Spássían - 2012, Blaðsíða 32

Spássían - 2012, Blaðsíða 32
32 HJALTLANDSLJÓÐ í þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar er tvímála safn ljóða eftir helstu samtímaskáld Hjaltlandseyja. Aðalsteinn hefur valið ljóð ellefu skálda til þýðingar og eru þau eins misjöfn og þau eru mörg. Meirihluti skáldanna yrkir á hjaltlensku, sem er í raun skosk mállýska og á rætur að rekja til norræns tungumáls sem er nú útdautt. Í eftirmála gerir Aðalsteinn grein fyrir hjaltlenskum bókmenntum og áhuga sínum á þessu tungumáli eða mállýsku. Hann er ekki einn um þennan áhuga, því tungumálið er einmitt viðfangsefni meirihluta skáldanna, þar sem tilfinning fyrir sérstöðu þess er rík, og samstaða um varðveislu þess er áberandi. Í gegnum tungumálið tengjast skáldin landinu, það er þeim innblástur: „Næðingurinn frá Hvarfhæð / kemur út á mér tárum og hristir/ hljóðlát ljóð til jarðar“ (151), „stattu í skjóli við steindranga / horfðu á stjörnurnar / og teldu þér trú um að það sé 21sta öldin“ (51). Náttúran og sjórinn gegna veigamiklu hlutverki hjá skáldunum, tveir þættir sem eru augljóslega mjög afgerandi partur af sjálfsmyndarsköpun Hjaltlendingsins. Þau skáld sem yrkja á hjaltlensku eru mjög meðvituð um hættuna á því að tungumálið verði með öllu útdautt og oft fylgir þeim ljóðum tilfinning fyrir einhvers konar upprunaleit, eins og í ljóðinu „Viðurkenning“: „Ég rakst á hann langa langa / langa langa langa langafa minn / … / Það hljómaði eins og hollenska fannst mér / eða færeyska – ég skildi ekki orð / en seildist í minni mitt / … / Hann þekkti mig vel“ (103). Annað ljóð, „Einangrunarstefna: Síðasti málsvari norrænu í sókninni“ fjallar um hina upprunalegu norrænu og hvernig hún er eingöngu varðveitt í heitum á blómum og fuglum: „Ekkert nema fuglarnir og blómin / hét nú sínum réttu nöfnum“ (107). Aðalsteinn velur þó ekki bara ljóð sem bera ást skáldanna á tungumálinu og náttúrunni vitni, mörg ljóðin eru hrein og bein nútímaljóð, vangaveltur um hversdaginn og leikur að myndmáli: Still, Caalm Hljóður, stilltur (brot) … … still hljóður wi a free haert með hjartað frjálst dream du dreymi þig caalm stilltur laek mareel watter eins og merlandi vatn (152) (153) Þetta er ljóðasafn sem á fullt erindi við Íslendinga, enda eiga Hjaltlendingar afskaplega margt sameiginlegt með okkur. Í gegnum ást sína á tungumálinu, sjónum, landinu og upprunanum snerta ljóðskáldin við Íslendingnum og skapa samkennd milli okkar og þessa fjarlæga frændgarðs. Hljóðlát ljóð Eftir Kolbrúnu Lilju Kolbeinsdóttur Hjaltlandsljóð. Þýðandi Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Dimma. 2012. FALLEGAR BÆKUR Í JÓLAPAKKANN LESSTOFAN | s. 577 1105 | lesstofan@lesstofan.is | www.lesstofan.is | facebook.com/lesstofan | twitter.com/lesstofan ÞÁ FYLGIR ÞESSI FRÍTT MEÐ!EF ÞÚ KAUPIR ÞESSAR TVÆR Á HEIMASÍÐU LESSTOFUNNAR YFIRLESIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.