Spássían - 2012, Blaðsíða 19

Spássían - 2012, Blaðsíða 19
19 SÝNINGIN Vetrarbúningur var opnuð föstudaginn 9. nóvember í Listasafni Íslands. Halldór Björn Runólfsson safnstjóri opnaði sýninguna ásamt Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að viðstöddum fjölda gesta. Í ræðum þeirra kom meðal annars fram hve veturinn geti verið skapandi tími og að hér hafi verið ákveðið að sýna brot úr safneign listasafnsins með þetta þema í huga. Listasafn Íslands er meginsafn íslenskrar myndlistar og safneignin nær fyrst og fremst yfir íslenska list 19. og 20. aldar en einnig eru í eigu þess ýmis erlend verk. Þau verk sem til sýnis eru að þessu sinni eru öll eftir íslenska listamenn. Sýningarstjóri vetrarsýningarinnar er Sigríður Melrós Ólafsdóttir.  Sýningin er afar fjölbreytt og veitir innsýn í myndlist fjölda listamanna. Elsta verkið er frá 1909 og það yngsta frá 2009. Á sýningunni er teflt saman hinum ýmsum stílum, stefnum og tímabilum myndlistarinnar. Hér gefur að líta fígúratíf og abstrakt verk auk innsetningar og skúlptúra. Verkin eiga vetrareinkenni sameiginleg á einn eða annan hátt svo sem myrkur, snjó, kulda eða vetrarbirtu og bera margar hverjar vetrarlegan titil. Verk sem tengjast þjóðsögum og ævintýrum er einnig að finna á sýningunni því þær tengjast gjarnan vetri og myrkri. Í því samhengi má einna helst nefna verk Ásgríms Jónssonar.  Sýningin er í sölum eitt og þrjú auk verka á göngum safnsins. Í sal eitt er að finna fjölda verka eftir þjóðþekkta íslenska listmálara, meðal annars Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Nínu Tryggvadóttur, Svavar Guðnason, Georg Guðna og Kristinn Pétursson. Þegar gengið er inn í salinn eru abstrakt verk á hægri hönd en fígúratíf og eldri verk á vinstri hönd. Innst í salnum til hægri er nýleg innsetning eftir Halldór Ásgeirsson sem fjallar um norðurljósin. Verkið er í lokuðu hvítu rými þar sem litríkar glerflöskur, sem festar eru á borð, hringsnúast og varpa marglitum skuggum á veggi rýmisins. Annað eldra verk á sýningunni sýnir norðurljósin á hefðbundnari hátt þar sem norðurljós dansa yfir snævi þöktu íslensku landslagi.  Á sýningunni má sjá þónokkur verk í hvítum og bláum litum sem minna okkur á veturinn, t.d. abstrakt og expressíft verk eftir Kristján Davíðsson (Untitled) frá 1996. Verkið sýnir okkur blá og örlítið svört form á stórum hvítum fleti. Annað abstrakt verk á sýningunni með ríkjandi bláum og hvítum litum er eftir Nínu Tryggvadóttur. Svavar Guðnason á eitt öllu litríkara abstraktverk á sýningunni sem sýnir flesta liti og minnir þannig á litrík vetrarverk Kjarvals á efri hæð safnsins.  Fígúratífar myndir sem innihalda snjó, hvíta og bláa tóna, má einnig sjá á sýningunni, til dæmis verkið Myrkur, snjór, kuldi og vetrarbirta eru allsráðandi í þeim verkum sem nú eru til sýnis í Listasafni Íslands. Sýningin er góð kynning á ýmsum stefnum íslenskrar myndlistar þar sem hún spannar um hundrað ára bil, og gefur almenningi tækifæri til að kynnast sýnishorni af hinni miklu safneign Listasafns Íslands. Eftir Huldu Hlín Magnúsdóttur LISTASAFN ÍSLANDS Í VETRARBÚNINGI YFIRLESIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.