Bændablaðið - 04.06.2020, Síða 54

Bændablaðið - 04.06.2020, Síða 54
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júní 202054 Eftir að hætt var að framleiða Land Rover Defender, þenn- an hefðbundna jeppa sem allir Íslendingar kannast við og eiga minningar um, kom eyða og spurningarmerki um framtíð Land Rover. Hvort söngur Helga Björns og Reiðmanna vindanna um „Land Rover-ferðina“ hafi haft áhrif eða flýtt fyrir hönnun á nýjum Defender skal ósagt, en bíllinn er kominn og verður frumsýndur laugardaginn 6. júní hjá BL. Fékk bílinn lánaðan í smástund Eftir stutta og snarpa samningalotu við Karl, sölustjóra Land Rover bíla í BL, náði ég að fá örstuttan prufurúnt á bílnum á fáförnum vegum í nágrenni Reykjavíkur. Veðrið síðastliðinn föstudags- morgun var ekki til að hrópa húrra fyrir gagnvart myndatöku, en varð að duga. Eins og um var samið var farið eins stutt og hægt var, en þessi stutti akstur var nóg til þess að finna að þarna er bíll sem lofar góðu, mun stærri og rýmri að innan en ég hafði gert mér í huga, krafturinn fínn, fjöðrunin á malarveginum sem ég ók át holurnar. Defender greinilega hannaður frá grunni, ekkert sem minnir á þann gamla Eftir að hafa gengið í kringum bíl- inn, skoðað hann innan og utan, sýn- ist mér þessi bíll stefna í að vera draumabíll þeirra sem ætla að ferð- ast innanlands í sumar, kemur með festingabogum á toppinn. Fínt fyrir það sem kallað er „tengdamömmu- box“. Þá er krókur til að draga hjól- hýsið, fullbúið varadekk og mikið pláss fyrir aftan aftursætin. Greinilegt að ég þarf að prófa þennan bíl aftur og betur. Þar sem að ekki er búið að frumsýna bílinn vantar mig töluvert af tæknilegum upplýsingum um bílinn. Þrátt fyrir að ég telji mig kláran að fá menn til að tala af sér tókst mér ekki að fá Karl sölustjóra til að missa út úr sér verðið á bílnum (verð að bíða eftir frumsýningardeginum, næst- komandi laugardag 6. júní). VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Fyrir nokkru síðan sá ég inni í sýningarsal hjá Kletti Multi One liðlétting sem eingöngu gengur fyrir rafmagni. Multi One lið- léttingar sem ég hef séð hingað til hafa verið með dísilvél, en margir nota þessar smávélar inni á fóð- urgöngum og jafnvel víðar inni þar sem skepnur eru. Dísilvélum fylgir mengun og við framleiðslu á kjöti og mjólkurvöru ætti í alla staði að vera umhverfi- svænna fyrir búskapinn að nota rafmagnsknúinn liðlétting. Fékk aðeins að prófa Vinnu minnar vegna átti ég leið í næsta hús við Klett og hringdi í Ívar Atlam sölumann á Multi One vélunum í Kletti, og spurði hann hvort hann gæti ekki komið með vélina út svo ég gæti fengið að sjá hana vinna. Ívar kom með vélina og tók af fyrsta vörubrettið, en svo var það mitt að klára. Ósköp var ég klaufskur við þetta þar sem að liðstýringin var akkúrat öfug miðað við það sem ég hef prófað. Næsta bretti var betra og ég þarf ekkert að skammast mín fyrir það þriðja, en eftir að ég hafði lokið affermingu prófaði ég eins margar stillingar í ímyndaðri vinnu og ég gat. Niðurstaðan var sú að þetta tæki getur unnið nokkuð hratt, lyft- igeta fín, hávaði sáralítill. Hægt er að keyra að næsta rafmagnstengli til að hlaða vélina þar sem vélin er með innbyggða hleðslustöð. Helstu mál, þyngd og geta Lyftigeta er að hámarki 1800 kg. (þá með því að setja þyngdarklossa aftan á vélina). H-laga skotbóma með sjálfvirka afréttingu. Mesta lyftihæð 2,90 m. Drifbúnaður er vökvadrifinn 4X4 og kemst vélin í 12 km á klukkustund, spólvörn, driflæs- ingar. Vökvadæla dælir 35 lítrum á mínútu, togkraftur er 2050 kg. Hjólbarðar eru á 12 tommu felgum, heildarþyngd er 1.565 kg. Breidd 128 cm. Verðið á vélinni er frá 4.500.000, nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðunni www.klettur.is. Multi ONe EZ7 rafmagnsliðléttingur. Myndir / HLJ Öflugir rafgeymar. Þægilegur stjórnbúnaður. Lyftigeta er að hámarki 1800 kg. Land Rover Defender Verður frumsýndurlaugardaginn 6. júní Á myndum virkar Defender minni en hann er í raun. Myndir / HLJ Fullbúið varadekk og afturljósin sjást mjög vel. Allt nýtt fyrir manni og ótrúlega mikið pláss. Bæði þegar maður bakkar og fyrstu metra áfram er myndavélin að sýna næsta nágrenni vel.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.