Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 17
sem haldið var í Landskrona í Svíþjóð dagana
21. og 22. okt. 1967.
Ný félög í ISl.
Svo sem kunnugt er, þá verða ný íþrótta-
félög, sem gerast vilja aðilar að ISÍ, að sækja
um inngöngu í það héraðssamband, sem starf-
ar á því svæði, sem hið nýja félag á heima á.
Nokkur ný íþróttafélög hafa nú bætzt við,
og þau eru: íþróttafélagið Grótta, Seltjarnar-
nesi, aðili að Ungmennasambandi Kjalarnes-
þings. íþróttafélag Keflavíkur, aðili að íþrótta-
bandalagi Keflavíkur. Kastfélag Reykjavíkur,
aðili að Iþróttabandalagi Reykjavíkur. Hið
síðast talda félag er myndað um íþrótt, sem
ekki hefur verið stunduð innan þeirra félaga,
sem eru í héraðssamböndum ISl. Því óskaði
íþróttabandalag Reykjavíkur umsagnar fram-
kvæmdastjórnar ISl um inngöngu félagsins, og
var svar framkvæmdastjórnarinnar svohljóð-
andi:
Iþrótt sú, sem hér um ræðir, hefur lengi ver-
ið stunduð erlendis, þar á meðal í Noregi og
Svíþjóð. Hafa þar verið stofnuð sérsambönd
þeirra félaga, sem iðka kastíþróttina, og eru
þau sérsambönd aðilar að viðkomandi íþrótta-
samböndum. Þá er og starfandi alþjóðasam-
band fyrir þessa íþrótt. Verður því að líta svo
á, að kastíþróttin hafi hlotið viðurkenningu
sem slík, og þótt þessi íþrótt sé tiltölulega ný
hér á landi og hafi eigi verið meðal þeirra
íþrótta, sem sambandsfélög ISl hafa lagt stund
á til þessa, telur framkvæmdastjórnin rétt að
bæta henni við þær íþróttir, sem eru á stefnu-
skrá ÍSÍ.
Með hliðsjón af framansögðu telur fram-
kvæmdastjórnin ekkert því til fyrirstöðu að
veita inngöngu í héraðssamband íþróttafélagi,
sem myndað er um kastíþróttina, en nafn fé-
lags verði að vera í samræmi við íslenzkt mál
að dómi stjórnar héraðssambandsins.
Reglur um lyftingar.
Á íþróttaþinginu á ísafirði 3.—4. sept. 1966
var samþykkt að koma á landsmóti í lyfting-
um.
Til þess að slíkt væri framkvæmanlegt, var
nauðsynlegt að þýða á íslenzku alþjóðareglur
um lyftingar, en engar íslenzkar reglur voru
til.
Þess vegna fól framkvæmdastjórnin Bene-
dikt heitnum Jakobssyni, íþróttakennara, að
vinna það verk, og hafði hann næstum lokið
því, þegar hann lézt.
I haust óskaði framkvæmdastjórnin, að
Stefán Kristjánsson, íþróttafulltrúi, lyki verk-
inu, og varð hann við þeirri ósk, og eru nú
tilbúnar til prentunar hinar fyrstu íslenzku
lyftingareglur.
Iþróttamiðstöð að Laugarvatni.
Svo sem frá var skýrt í skýrslu framkvæmda-
stjórnarinnar til sambandsráðsfundar 6. maí
sl., voru samningar komnir vel á veg milli
Menntamálaráðuneytisins f. h. Iþróttakennara-
skóla íslands annarsvegar og framkvæmda-
stjórnar ISl f.h. íþróttasambands Islands hins-
vegar um, að Iþróttasambandið og íþróttakenn-
araskólinn byggðu sameiginlega heimavistar-
hús, sem svo ISl fengi afnot af þann tíma, sem
skólinn starfar ekki, svo og fengi ISl afnot af
íþróttamannvirkjum skólans.
Samningur hefur nú verið undirritaður, og
fer hann hér á eftir:
Menntamálaráðuneytið vegna Iþróttakennaraskóla
Islands (l.K.l) annarsvegar og framkvæmdastjórn
íþróttasambands Islands (l.S.f.) hinsvegar gera með
sér svofelldan
SAMNING:
1. gr.
Samningsaðilar byggja sameiginlega heimavistarhús
íþróttakennaraskóla íslands að Laugarvatni, þannig að
íþróttasamband íslands verður eigandi að efri hæð
heimavistarálmu í umræddu húsi, en eignarhluti ÍSÍ
telst 29,3% heimavistarálmunnar.
2. gr.
ÍSÍ greiðir kostnað við byggingu hússins í sömu
hlutföllum og að framan greinir og greiðir áfallinn
byggingarkostnað, eftir því sem framkvæmdum við
heimavistarálmuna miðar áfram.
3. gr.
íþróttakennaraskóla íslands er heimilt að nota
hluta ÍSÍ í húsnæðinu sem heimavist, meðan skóli er
starfandi, enda er gert ráð fyrir, að skólinn starfi
ckki lengur en níu mánuði á ári.
íþróttasamfcand íslands hefur eignarhluta sinn til
afnota, þegar skóli er ekki starfandi, til starfrækslu
oumarbúða, námskeiða i íþróttum og annarrar félags-
starfsemi sinnar. Ennfremur fær ÍSÍ afnot í sama.
333