum og sér í lagi ef Jackson ætlar að viðhalda samhengi á milli eigin kvikmynda. Þar ber ti l dæmis að nefna myndræna framsetningu á því þegar Fróði setur upp hringinn og hverfur inn í myrkraheim, en í Hobbitanum upplifi r Bilbó aldrei slíkt þegar hann setur á sig hringinn, heldur verður einfaldlega ósýnilegur. Tolkien þurft i sjálfur að glíma við þett a ósamræmi á milli verkanna og gerði það með því að láta hringinn ekki færast nær myrkraheimum fyrr en töluvert langt er liðið á fyrsta bindi Hringadrótti nssögu. Fróði upplifi r ekki myrkrið fyrr en hann er kominn að Amon Hen í lok Föruneyti sins og almenn túlkun er að hringurinn „vakni“ í raun ekki fyrr en þá. Í kvikmyndauppfærslunni fylgir myrkrið Fróða hins vegar frá upphafi og Jackson hefur sagt í viðtali að hann ætli að halda sig við sína myrkraveröld í Hobbitanum með því að láta Bilbó færast þangað smátt og smátt eft ir því sem hann notar hringinn oft ar, þótt sá heimur verði ekki alveg jafn martraðarkenndur og hjá Fróða. Þett a færir tí maramma Tolkiens í töluvert rugl og gerir að verkum að hringurinn er farinn að „vakna“ miklu fyrr, sem er augljóst merki um að Jackson hafi tekið söguna í eigin hendur og ætli að taka að sér töluverð endurskrif á Hobbitanum.  Versta misræmið sem Jackson stendur frammi fyrir er þó framsetningin á sjálfum Sáron. Í sinni útgáfu af Hringadrótti nssögu ákvað Jackson að skrifa Sáron þannig að hann hafi enn ekki tekið fast form. Þess vegna hangir hann sem auga uppi á turninum í Barad-Dûr allan þríleikinn. Tolkien gefur hins vegar sterklega í skyn að Sáron sé löngu orðinn líkamlegur í Hringadrótti nssögu, þótt hann haldi sig í felum. Í Silmerillinum er t.d. útskýrt að skuggi Sárons hafi komið sér fyrir í suðurhluta Myrkraviðar, vaxið þar og tekið á sig mynd í virkinu Dol Guldur, og síðan fl úið þaðan ti l Mordor eft ir að Gandalfur og félagar gerðu atlögu að honum. Þar sem Jackson ætlar að fylgja þræðinum um Sáron í Hobbitanum hefur hann fest sjálfan sig á milli steins og sleggju: annað hvort fylgir hann bókinni og sýnir Sáron í líkamlegu formi (og gerist því sekur um ósamræmi við eigin kvikmyndir) eða hann heldur Sáron ólíkamlegum og brýtur aft ur gegn texta Tolkien. Þriðji valmöguleikinn er að hann skrifi inn eitt hvað alveg nýtt , sem er einmitt það sem púrítanarnir ótt ast hvað mest, enda hikaði leikstjórinn ekki við að tvinna eigin uppspuna saman við fyrri þríleikinn.  En fyrir utan slíkar villur og misræmi þá eru margir einfaldlega smeykir um að Jackson sé að fj arlægast upphafl egu söguna of mikið einmitt með því að blanda inn öllu því sem Tolkien sá sóma sinn í að halda aðskildu. Þó ber ekki að afskrifa það sem „ranga“ nálgun, því vel má vera að útkoman reynist áhugaverð og frumleg og óneitanlega verður forvitnilegt að sjá hvernig Jackson reynir að sjá fyrir sér tengingar sem við vitum að Tolkien velti fyrir sér á sínum tí ma. Ljóst er að Legolas snýr aft ur, að Ráðagestur fær stærra hlutverk, að hringurinn verður meiri ógn og Sáron verður áberandi persóna. Jackson stefnir á ótroðnar slóðir og það verður spennandi að fylgja honum eft ir á ferðalaginu út og heim aft ur. Kannski er sjálfselskt af honum að taka sér slíkt skáldaleyfi með sögu Tolkiens, en aðalatriðið er að líta ekki á væntanlegan þríleik sem bókstafl ega aðlögun, heldur fyrst og fremst sem endursögn á verkinu í víðum skilningi sem mun óhjákvæmilega verða mjög ólík bókinni. Áhorfendur þurfa einfaldlega að vera meðvitaðir um að fyrirhugaður þríleikur verður blanda af túlkun leikstjóra sem vílar ekki fyrir sér að snúa út úr söguefninu og þeirri útgáfu af Hobbitanum sem Tolkien reyndi að skrifa en gafst upp á, en ekki beinlínis aðlögun á upprunalegu bókinni. Fyrir þá sem vilja sjá mynd sem kemst nær fí lingnum í henni bendi ég frekar á Rankin-Bass teiknimyndina frá 1977, þar sem barnslegur ævintýratónninn fær að halda sér í gegn. Jackson og félagar ætla hins vegar að þvinga áhorfendur ti l að skynja verkið á nýjan hátt og það þarf alls ekki að vera slæmt, þótt það verði vafalaust öðruvísi saga en sú sem Tolkien lét frá sér. HEIMILDIR Empire. The Hobbit: An Unexpected Journey. The Ulti mate Issue, 282. tbl., desember 2012. The Hobbit Movie Forum. Vefsíða: the-hobbit-movie.com/ forum/, síðast skoðuð 15. nóvember 2012. The Nit Picker’s Guide to the Lord of the Rings. Vefsíða: jackfl annel.org/lotr/, síðast skoðuð 15. nóvember 2012. Rateliff , John D., The History of the Hobbit, fyrri og seinni hluti , London, HarperCollins, 2008. Tolkien, J.R.R., Hobbiti nn eða Út og heim aft ur, Þorsteinn Thorarensen íslenskaði, Reykjavík, Fjölvaútgáfan, 1997. Tolkien, J.R.R., The Lett ers of J.R.R. Tolkien, ritstýrt af Humphrey Carpenter með aðstoð Christopher Tolkien, London, HarperCollins, 2006. Tolkien, J.R.R. The Lord of the Rings. 1-3 hluti . London, HarperCollins, 1997. Tolkien, J.R.R. The Silmarillion, ritstýrt af Christopher Tolkien, London, HarperCollins, 1999. Tolkien, J.R.R. Unfi nished Tales of Númenor and Middle-earth, ritstýrt af Christopher Tolkien, London, HarperCollins, 2009. Sáronöo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.