Bændablaðið - 04.06.2020, Síða 2

Bændablaðið - 04.06.2020, Síða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 20202 Icelandic Lamb veitti í dag níu veitingastöðum viðurkenningu sína, Icelandic Lamb Award of Excellence, við hátíðlega athöfn í Vinnustofu Kjarvals í Austurstræti í Reykjavík. Þetta var í fjórða sinn sem viður­ kenningarnar eru veittar, en þær hljóta veitingastaðir sem þykja hafa skarað fram úr í framreiðslu á íslensku lambakjöti ár hvert. Að þessu sinni var sú nýbreytni viðhöfð að veitingastöðunum var skipt í þrjá flokka; sælkeraveitingastaðir (fine dining), bistro og götumatur – og fimm veitingastaðir tilnefndir í hverjum flokki. Eliza Reid forsetafrú ávarpaði samkomuna og veitti viður kenning­ ar nar. Eftirtaldir staðir hlutu að þessu sinni viðurkenningar: Sælkeraveitingastaðir • Geysir Hótel Restaurant • Hver Restaurant • Silfra Restaurant Einnig voru tilnefnd: Geiri Smart og Fiskfélagið. Bistro • Heydalur • KK Restaurant • Mímir Einnig voru tilnefnd: Lamb Inn og Forréttabarinn. Götumatur • Fjárhúsið • Lamb Street Food • Le Kock Einnig voru tilnefnd: Shake & Pizza og Icelandic Street Food. Um 180 veitingastaðir eru í sam­ starfi við Icelandic Lamb um notk­ un á félagamerki við kynningu og markaðssetningu á íslensku. Í ávarpi sínu fagnaði Elizu Reid þeim árangri sem náðst hefur í markaðssetningu á íslensku lambakjöti til ferðamanna með átaksverkefninu. Hún sagði að hægt væri að draga þá ályktun að starf Icelandic Lamb og notkun samstarfsaðila á merki þess hafi skilað allt að 23 prósenta aukn­ ingu á neyslu ferðamanna á íslensku lambakjöti. Hún minnti sérstaklega á mikilvægi þess hlutverks sem veitingastaðir og matreiðslumenn spila þegar kynna á land og þjóð erlendis. „Matur er besta leiðin til þess að kynna fólki fyrir íslenskri hefð og menningu. Þegar ég er erlendis finnst mér alltaf gaman að tala um matarmenninguna hér og ekki síst íslenskt lambakjöt,“ sagði hún. Sæmundur Kristjánsson, Guð­ björg Gissurardóttir og Pétur Snæbjörns son sátu í dómnefndinni, en hún lagði mat á markaðs­ og kynningar efni staðanna, auk fag­ legrar þátttöku þeirra í samstarfs­ verkefninu. /smh FRÉTTIR Einungis 5,96% af eftirspurn var í boði á fyrsta mjólkurkvótamarkaði ársins: Næsti markaður er fyrirhugaður 1. september og áhersla er enn lögð á þak á kvótaverð Þann 1. apríl síðastliðinn fór fram fyrsti markaðurinn með greiðslumark sem samið var um við endurskoðun á samstarfs- samningi um nautgriparækt milli ríkis og bænda á síðasta ári. Næsti markaður er fyrirhugaður 1. sept em ber. Einungis voru boðnir 596.046 lítrar af mjólk, eða um 5,96% af því sem óskað var eftir að kaupa, eða 9.836.190 lítra. Þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist til Bændablaðisns varðandi uppboð í apríl sem virðist hafa farið framhjá mörgum kúabænd­ um. Upplýsingar hafa eigi að síður legið frammi, m.a. á vefsíðunni naut.is. Alls bárust 227 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði fyrir greiðslumark mjólkur, þann 1. apríl 2020. Voru tilboð send með rafrænum hætti í gegnum afurð.is. Greiðslumark sem viðskipti náðu til eftir opnun tilboða (jafnvægis­ magn) voru 585.9 lítrar að andvirði 108.406.485 kr. • Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 9 • Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 218 • Fjöldi kauptilboða undir jafn­ vægisverði voru 4 • Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 586.046 lítrar • Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru 9.836.190 lítrar • Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafn­ vægismagn) voru 585.9 lítrar að andvirði 108.406.485 kr. Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði 185 kr./l. eða lægra seldu sitt greiðslumark. Atvinnuvega­ og nýsköpunarráðu­ neytið sendi öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gerir breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálg­ ast í AFURÐ og á Bændatorginu. Næsti kvótamarkaður verður 1. september og sá þriðji í nóvember Næsti markaður með greiðslu­ mark mjólkur á að fara fram þriðjudaginn 1. september næst­ komandi. Þurfa bændur að skila inn tilboðum um kaup og sölu í gegnum afurð.is fyrir 10 ágúst. Þá átti þriðji kvótamarkaður ársins að fara fram 1. nóvember næstkom­ andi, en þar sem þá dagsetningu ber upp á sunnudag færist mark­ aðurinn yfir á 2. nóvember. Skila þarf inn tilboðum fyrir það uppboð fyrir 10. október. Seljanda er einungis heimilt að bjóða til kaups á septembermarkaði það magn greiðslumarks sem hann hefur ekki þegar nýtt innan verð­ lagsársins fyrir innlegg í afurða­ stöð. Er það sama fyrir komulag og gilti fyrir uppboðið í apríl. Deilt um fyrirkomulag Mjög hart var tekist á um það í aðdraganda þessa uppboðs hvort framboð og eftirspurn ætti al­ farið að stýra kvótaverðinu eða hvort setja ætti þak á verðtilboð. Lendingin varð sú að leggja það til við ráðherra að hámarksverð gæti aldrei orðið hærra en þrefalt lágmarksverð mjólkur til framleið­ enda. Við opnun tilboða 1. apríl um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur kom fram jafnvægisverð á markaði krónur 185 kr. fyrir hvern lítra mjólkur. Það var ákvörðun landbúnaðarráðherra og að tillögu framkvæmdanefndar búvörusamn­ inga að setja hámarksverð sem var 185 kr. fyrir hvern lítra mjólkur. Tilboðin tóku nær undantekningar­ laust mið af þessu hámarksverði. Áfram lögð áhersla á hámark á kvótaverði Varðandi næsta kvótamarkað er ekki ljóst hvaða hámarks­ verð verður sett á hvern lítra. Framkvæmdanefnd búvörusamn­ inga átti eftir að taka afstöðu til þess þegar síðast var vitað. Um þetta var hins vegar rætt í stjórn Landssambands kúabænda þann 20. apríl, en þar segir: „Fundur framkvæmdanefndar búvörusamninga verður haldinn fljótlega. Umræður um þróun á kvótamarkaði og hámarksverð. Stjórn sammála að stöðugleiki verði að vera svo bændur viti að hverju þeir ganga. Ekki sé hægt að taka ákvörðun um fyrirkomu- lag fyrir hvern markað með þeirri óvissu sem því fylgir. Áfram verður lögð þung áhersla á að hámark sé á kvótaverði.“ Heildargreiðslumark mjólkur að verðmæti 28 milljarðar Fjöldi mjólkurframleiðenda á Íslandi er 551 og ráða þeir yfir greiðslumark sem nemur 145 millj­ ónum lítra á árinu 2020. Miðað við lítraverð á síðasta uppboði má segja að heildarverðmæti þessa greiðslumarks sé rúmlega 28 millj­ arðar króna. Mjólkurframleiðslan á árinu 2019 var meiri en greiðslumark segir til um, eða 151,8 milljónir lítra, og nýtur umframframleiðslan ekki stuðnings í kerfinu. Sala á mjólk á árinu 2019 nam síðan 147 milljón lítrum samkvæmt tölum Landssambands kúabænda. Framleiddu 4.826 tonn af kjöti í fyrra Kúabændur framleiða umtals­ vert af kjöti og nam nautakjöts­ framleiðslan á árinu 2019 4.826 tonnum. Fór það langt í að seljast upp, en salan um síðustu áramót var orðin 4.818 tonn. /HKr. Bændur að skila inn tilboðum um kaup og sölu á mjólkurkvóta sem fara á á næsta markað með greiðslumark í fyrir 10 ágúst. www.kofaroghus.is - sími 553 1545 339.000 kr. Tilboðsverð BREKKA 34 - 9 fm 518.000 kr. Tilboðsverð STAPI - 14,98 fm 389.000 kr. Tilboðsverð NAUST - 14,44 fm 34 mm 34 mm44 mm Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar VORTILBOÐ Á GARÐHÚSUM! Níu veitingastöðum veitt viðurkenning Icelandic Lamb Fulltrúar veitingastaðanna sem tóku við viðurkenningunni Icelandic Lamb Award of Excellence, ásamt Elizu Reid forsetafrú.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.