Bændablaðið - 04.06.2020, Qupperneq 7

Bændablaðið - 04.06.2020, Qupperneq 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 2020 7 Sigurður Rúnar Friðjónsson hóf fyrst störf hjá Mjólkursamlaginu í Búðardal árið 1964, þá 13 ára gamall, við framleiðslu á kaseini sem sumarstarfsmaður og komst á samning þar 1967. Eftir nám í Dalum mejeriskole, þaðan sem hann útskrifaðist sem mjólkurtæknifræðingur árið 1971, starfaði hann við framleiðslu, vöru- þróun og verkstjórn hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík til 1977. Þá tók hann við starfi mjólkurbústjóra hjá Mjólkursamlaginu í Búðardal. Þar starfaði hann til 2006 auk þess sem hann tók þótt í sameiningum í mjólkuriðnaðinum. Þannig var hann bústjóri Mjólkursamlags Vestur-Barðstrendinga 1993–1999, MS Hvammstanga 1999–2002 og MS Ísafjarðar september 2002 , til 31. des- ember 2006. Meðfram þessum störfum var hann einnig oddviti Dalabyggðar 1986–1998 og varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1991–1995. Sigurður fluttist svo til Akureyrar árið 2007 þar sem hann tók við sem mjólkur- bústjóri á Akureyri og Egilsstöðum. Árið 2012, eftir 30 ára störf sem farsæll mjólkurbústjóri, færði hann sig yfir í vöruþróun hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík þar sem hann starfaði til 2020. Sigurður hefur á starfsævi sinni komið nálægt vöruþróun af mörgum af helstu mjólk- urvörum Íslendinga, þar á meðal Kókómjólk, sýrðan rjóma, mygluostaframleiðslu á borð við Brie og Dalayrju og LGG. Sigurður hefur margoft komið við sögu í umfjöllun fjölmiðla. Sem dæmi var í Morgunblaðinu þann 7. júlí 1984 mikil grein um 20 ára afmæli Mjólkursamlags Búðardals þar sem Sigurður var við stjórnvölinn. Í Tímanum 28. október 1988 var greint frá opnun Ostabúðarinnar í Kringlunni sem rekin var af Osta- og smjörsölunni sf. Í forsíðufrétt Bændablaðsins 19. maí 1998 er greint frá „nýja mjólkurdrykknum LGG+“ sem hafði þá slegið í gegn hjá neytendum og er enn í framleiðslu. Mjólkursamlagið í Búðardal framleiddi drykkinn og var eftirspurn meiri en svo að það tækist að anna henni. Í Morgunblaðinu þann 8. febrúar 1997 var greint frá því er íslenskir sauðaostar frá Mjólkursamlaginu í Búðardal voru settir á markað. Í Bændablaðinu 10. maí 2005 var greint frá sameiningu MS og Mjólkurbús Flóamanna, MBF, þar sem Sigurður var einn af lykilmönn- um í sameinuðu félagi. Þannig hefur Sigurður víða komið við sögu við þróun íslensks mjólkuriðnaðar á sínum langa starfsferli. /SGM/HKr. LÍF&STARF Í síðasta þætti birti ég ófeðraða vísu ættaða úr Svarfaðardal. Margir vissu þar betur en ég, og vissu gjör af höf- undi. Vísuna orti nýkvæntur maður til konu sinnar að morgni brúðkaupsnætur, yfir- fullur af þakklæti. Vísuna skráði ég þannig: Drottinn gefi þér góðan dag og gleðilegan viðskilnað, sóma vafin silkihlín Sigurbjörg, elsku konan mín. Tilskrif fékk ég bæöi frá Halldóri bónda í Brimnesi og einnig Vigni Sveinssyni, sem vissu höfundinn, Jón Sigfússon. Vignir, sem sjálfur er Svarfdælingur langt um aldir, segir höfundinn jafnan hafa verið kenndan við bæ sinn, Skriðukot, og þá ýmist kallaður Skriðukotslangur eða Jón Skrikkur sem var stytting á bæjarnafninu. Vignir vissi og betur rétta gerð vísunnar, sem fellur einnig betur að þeirri bragfræði sem Jón viðhafði: Guð gefi þér góðan dag og gleðilegan viðskilnað, sóma vafin silkihlín Sigurbjörg, elsku konan mín. En færum okkur nú ögn nær í tíma. Egill Jónasson á Húsavík sendi Snorra bónda í Geitafelli þessa afmælisvísu: Veill þó hallist heimurinn á hálu svelli, heillir allar hylli að elli heillakarl í Geitafelli. Heiðrekur Guðmundsson færði góðvini til afmælis flösku af víni og valdi honum Silver Fox sem hann vissi í uppáhaldi hjá honum. Heiðreki bregst ekki bragarlistin hér frekar en áður: Margan hefur seggur sá „silfurrefinn” unnið. Voru skrefin varla smá væri á þefinn runnið. Þónokkrir vinir og vísnaskáld urðu líka til þess að mæra mig sjálfan, er nýverið náði ég ellilífeyrisaldri. Misjafnlega hlýlegir í skeytum, en gekk þó gott til. Þeir bræður frá Þúfum, Páll Ásgeir Ásgeirsson og Gísli Ásgeirsson urðu báðir til þess að yrkja til mín. Páll mágur minn er að vanda frum- legur og fyndinn: Eftir því sem aldur vex Árni töltir glaður veginn, því hann er eins og Homeblest kex, helvíti góður báðum megin. Gísli gerir mér kveðju með öðrum brag. Hnauð saman braghendu í nafni Sérríðar Indriðadóttur, sem ku vera lagskona hans við kveðskap: Æskublóminn allur hvarf á einni nóttu. Ellinni ég um það kenni, Árni er núna gamalmenni. Sigrún Haraldsdóttir er hollráð að vanda, og sendi mér þessa góðu vísu: Ef þig kerla ill og grá eltir, súr og rellin, þú skalt henni þjóta frá, -þetta er fjárans ellin. Einar Kolbeinsson í Bólstaðarhlíð vill mér í grunninn vel. Þó ungur sé og eigi nokkuð langt til elli, þá sér hann kosti í stöðunni: Þó að komi veiran við virkilega kaunin, bjarga fylli í belg og kvið blessuð ellilaunin. Pétur læknir Pétursson orti hlýlega til mín, og sá skálda hér að ofan sem gjör- þekkir líkamlegt og andlegt ástand mitt, og þekkir ellina á eigin skinni: Haldi þrótti hugsun snör og höndin virk. Lengi endist æskufjör á ellistyrk. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 251MÆLT AF MUNNI FRAM Sigurður kvaddur eftir 53 ára starf hjá MS. Talið frá vinstri: Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS, Sigurður Rúnar og svo Pálmi Vilhjálms- son, aðstoðarforstjóri MS. Mynd / MS Sigurður Rúnar Friðjónsson mjólkurverkfræðingur lætur af störfum eftir 53 ár hjá Mjólkursamsölunni Ari Edward, forstjóri Mjólkursamsölunnar, og Sigurður Rúnar Friðjónsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.