Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 3

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 3
27. árgangur Reykjavík, nóvember—desember 1967 9.—10. tbl. Knattspyrnumót íslands 1967: VALUR VARÐ ÍSLANDSMEISTARI í KNATTSPYRNU Knattspyrnumót tslands, það 56. í röðinni, hófst með leik í I. deild meistaraflokks milli iBK og iBA á Njarðvíkurvelli 27. mai 1967, en mótinu lauk ekki fyrr en 24. september með aukaúrslitaleik milli Vals og Fram í I. deild. 1 þeim úrslitaleik sigraði Valur með 2:0 og hlaut þannig Islandsmeistaratitilinn í annað skipti í röð, en 14. skipti frá því fyrst hófust Knattspyrnumót tslands. Hefur Valur þá hlotið titilinn jafnoft og Fram, en KR hefur hlotið hann oftast, eða 19 sinnum alls. Önnur félög hafa ekki unnið til þessa eftirsótta titils, nema tA (6 sinnum), Víkingur (tvisvar) og tBK (einu sinni). Keppnin í I. deild í ár var jöfn og spennandi allt fram til síðustu leikja, þannig að þrjú félög, Valur, Fram og IBA höfðu sterka sigurmöguleika, en á hinn bóginn fann KR smjörþefinn af fallhættunni, þótt lA yrði að bíta i það súra epli að falla niður i II. deild að þessu sinni. Valur hafði á að skipa I móti þessu allreyndu liði, meistaraliði sínu frá árinu áður svo til óbreyttu. 1 því liði ber fyrstan að telja Hermann Gunnarsson, sem skoraði 11 mörk í mótinu, helming af þeim mörkum, sem Valur skoraði. Hann var tvímælalaust langhættu- legasti maður í framlínunni. Auk hans í framlínunni má nefna Reyni Jónsson, útherja. Hann skoraði mörg mörk og var að auki mikil driffjöður í spilinu hjá þeim. Þessa menn má tvímælalaust telja hættuleg- asta í sóknarlinu Vals, sem var að vissu leyti nokkuð misjöfn, en átti góða leiki á milli. Af varnarmönnum má sennilega telja fremstan hinn unga miðframherja, Halldór Binarsson, en einnig höfðu þeir stei’ka bak- verði, Árna Njálsson og Þorstein Friðþjófsson, og þá styrktist vörnin ekki hvað sízt, þegar þeir fengu Sig- urð Dagsson í markið. Það skeði að vísu ekki, fyrr en nokkrir leikir voru leiknir í mótinu, en Valur get- ur fyrst og fremst þakkað Sigurði það, að félagið bar sigur úr býtum I þessu móti, sem og í mótinu árið áður. Valsliðið lék ekki létta knattspyrnu, var yfir- leitt þungt í vörninni, framlínan var nokkuð létt, þ.e.a. s. þessir áðurnefndu tveir menn, en hinir í framlínunni mjög mistækir. Liðið byggði á leikkerfinu 4-2-4, lék með 4 menn stöðugt í vörn, og aðal miðjumaður þeirra var vinstri innherjinn, Bergsveinn Alfonsson, óhemju duglegur, þannig að þeir léku raunverulega með 4 framlínu- mönnum. Fram-liðið má telja það lið, sem kom flestum á óvart sl. sumar. Það kom strax fram i vor, að það var í góðri þjálfun, enda hafði það æft af kappi undir stjórn Karls Guðmundssonar. Að visu átti Fram við nokkra byrjunarörðugleika að etja, því liðið er ungt, en liðsmenn sóttu sig mikið, þegar leið á sum- arið, og það má tvímælalaust telja það jafnast í keppninni. Fram vann ekki stóra sigra, vann oftast nær með einu marki, skoraði ekki mörg mörk, en vörnin var sterk, og það var þeirra keppikefli að fá sem fæst mörk á sig, enda uppskáru þeir samkvæmt því. 1 Fram-liðinu ber fyrst og fremst að nefna Helga Númason. Hann er geysi leikinn knattspyrnumaður. 319

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.