Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 15

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Page 15
Forseti ISl svaraði Kristjáni, taldi fjárfest- inguna 1 millj. kr. á ári ekki of mikla, og kvaðst sannfærður um, að íþróttamiðstöðin væri það mikilvægt mál, að ekki mætti slaka þar á. Hann kvað íþróttahreyfinguna hafa í 20 ár verið að reyna að fá fjárveitingavaldið til að auka framlög til bygginga ÍKÍ, en ekkert hefði gengið, fyrr en nú, þegar samvinna væri haf- in um byggingu heimavistarhúss iKl. Hermann Guðmundsson ræddi enn mn ræðu Kristjáns. Kvað Hermann vandamál, hve íþróttamannvirki skortir um allt land, hve sam- böndin eru fjárvana og margt annað, en meg- invandamál væri skortur leiðbeinenda, sem hægt yrði að bæta úr, þegar íþróttamiðstöðin væri komin upp. Þá var útbýtt skrá um nefndir, en fundi síðan frestað til morguns. Þingnefndirnar komu síðan saman til hring- borðsfunda klukkan 9 að morgni sunnudagsins 12. nóvember. Sátu nefndirnar á fundum til hádegis, en að loknum hádegisverði í Hótel Loftleiðum hófst formannafundurinn að nýju í Leifsbúð, og voru þá tekin til umræðu álit nefnda, þannig að full- trúar hverrar nefndar fyrir sig gerðu grein fyrir hver sínum hluta nefndarálitsins, og voru málin tekin fyrir í sömu röð og daginn áður. Nokkuð voru nefndarálitin misjöfn að vöxt- um, en þeim styttri fylgdu þá þeim mun lengri munnlegar greinargerðir. Nefndarálitin munu verða birt í heild í næsta tölublaði Iþróttablaðsins, og verður efni þeirra því ekki rakið að sinni. Að umræðum um nefndarálitin loknum var fundi frestað, en fundarmanna beið farkostur góður, sem flutti þá til Bessastaða, þar sem verndari íþróttahreyfingarinnar, forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, beið komu þeirra. Tók forseti á móti fundarmönnum af þeirri hjarta- hlýju og gestrisni, sem honum er lagin, og átti íþróttaforystan ánægjulega stund að Bessastöð- um hjá þessum aldna íþróttamanni. Ávarpaði forseti gesti sína og kvaðst ávallt hafa kunnað vel við sig í hópi íþróttamanna, en sérstaklega minntist hann þeirra sundfélaga sinna, Benedikts G. Waage og Erlings Pálsson- ar, sem nýlátnir væru. Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, færði forseta þakkir fundarmanna fyrir veittan beina og hlý orð hans og ekki síður þakkir íþróttahreyfing- arinnar fyrir stuðning við hana bæði fyrr og síðar og ást hans á íþróttum. Enn var gengið til fundar klukkan 18,45, og voru þá ýms mál á dagskrá. Jón Fr. Hjartar bar m.a. fram ábendingu um, að ástæða væri til að fella niður haustfundi sambandsráðs. Kristján Ingólfsson gerði fyrirspurn um, hvað liði tillögu, sem samþykkt var á Isafirði, um að reyna að fá felldan niður toll af íþróttaáhöld- um. Einnig ræddi hann um það vandamál, sem væri í sambandi við skemmtanahald og þörf á heimild til að loka þjóðvegum, þegar áfengis- lausar skemmtanir væru haldnar. Þá ræddi hann einnig um kostnað við löggæzlu, sem hann kvað geysi mikinn. Gísli Halldórsson lofaði því, að síðarnefnda vandamálið yrði tekið til athugunar af fram- kvæmdastjórninni, en hvað tollalækkun snerti, kvað hann róðurinn erfiðan, þar til tollskráin yrði endurskoðuð í heild. Óskar Ágústsson kvaðst vilja þakka stjórn ÍSI fyrir þennan fund og aðra slíka, því að þeir væru fundarmönnum mjög mikils- verðir, ekki aðeins vegna fundarefnis, þótt merkilegt væri, heldur einnig vegna þess, hve nauðsynlegt væri að koma saman og kynnast fyrir þá menn, sem starfa að sömu áhugamál- um. Enn tóku nokkrir menn til máls, en að lokum flutti Gísli Halldórsson, forseti ÍSl, nokkur kveðjuorð til fundarmanna, rakti þau mál, sem fundurinn fjallaði um og þau mörgu sjónarmið og athuganir, sem á þessum málum komu fram á fundinum, en þau kvað hann verða mundu forskrift framkvæmdastjórninni til handa um, hvernig hún mundi á hinum ýmsu málum taka. Þá þakkaði forseti fundarmönnum komuna og óskaði þeim góðrar heimkomu. Kristján Benjamínsson kvaddi sér hljóðs og flutti framkvæmdastjórninni þakkir fundar- manna fyrir vel unnin störf fyrr og síðar og kvað það fundarmönnum stuðning í starfi að vita, að þeir ættu framkvæmdastjórnina að bak- hjarli. 331

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.