Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 16
Úr skýrslu framkvæmdastjórnar Í.S.Í.
um tímabilið 6. maí -10. nóv. 1967
Úr skýrslu framkvæmdastjórnar ÍSl yfir
tímabilið frá sambandsráðsfundi 6. maí 1967
til sambandsráðsfundar 10. nóvember 1967.
H eiðursviöurkenningar.
Framkvæmdastjórnin hefur veitt eftirfarandi
viðurkenningar:
Heiðursorðu ÍSl
hlaut Gunnlaugur J. Briem, gjaldkeri ISÍ, í til-
efni 50 ára afmælis hans 27. sept.
Gullmerki ÍSÍ hlutu:
Ragnar Lárusson, gjaldkeri KSl, í tilefni 60
ára afmælis hans 8. maí sl.
Ásbjörn Sigurjónsson, fv. formaður HSl, í
tilefni 10 ára afmælis Handknattleikssambands
íslands.
Þórir Þorgeirsson, Laugarvatni, í tilefni af
50 ára afmæli hans.
Knud Hallberg, Danmörku, í tilefni af fyrir-
greiðslu íslenzkra íþróttamanna í Danmörku.
Veggskjöld ÍSÍ hlutu:
Golfsamband Islands í tilefni af 25 ára af-
mæli þess.
Ungmennafélagið Skallagrímur, Borgarnesi,
í tilefni 50 ára afmæli þess.
Frjálsíþróttasamband Islands í tilefni af 20
ára afmæli þess.
Gjafir:
Sigurði Greipssyni, Haukadal, var gefinn
áletraður bréfahnífur úr silfri í tilefni 70 ára
afmælis hans.
Emanuel Rose, framkvæmdastjóra danska
íþróttasambandsins, var gefinn áletraður
bréfahnífur úr silfri í tilefni 50 ára afmælis
hans.
Ungmennafélagi Islands var gefinn áletrað-
ur kristalsvasi í tilefni 60 ára afmælis þess.
Viðskiptin við útlönd.
Þorvarður Árnason, fundaritari ISl, og Her-
mann Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÍSl,
mættu á ráðstefnu, sem Evrópuráð boðaði til í
Strasbourg með íþróttasamböndum aðildar-
ríkja sinna dagana 18. og 19. maí. (Second
Consultation with non-governmental Organis-
ations).
Gísli Halldórsson, forseti ISl, Sveinn Björns-
son, ritari ISl, Þorvarður Árnason, fundarit-
ari ÍSÍ, og Hermann Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri ÍSl, mættu á ráðstefnu ríkis-
íþróttasambanda Norðurlanda, sem haldin var
í Kaupmannahöfn 30.—31. maí sl.
Að tilhlutan framkvæmdastjórnarinnar og
með stuðningi ISl tóku 18 hafnfirzk ungmenni
þátt í norrænu æskulýðsmóti, sem haldið var í
Drammen í Noregi dagana 5.—11. júlí, auk
fararstjóra, sem voru Ingi R. Baldvinsson, for-
maður íþróttabandalags Hafnarfjarðar og
Ólafur Þórarinsson.
Ólafur Unnsteinsson, íþróttakennari, tók
þátt í námskeiði fyrir æskulýðsleiðtoga, sem
haldið var á Bosön í Svíþjóð, dagana 26. júní
til 2. júlí.
Gunnlaugur J. Briem, gjaldkeri ISl, mætti á
norrænni fimleikahátíð í Kiruna í Svíþjóð 8.—
15. júlí og á þingi Norræna róðrasambandsins
29. júlí. sem haldið var í Mölndal, Svíþjóð.
Guðjón Einarsson, varaforseti ÍSÍ, og Her-
mann Guðmundsson, framkvæmdastjóri ISl,
mættu á þingi Norræna fimleikasambandsins,
332