Bændablaðið - 04.06.2020, Qupperneq 48

Bændablaðið - 04.06.2020, Qupperneq 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 202048 Sífellt fleiri eru að átta sig á því að aðgerða er þörf í loftslagsmálum. Það þarf að minnka kolefnislosun og auka kolefnisbindingu. Það er ekki nóg að gera annaðhvort, hér þarf að vinna á mörgum vígstöðv- um á sama tíma. Flestir geta breytt einhverju í hegðun sinni varðandi innkaup, samgöngur o.fl., losað minna og/eða bundið meira, til dæmis með gróðri. Margir eiga, eða hafa umráð yfir landsvæðum sem eru lítið nýtt, uppskerulítil, eða jafnvel að blása upp. Gróðurfarið sem sést á mynd 1 er forstig að algerri auðn og verði ekkert að gert má ætla að þarna verði hvorki gróður né jarðvegur í náinni framtíð. Um aðferðir til úrbóta má lengi deila, en við höfum hvorki mikið fjármagn né tíma, svo að fljót- virkar og ódýrar aðgerðir verða að sitja fyrir. Plöntuval Ljóst er, að þegar landnámsmenn hófu búsetu hér á landi náði gróður og jarðvegsþekja mun lengra inn á hálendið, þar sem nú er auðn. Þó að þær neikvæðu breytingar séu ekki eingöngu af mannavöldum, þá stöndum við í mikilli skuld við landið. Að auka útbreiðslu birkis er gott mál, en ekki er ráðlegt að reyna að endurheimta nákvæmlega það gróðurfar sem var hér við landnám. Það er einfaldlega ekki raunhæft vegna þess að nýjar tegundir ber- ast hingað, ná útbreiðslu og aðrar gefa eftir. Náttúran er síbreytileg. Þá kemur upp spurningin hvort er ekki betra að miða við forsögulegan tíma þegar hér uxu afkastameiri trjátegundir sem ekki lifa hér nú, eða eru nýlega innfluttar. Val á plöntum til skógræktar og landgræðslu er vandaverk og þarf að vera í stöðugri endurskoðun miðað við vöxt hverrar tegund- ar. Það fer líka eftir markmiðum ræktunarfólks, aðstæðum, kostn- aði, kolefnisbindingu, o.fl. Taka ætti tillit til þess hvaða tegundir hafa þrifist best á hverjum stað, en einnig þarf að prófa nýjar tegundir og samvinnu tegunda. Aðalatriði er að nota plöntutegundir og aðferðir sem skila góðum árangri við að binda kolefni, skapa verð- mæti fyrir ræktunarfólk og mynda jafnframt gróður og jarðvegsþekju í stað þess sem tapast hefur. Sé tekið mið af legu Íslands, ættu hér að vaxa miklir barrskógar og væri hér eflaust fjölbreyttari gróður, ef landið væri ekki svona langt frá meginlöndunum í austri og vestri. Við ættum þess vegna að varast „þjóðernishreinsanir“ hvað varðar plöntuval. Á fyrri hlýviðrisskeiðum hafa vaxið hér plöntur og trjátegundir sem nú lifa ekki á landinu, en finnast í jarðlögum. En eru þær ekki líka íslenskar, jafnvel íslenskari en þær sem vaxa hér nú? Varhugavert er að láta fegurðarsjónarmið ráða plöntuvali því að það er afstætt, það sem einum finnst fallegt, finnst öðrum ljótt. Hér þarf að velja þær plöntur sem vaxa, binda kolefni, geta fjölgað sér sjálfar og gera gagn í umhverfi sínu. Mikil kolefnislosun á sér stað úr framræstu landi. Séu slík svæði lítið nýtt er aðallega um þrjá kosti að velja. Í fyrsta lagi að gera ekkert til úrbóta, sem er ekki góður kostur og þýðir áframhaldandi losun. Í öðru lagi að hækka jarðvatnsstöðu til að LANDSSAMTÖK SKÓGAREIGENDA hamlar hjálpinni Mynd 1 er tekin á landsvæði sem hefur verið friðað fyrir beit frá árinu 2002. Þarna var ekki að sjá jákvæðar breytingar þrátt fyrir 18 ára friðun. Hér er „íslenski staðargróðurinn“ að hopa fyrir eyðingaröflunum, sem er ekki viðunandi ástand. Þarna er t.d. þjóðarblómið í vanda sem það ræður ekki við. Það þarf verulega aðstoð til að samfelld gróð- urþekja myndist. Mynd 2 var tekin á Hólasandi þar sem nánast allur gróður og jarðvegur var horfinn. Þarna sést hvernig lerki getur vaxið upp úr ónýtu landi og jafnvel skapað verðmæti fyrir næstu kynslóðir. Er hægt að horfa framhjá svona tækifærum? Svæðið er norðan Mývatnssveitar, í töluverðri hæð yfir sjávarmáli. Mynd 3. Hjá vasahnífnum fremst á myndinni má sjá birkiplöntu sem er jafngömul plöntunum í lúpínubreiðunni hjá bílnum. Stærðarmunurinn er svo margfaldur að það er ekki hægt annað en nýta sér þessa aðferð. Mynd 4. Þarna er 16 ára skjólbelti þar sem flestar plöntur eru illa farnar af kali, nema þar sem lúpína er þeim til hjálpar, þar vaxa víðiplönturnar eins og ekkert hafi í skorist. Er ekki rétt að nýta svona aðstoð við ræktunina? Á mynd 5 sést hluti af þeim 250 hekturum sem við þurfum að græða upp af okkar landareign skv. gæðastýringu í sauðfjárrækt. Þetta markmið næst augljóslega ekki nema með því að nota lúpínu. Tilbúinn áburður og grasfræ duga ekki. Á þá aðferð er komin margra ára reynsla. Rofabörðin sýna að mikill jarðvegur er farinn. Mynd 6 er tekin í minna en 100 metra hæð yfir sjávarmáli. Það er því ekki hægt að segja að gróðurfarið eigi að vera svona á þessum stað. En bara af því að við erum vön að sjá þetta eins og það er, sættum við okkur við ástandið. Sem er auðvitað neyðarástand og landsvæði á borð við þetta þyrftu að vera í gjörgæslu. Hér gæti lífrænn úrgangur virkað samhliða sáningum. Sjálfgræðsla er útilokuð, þó að beit væri aflétt. Björn Halldórsson við skógræktina í Valþjófsdal.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.