Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 40
IÞRO TTAANNALL 1967
4x100 m fjórsund: Bandaríkin, 4:39,1 mín.
Lyftingar: Bantamvigt: Nassiri, Iran, 360 kg
Fjaðurvigt: Yoshinobu Miyake, Japan, 392,5 kg
Léttvigt: Baszanowski, Póllandi 440 kg
Millivigt: Kurentsov, Sovétríkjunum, 470 kg
Léttþungavigt: Ozimek, Póllandi, 475 kg
Milliþungavigt: Talts, Sovétríkjunum, 492,5 kg
Þungavigt: Bathyshev, Sovétríkjunum, 550 kg.
18. Olympíunefnd Islands samþykkti á fundi sínum,
að 4 keppendur í alpagreinum yrðu sendir á Vetrar-
olympíuleikina I Grenoble í Frakklandi nú í vetur.
Á sama fundi samþykkti Olympíunefndin að til-
kynna þátttöku íslendinga í frjálsíþróttakeppni
Olympíuleikjanna í Mexico 1968.
21. Bikarkeppni KSl:
KR vann Víking með 3:0 (2:0) I úrslitaleik, sem
fram fór á Melavelli, og sigraði KR nú í 7. skipti
af 8, sem Bikarkeppni KSl hefur farið fram.
22. IBK bar sigur úr býtum í bikarkeppni 2. aldurs-
flokks t knattspyrnu, vann lA með 3:1 í úrslitaleik
sem fram fór á Melavellinum í Reykjavík.
22. ÍA bar sigur úr býtum í Litlu bikarkeppninni svo-
nefndu, sigraði IBK með 2:1 í öðrum úrslitaleik
þessara íþróttabandalaga um sigurinn í keppninni,
en áður höfðu þau leikið jafnteflisleik 3:3 í Kefla-
vík.
Staðan fyrir úrslitaleikinn var þessi:
lA .............. 6 3 2 1 15:8 8
IBK ............ 6 4 0 2 8:6 8
UBK ............ 6 13 2 11:13 5
IBH ............ 6 1 1 4 10:17 3
22. Fyrsta golfkeppni Félags einherja á fslandi fór fram
á golfvelli Golfklúbbs Ness á Seltjarnarnesi, en ein-
herja nefna þeir kylfingar sig, sem slegið hafa holu
i höggi. Þátttakendur í þessari fyrstu keppni félags-
ins voru Jón Þór Ólafsson, sem sigraði, Geir Þórðar-
son, Sverrir Guðmundsson, Páll Ásgeir Tryggvason,
sem er formaður félagsins, Gunnlaugur Ragnarsson,
Lárus Árnason, Sigurjón Hallbjörnsson og Ólöf
Geirsdóttir, sem er eina konan hérlenzk, sem hefur
unnið sér félagsréttindi í þessum virðulega hópi.
27. Erlendur Valdimarsson, IR, setti enn eitt unglinga-
met í kringlukasti, 53,24 m, á innanfélagsmóti lR á
Melavelli I Reykjavík.
28. Handknattleiksliðið Stadion frá Kaupmannahöfn lék
fyrsta leik sinn hérlendis við gestgjafa sína, Víking,
og sigraði 26:19 (12:6).
Leikurinn fór fram í Iþróttahöllinni í Laugardal.
29. Handknattleiksheimsókn Stadion: Fram — Stadion
18:12 (8:5) í fremur daufum leik í Iþróttahöllinni í
Laugardal.
29. Knattspyrnumóti Hafnarfjarðar lauk með sigri FH,
sem vann bæði til nafnbótarinnar Knattspyrnumeist-
arar Hafnarfjarðar og BeztaknattspyrnufélagHafn-
arfjarðar. Fyrri nafnbótina hlaut félagið fyrir sigra
sína á vor- og haustmótum meistaraflokks, en þá
síðari fyrir fleiri stig unnin í öllum flokkum á þess-
um tveimur mótum.
31. Handknattleiksheimsókn Stadion: FH — Stadion
20:18 (13:8) í Iþróttahöllinni í Laugardal, eftir að
FH hafði sýnt algjöra yfirburði fyrstu 20 mín. leiks-
ins og náð þá 7 marka forskoti.
NÓVEMBER:
4. Racing frá Buenos Aires sigraði Celtic frá Glasgow
í seinni leik þessara félaga í keppni um heimsmeist-
aratitil félagsliða, en lið þessara félaga höfðu sigr-
að hvort á sínu meginlandi, Celtic I Evrópu, en Rac-
ing í Ameríku.
Fyrri leikur félaganna hafði farið fram I Avenall-
eda, á heimavelli Racing, og hafði Racing unnið
þann leik með 2:1, en þennan síðari leik, sem fram
fór i Montevideo að viðstöddum 65 þúsund manns,
vann Racing með 1:0, Cardenas skoraði markið á
56. mínútu leiksins.
Þessi leikur varð frægur að endemum, því að
dómarinn varð að vísa hvorki meira né minna en 5
leikmönnum af leikvelli fyrir ósæmilega hegðun, 2
frá Racing, en 3 frá Celtic.
Celtic sektaði sina leikmenn um 250 sterlingspund
hvern, sem svo sekur hafði gerzt um lélega fram-
komu, að brottvísun hafði varðað.
4. —5. Handknattleikslið Hauka í Hafnarfirði sótti
Akureyringa heim, lék 2 leiki við iBA og vann
báða (28:13 og 21:19).
5. Handknattleikslandslið karla og kvenna léku við lið
valin af íþróttafréttamönnum, og fóru leikirnir fram
í Iþróttahöllinni í Laugardal. Kvennalandsliðið
sigraði með 20:9 (9:5), en karlalandsliðið tapaði
með 19:21 (11:11).
356