Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 17

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 17
sem haldið var í Landskrona í Svíþjóð dagana 21. og 22. okt. 1967. Ný félög í ISl. Svo sem kunnugt er, þá verða ný íþrótta- félög, sem gerast vilja aðilar að ISÍ, að sækja um inngöngu í það héraðssamband, sem starf- ar á því svæði, sem hið nýja félag á heima á. Nokkur ný íþróttafélög hafa nú bætzt við, og þau eru: íþróttafélagið Grótta, Seltjarnar- nesi, aðili að Ungmennasambandi Kjalarnes- þings. íþróttafélag Keflavíkur, aðili að íþrótta- bandalagi Keflavíkur. Kastfélag Reykjavíkur, aðili að Iþróttabandalagi Reykjavíkur. Hið síðast talda félag er myndað um íþrótt, sem ekki hefur verið stunduð innan þeirra félaga, sem eru í héraðssamböndum ISl. Því óskaði íþróttabandalag Reykjavíkur umsagnar fram- kvæmdastjórnar ISl um inngöngu félagsins, og var svar framkvæmdastjórnarinnar svohljóð- andi: Iþrótt sú, sem hér um ræðir, hefur lengi ver- ið stunduð erlendis, þar á meðal í Noregi og Svíþjóð. Hafa þar verið stofnuð sérsambönd þeirra félaga, sem iðka kastíþróttina, og eru þau sérsambönd aðilar að viðkomandi íþrótta- samböndum. Þá er og starfandi alþjóðasam- band fyrir þessa íþrótt. Verður því að líta svo á, að kastíþróttin hafi hlotið viðurkenningu sem slík, og þótt þessi íþrótt sé tiltölulega ný hér á landi og hafi eigi verið meðal þeirra íþrótta, sem sambandsfélög ISl hafa lagt stund á til þessa, telur framkvæmdastjórnin rétt að bæta henni við þær íþróttir, sem eru á stefnu- skrá ÍSÍ. Með hliðsjón af framansögðu telur fram- kvæmdastjórnin ekkert því til fyrirstöðu að veita inngöngu í héraðssamband íþróttafélagi, sem myndað er um kastíþróttina, en nafn fé- lags verði að vera í samræmi við íslenzkt mál að dómi stjórnar héraðssambandsins. Reglur um lyftingar. Á íþróttaþinginu á ísafirði 3.—4. sept. 1966 var samþykkt að koma á landsmóti í lyfting- um. Til þess að slíkt væri framkvæmanlegt, var nauðsynlegt að þýða á íslenzku alþjóðareglur um lyftingar, en engar íslenzkar reglur voru til. Þess vegna fól framkvæmdastjórnin Bene- dikt heitnum Jakobssyni, íþróttakennara, að vinna það verk, og hafði hann næstum lokið því, þegar hann lézt. I haust óskaði framkvæmdastjórnin, að Stefán Kristjánsson, íþróttafulltrúi, lyki verk- inu, og varð hann við þeirri ósk, og eru nú tilbúnar til prentunar hinar fyrstu íslenzku lyftingareglur. Iþróttamiðstöð að Laugarvatni. Svo sem frá var skýrt í skýrslu framkvæmda- stjórnarinnar til sambandsráðsfundar 6. maí sl., voru samningar komnir vel á veg milli Menntamálaráðuneytisins f. h. Iþróttakennara- skóla íslands annarsvegar og framkvæmda- stjórnar ISl f.h. íþróttasambands Islands hins- vegar um, að Iþróttasambandið og íþróttakenn- araskólinn byggðu sameiginlega heimavistar- hús, sem svo ISl fengi afnot af þann tíma, sem skólinn starfar ekki, svo og fengi ISl afnot af íþróttamannvirkjum skólans. Samningur hefur nú verið undirritaður, og fer hann hér á eftir: Menntamálaráðuneytið vegna Iþróttakennaraskóla Islands (l.K.l) annarsvegar og framkvæmdastjórn íþróttasambands Islands (l.S.f.) hinsvegar gera með sér svofelldan SAMNING: 1. gr. Samningsaðilar byggja sameiginlega heimavistarhús íþróttakennaraskóla íslands að Laugarvatni, þannig að íþróttasamband íslands verður eigandi að efri hæð heimavistarálmu í umræddu húsi, en eignarhluti ÍSÍ telst 29,3% heimavistarálmunnar. 2. gr. ÍSÍ greiðir kostnað við byggingu hússins í sömu hlutföllum og að framan greinir og greiðir áfallinn byggingarkostnað, eftir því sem framkvæmdum við heimavistarálmuna miðar áfram. 3. gr. íþróttakennaraskóla íslands er heimilt að nota hluta ÍSÍ í húsnæðinu sem heimavist, meðan skóli er starfandi, enda er gert ráð fyrir, að skólinn starfi ckki lengur en níu mánuði á ári. íþróttasamfcand íslands hefur eignarhluta sinn til afnota, þegar skóli er ekki starfandi, til starfrækslu oumarbúða, námskeiða i íþróttum og annarrar félags- starfsemi sinnar. Ennfremur fær ÍSÍ afnot í sama. 333
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.