Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 25
Bikarkeppni KKÍ 1967
Bikarkeppni KKÍ 1967, hin 3. í röðinni, fór
fram í október s.l. Alls tóku þátt í keppninni
8 lið, og er það minnsta þátttaka í keppninni
til þessa, 1966 voru 9 lið, og 1965 alls 15 lið.
Heldur fór mótið seinna af stað en áður, og
háði það nokkuð þátttökuliðunum, þar sem
allra veðra er von svo síðla hausts.
I fyrsta sinn fór nú úrslitakeppnin fram á
Akureyri, en ekki er við Akureyringa að sak-
ast, bótt hún hafi ekki orðið eins góð og skyldi.
Þar kom til þátttökuleysi og veðrátta.
I 1. umferð fóru leikar:
Reykjavík: KR—Ármann 40:36 (28:16)
Vesturland: KFl—Snæfell 52:51 (26:22)
(leikurinn fór fram á Isafirði)
Norðurland: Tindastóll—KA 31:25
(leikurinn fór fram á Akureyri)
Suðurland: UMF. Laugdæla—Selfoss
(Selfoss gaf leikinn)
2. umferð og úrslit áttu að fara fram á Akur-
eyri helgina 15. og 16. okt., en þegar til kom,
mættu aðeins KR og Tindastóll, þar sem UMF
Laugdæla hætti keppni og ófært var frá ísa-
firði. Fór því aðeins einn leikur fram á Akur-
eyri, milli KR og Tindastóls, og sigraði KR
með 68 stigum gegn 31, en í hálfleik var stað-
an 28:12.
Það varð svo að samkomulagi milli KR og
KFl, að úrslitaleikurinn færi fram í Reykjavík
sunnudaginn 22. okt. KR sigraði í þeim leik og
vann þar með keppnina. Lauk leiknum með
75:35 sigri KR í hag, en í hálfleik stóðu leik-
ar 39:14.
Eins og að framan greinir varð úrslitahelg-
in á Akureyri ekki eins góð og til stóð í fyrstu,
en hins vegar höfðu Akureyringar gert sitt til
að láta keppnina fara sem bezt fram, m.a. látið
prenta góðar götuauglýsingar, og þegar sýnt
þótti, að aðeins 2 keppnislið myndu mæta,
fengu þeir Menntaskólanema til að leika gegn
IBA á laugardaginn, en síðari daginn héldu
þeir hraðmót með þátttöku Þórs, K. A. og 2ja
liða frá KR.
Er í fyllsta máta athugandi að láta einnig
næstu bikarkeppnisúrslit fara fram á Akureyri,
þar sem aðstæður allar til körfuknattleiksiðk-
ana þar eru hinar ágætustu.
KR sigraði nú í keppninni annað árið í röð
og skoruðu 183 stig gegn 102 í þrem leikjum.
Engu er hægt að spá um framtíð bikarkeppn-
innar. Það verður í fyrsta lagi að finna ein-
hver ráð til þess að koma sem flestum utan-
bæjarliðum í keppnina með einhverju móti, og
í öðru lagi er álitamál, hvort ekki eigi að leyfa
1. deildar liðunum þátttöku í keppninni; fyrir-
komulag og tilgangur bikarkeppninnar þarf
ekki að raskast við það. GG.
Vetrarólympíuleikirnir í Grenoble
fara fram dagana 6.—18. febrúar 1968. Isknattleiks-
keppnin hefst strax fyrsta daginn, en daginn eftir hefst
keppni í alpagreinum og norrænum skíðagreinum karla,
listhlaup á skautum og sleðakeppnin. Keppni kvenna á
skíðum og skautum hefst 9. febrúar, en skautakeppni
karla ekki fyrr en 14. febrúar.
Prakkar hafa einskis látið ófreistað, til þess að leik-
irnir mættu verða sem allra bezt undirbúnir, og hefur
kostnaðurinn við undirbúninginn numið sem næst
10 000 milljónum ísl. króna.
Byggt hefur verið áhorfendasvæði fyrir 60 000
manns í kringum svæðið, þar sem setning leikjanna og
lokaathöfn fara fram, íþróttamannvirki margs konar,
svo sem stökkbrautir og skautahallir, að ógleymdu
ólympiuþorpi, sem rúmar 10 000 íbúa og blaðamanna-
þorpi, sem rúmar 2500 blaða- og sjónvarpsmenn.
En það eru ekki aðeins íþróttamannvirki, sem byggð
hafa verið fyrir þessa peninga. Grenoble hefur fengið
nýtt andlit, ef svo mætti segja. Ný járnbrautarstöð
hefur verið tekin í notkun, nýtt pósthús og ný lög-
reglustöð, og glæsilegt ráðhús í nýtízkulegum stíl.
Þá hafa verið lagðar nýjar akbrautir milli allra
þeirra staða, sem keppni fer fram á, og síðast, en ekki
sízt, ber að nefna flugvöll, sem byggður hefur verið
fyrir mynni dalsins um 40 km frá Grenoble.
341