Bændablaðið - 04.06.2020, Qupperneq 44

Bændablaðið - 04.06.2020, Qupperneq 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 202044 SKÓGRÆKT&LANDGRÆÐSLA Vinsældir lakkríss eru miklar og hans neytt í miklu magni um allan heim sem sælgæti eða sem íblöndunarefni í margs konar framleiðslu. Lakkrís eins og við þekkjum hann í dag á lítið skylt við lakkrísinn sem var uppruna- lega framleiddur úr sætrót fyrr á tímum. Indland er það land í heiminum sem ræktar mest af lakkrís- eða sætrót og flytur út mest af hrein- um lakkrís. Þar á eftir koma Íran, Ítalía, Afganistan, Kína, Pakistan, Írak, Aserbaídsjan, Úsbekistan, Túkmenistan og Tyrkland. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru flutt inn rúm 22,2 tonn af lakkrískjarna í stærri en 4 kílóa eða stærri blokkum og fljót- andi lakkrískjarna eða lakkrísdufti í 3 lítra eða stærri umbúðum árið 2019. Mestur var innflutningurinn frá Íran 10 tonn og frá Þýskalandi tæp 3 tonn. Auk þess voru flutt inn 478 kíló af því sem kallast aðrir safar og kjarnar úr lakkrísplöntum, þar af 368 kíló frá Þýskalandi. Ættkvíslin Glycyrrhiza og tegundin glabra Um 20 tegundir teljast til ætt- kvíslarinnar Glycyrrhisza sem er af varablómaætt, Fabaceae og finnast í Evrópu, Asíu, Ástralíu, Norður- og Suður-Ameríku. Þekktust þessara tegunda er G. glabra sem margir þekkja sem plöntuna sem lakkrís er upprunalega unninn úr. Sætrót er fjölær runni sem nær rúmlega eins metra hæð. Ofanjarðarhlutinn vex upp af trékenndri og greindri, djúpri og ilmsterkri stólparót. Laufblöðin samsett með 9 til 17 egg- eða lensulaga smáblöðum sem eru 7 til 15 sentímetrar að lengd. Smáblöðin 1,5 til 4 sentímetrar að lengd og 0,8 til 2 að breidd. Blómin um einn sentímetri að lengd, fjólublá yfir í að vera bláhvít, nokkur saman í axi. Aldinið ílangur, flatur og eilítið hærður belgur, 2 til 3 sentímetrar að lengd með 2 til 8 fræjum. Uppruni og útbreiðsla G. glabra er upprunnin í suðvestur- hluta Asíu, austanverðri Evrópu og löndunum við Miðjarðarhafið, allt frá Spáni og austur að norðvestur- hluta Kína. Í dag er tegundinni skipt, af sumum, í þrjú afbrigði. Spænskt og ítalskt G. glabra var. typical, rúss- nesk G. glabra var. glandulifera og það sem finnst í fyrrum Persíu og í Tyrklandi G. glabra var. violacea. Tegundin G. uralensis finnst í Mið-Asíu, Norðvestur- og Austur- Kína en tegundin G. inflata er einungis þekkt villt í Xinjiang Uygur-héraði í norðaustanverðu Kína. Allar þrjár tegundir eru not- aðar til lakkrísgerðar í Kína. Nafnaspeki Enska orðið liquorice kemur úr gamalli frönsku licoresse en mun upprunalega vera komið úr grísku γλυκόριζα, glykorrhiza, sem þýðir sætrót, γλυκύς, glukus, sæt og ρίζα, rhiza, sem þýðir rót. Sætrót, lakkrísrót og lakkrís eiga sér mörg og ólík heiti í löndum heims. Á afríksku kallast plantan drop en irq as-sus, irqu as-sus, irqu al-sus, sous og sus á arabísku og gān cǎo, gam chou, guangguo–gancao, kan tsau, xi-bei og yang gan cao á kínversku. Í Albaníu segja menn gliciriza e shogët og glicirizë en shush og shush kireah á hebresku og Japanir nankin-kanzō, rikorisu, kanzō og kanzo. Þjóðverjar kalla plöntuna og afurð hennar gemeines süssholz, kahles süssholz, lacrisse, lakritz, lakritzeholz, lakritzenwurzel, lakritzpflanze, lakrizenwurzel, spanisches süssholz, süsscholz og süsswurz. Fjöld indverskra heita eru of mörg til að telja upp hér en þar á meðal eru jesthimadhu, mauddh, etthimadhiram, iradimadhuram, athimadhuram, yastimadhu, og asl- us-sus. Svíar segja äkta lakrits, lakrits, lakritsrot, lakritsväxt og sötlakrits, Norðmenn lakrisplante og lakrisrot og Danir glat lakrids, lakrids, lakrids rod, lakridsrod og lakridsplante. Heitið lakkrís er þekkt í íslensku frá 18. öld og er komið úr dönsku. Einnig þekkjast heiti eins og lakkrís- rót, apótekaralakkrís og sætrót sem er nafnið sem ég hef valið að nota um plöntuna. Löng nytjasaga Sætrót á sér langa nytjasögu og var henni, vegna öflugs rótarkerfisins, plantað við bakka fljótanna Tígris og Efrat í Mesópótamíu, Ebró á Spáni og Pó á Ítalíu til að draga úr skemmdum vegna flóða fyrr á tímum. Plantan er nefnd í fornum rituð- um heimildum frá Indlandi, Babýlon og Assyríu. Sætrót var meðal þess sem fannst við fornleifarannsókn- HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Sætrót er 50 sinnum sætari en sykur Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Sælgætið sem selt er sem lakkrís í dag á lítið skylt við sætrót sem lakkrís var upphaflega unninn úr. Sætviðarrót. Efni í rótinni er 50 sinnum sætara en sykur af sömu þyngd. Á Spáni, Ítalíu og Frakklandi er hægt að fá ferska lakkrísrót hjá götusölum sem grafa ræturnar upp, skola þær og selja til að draga úr andremmu. Lakkríste er vinsæll götudrykkur í Egyptalandi. Þurrkað lakkrísrótarduft.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.