Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 40

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 40
IÞRO TTAANNALL 1967 4x100 m fjórsund: Bandaríkin, 4:39,1 mín. Lyftingar: Bantamvigt: Nassiri, Iran, 360 kg Fjaðurvigt: Yoshinobu Miyake, Japan, 392,5 kg Léttvigt: Baszanowski, Póllandi 440 kg Millivigt: Kurentsov, Sovétríkjunum, 470 kg Léttþungavigt: Ozimek, Póllandi, 475 kg Milliþungavigt: Talts, Sovétríkjunum, 492,5 kg Þungavigt: Bathyshev, Sovétríkjunum, 550 kg. 18. Olympíunefnd Islands samþykkti á fundi sínum, að 4 keppendur í alpagreinum yrðu sendir á Vetrar- olympíuleikina I Grenoble í Frakklandi nú í vetur. Á sama fundi samþykkti Olympíunefndin að til- kynna þátttöku íslendinga í frjálsíþróttakeppni Olympíuleikjanna í Mexico 1968. 21. Bikarkeppni KSl: KR vann Víking með 3:0 (2:0) I úrslitaleik, sem fram fór á Melavelli, og sigraði KR nú í 7. skipti af 8, sem Bikarkeppni KSl hefur farið fram. 22. IBK bar sigur úr býtum í bikarkeppni 2. aldurs- flokks t knattspyrnu, vann lA með 3:1 í úrslitaleik sem fram fór á Melavellinum í Reykjavík. 22. ÍA bar sigur úr býtum í Litlu bikarkeppninni svo- nefndu, sigraði IBK með 2:1 í öðrum úrslitaleik þessara íþróttabandalaga um sigurinn í keppninni, en áður höfðu þau leikið jafnteflisleik 3:3 í Kefla- vík. Staðan fyrir úrslitaleikinn var þessi: lA .............. 6 3 2 1 15:8 8 IBK ............ 6 4 0 2 8:6 8 UBK ............ 6 13 2 11:13 5 IBH ............ 6 1 1 4 10:17 3 22. Fyrsta golfkeppni Félags einherja á fslandi fór fram á golfvelli Golfklúbbs Ness á Seltjarnarnesi, en ein- herja nefna þeir kylfingar sig, sem slegið hafa holu i höggi. Þátttakendur í þessari fyrstu keppni félags- ins voru Jón Þór Ólafsson, sem sigraði, Geir Þórðar- son, Sverrir Guðmundsson, Páll Ásgeir Tryggvason, sem er formaður félagsins, Gunnlaugur Ragnarsson, Lárus Árnason, Sigurjón Hallbjörnsson og Ólöf Geirsdóttir, sem er eina konan hérlenzk, sem hefur unnið sér félagsréttindi í þessum virðulega hópi. 27. Erlendur Valdimarsson, IR, setti enn eitt unglinga- met í kringlukasti, 53,24 m, á innanfélagsmóti lR á Melavelli I Reykjavík. 28. Handknattleiksliðið Stadion frá Kaupmannahöfn lék fyrsta leik sinn hérlendis við gestgjafa sína, Víking, og sigraði 26:19 (12:6). Leikurinn fór fram í Iþróttahöllinni í Laugardal. 29. Handknattleiksheimsókn Stadion: Fram — Stadion 18:12 (8:5) í fremur daufum leik í Iþróttahöllinni í Laugardal. 29. Knattspyrnumóti Hafnarfjarðar lauk með sigri FH, sem vann bæði til nafnbótarinnar Knattspyrnumeist- arar Hafnarfjarðar og BeztaknattspyrnufélagHafn- arfjarðar. Fyrri nafnbótina hlaut félagið fyrir sigra sína á vor- og haustmótum meistaraflokks, en þá síðari fyrir fleiri stig unnin í öllum flokkum á þess- um tveimur mótum. 31. Handknattleiksheimsókn Stadion: FH — Stadion 20:18 (13:8) í Iþróttahöllinni í Laugardal, eftir að FH hafði sýnt algjöra yfirburði fyrstu 20 mín. leiks- ins og náð þá 7 marka forskoti. NÓVEMBER: 4. Racing frá Buenos Aires sigraði Celtic frá Glasgow í seinni leik þessara félaga í keppni um heimsmeist- aratitil félagsliða, en lið þessara félaga höfðu sigr- að hvort á sínu meginlandi, Celtic I Evrópu, en Rac- ing í Ameríku. Fyrri leikur félaganna hafði farið fram I Avenall- eda, á heimavelli Racing, og hafði Racing unnið þann leik með 2:1, en þennan síðari leik, sem fram fór i Montevideo að viðstöddum 65 þúsund manns, vann Racing með 1:0, Cardenas skoraði markið á 56. mínútu leiksins. Þessi leikur varð frægur að endemum, því að dómarinn varð að vísa hvorki meira né minna en 5 leikmönnum af leikvelli fyrir ósæmilega hegðun, 2 frá Racing, en 3 frá Celtic. Celtic sektaði sina leikmenn um 250 sterlingspund hvern, sem svo sekur hafði gerzt um lélega fram- komu, að brottvísun hafði varðað. 4. —5. Handknattleikslið Hauka í Hafnarfirði sótti Akureyringa heim, lék 2 leiki við iBA og vann báða (28:13 og 21:19). 5. Handknattleikslandslið karla og kvenna léku við lið valin af íþróttafréttamönnum, og fóru leikirnir fram í Iþróttahöllinni í Laugardal. Kvennalandsliðið sigraði með 20:9 (9:5), en karlalandsliðið tapaði með 19:21 (11:11). 356
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.