Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 49
Stjórn H.S.l. var þannig skipuð á starfsárinu:
Ásbjörn Sigurjónsson, formaður,
Axel Einarsson, varaformaður,
Valgeir Ársælsson, gjaldkeri,
Axel Sigurðsson, ritari,
Einar Th. Mathiesen, fundaritari,
Jón Ásgeirsson, meðstjórnandi, og
Rúnar Bjarnason, meðstjórnandi.
Varastjórn skipuðu:
Jón Kristjánsson,
Magnús V. Pétursson og
Bjarni Björnsson.
Stjórnin skipaði þessar nefndir:
Landsliðsnefnd karla: Sigurður Jónsson.
Á starfsárinu óskaði Sigurður Jónsson eftir að vera
leystur undan störfum, og var skipuð ný landsliðs-
nefnd: Hannes E>. Sigurðsson, formaður, Jón Krist-
jánsson og Hjörleifur Þórðarson.
önnur haldin í sambandi við Norðurlandamót piita,
sem fram fór í Svíþjóð, og mættu þar sem fulltrúar
H.S.l. þeir Rúnar Bjarnason, Valgeir Ársælsson og
Axel Einarsson. Á fundi þessum var einkum rætt um
Norðurlandamót unglinga, skipulag þess og fram-
kvæmd í framtíðinni.
Árlegur fundur norrænna handknattleiksleiðtoga var
haldinn í Kaupmannahöfn dagana 29. og 30. apríl
1967, og mættu fyrir hönd H.S.l. Ásbjörn Sigurjóns-
son og Einar Th. Mathiesen. Fer hér á eftir skýrsia
þeirra um fundinn:
Fundurinn var haldinn i fundarsal danska íþrótta-
sambandsins, og fundarstjóri var kjörinn formaður
danska handknattleikssambandsins, Fredslund Peter-
sen, en ritari Axel Ahm.
Helztu málin, sem varða okkur og rædd voru á
þinginu, voru þessi: 1. Endurskoðun á reglum um
framkvæmd meistaramóta á Norðurlöndum. 2. Ákvarð-
* A
Ur skýrslu Handknattleikssambands Islands
um starfsárið 1966—1967
Landsliðsnefnd kvenna: Pétur Bjarnason, formaður,
Sigurður Bjarnason og Birgir Björnsson. Á starfsárinu
óskaði Pétur Bjarnason eftir að vera leystur frá störfum
í nefndinni, og var þá ákveðið að skipa nýja nefnd, og
og var hún þannig skipuð: Þórarinn Eyþórsson, formað-
ur, Sigurður Bjarnason, Birgir Björnsson, Jón Ásgeirs-
son og Axel Sigurðsson.
Landsliðsnefnd pilta: Jón Kristjánsson, formaður,
Karl Jóhannsson og Hjörleifur Þórðarson.
Landsliðsnefnd stúlkna: Þórarinn Eyþórsson og Við-
ar Símonarson.
Dómaranefnd: Hannes Þ. Sigurðsson, formaður, Val-
ur Benediktsson og Karl Jóhannsson.
Tækninefnd: Karl Benediktsson, Birgir Björnsson
og Viðar Simonarson.
1 Ólympíunefnd átti sæti Axel Einarsson og til vara
Valgeir Ársælsson.
Dómstóll H.S.I., sem kosinn var á síðasta ársþingi,
var þannig skipaður: Haukur Bjarnason, Hafsteinn
Guðmundsson og Rúnar Bjarnason.
Varamenn: Sigurður Norðdahl, Sveinn Ragnarsson
og Hjörleifur Þórðarson. Dómstóllinn fékk ekkert mál
til meðferðar á árinu.
Ráðstefnur erlendis.
Á undanförnum árum hafa handknattleikssam-
böndin á Norðurlöndum haldið ráðstefnur um ýmis-
leg sameiginleg vandamál. Einnig hefur verið rætt á
þessum ráðstefnum um Norðurlandamót, námskeið
fyrir dómara, leiðbeinendur o. fl., svo og samstöðu
Norðurlanda á alþjóðaþingum.
Á árinu sóttu fulltrúar H.S.l. tvær ráðstefnur. Var
anir um staðsetningu og framkvæmd Norðurlanda-
móta, sem hér segir:
a) Norðurlandameistaramót kvenna verður haldið í
Næstved 17.—19. nóv. n. k. og næst í Finnlandi
1970. Síðan þessi röð: Noregur, Svíþjóð, Island og
Danmörk.
b) Norðurlandameistaramót stúlkna verður haldið á
Jótlandi 29.—31. marz 1968, síðan í Svíþjóð og
Noregi.
c) Norðurlandameistaramót drengja verður haldið í
Noregi 29.—31. marz 1968, og síðan í þessari röð:
Danmörk, Finnland, Svíþjóð, Island og Noregur.
d) Islenzku fulltrúarnir lögðu fram tillögu um fram-
kvæmd Meistaramóts Norðurlanda í karlaflokki og
buðust til að útvega bikar, sem þegar hefur verið
gefinn af Flugfélagi Islands h/f. Samþykkt var að
taka endanlega ákvöðun um tillöguna á fundi, sem
haldinn verður 18. nóvember n. k.
3. Rætt var um þjálfaranámskeið, og er H.S.l. boðið að
senda þátttakendur á námskeiðið í Vejle. Dómaranám-
skeið er í Danmörku 26.—27. ágúst, og er okkur boðin
þátttaka.
4. Samið var um dómaraskipti og ákveðið, að Hannes
Þ. Sigurðsson dæmi landsleik Noregur-Svíþjóð I
Vánersborg 15. nóvember n. k. og dæmi síðan í Norð-
urlandameistaramóti kvenna í Næstved 17,-—19. nóv.
Tveggja dómarakerfi var rætt, en takmarkaður
áhugi kom fram á fundinum vegna fenginnar reynslu
þeirra, er reynt hafa.
5. Ákvörðun um væntanlega landsleiki i karlaflokki
milli Norðurlandanna, og þar á meðal er í athugun,
að við keppum við Norðmenn í Osló 3 des. n. k. og
365