Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 16

Íþróttablaðið - 01.12.1967, Blaðsíða 16
Úr skýrslu framkvæmdastjórnar Í.S.Í. um tímabilið 6. maí -10. nóv. 1967 Úr skýrslu framkvæmdastjórnar ÍSl yfir tímabilið frá sambandsráðsfundi 6. maí 1967 til sambandsráðsfundar 10. nóvember 1967. H eiðursviöurkenningar. Framkvæmdastjórnin hefur veitt eftirfarandi viðurkenningar: Heiðursorðu ÍSl hlaut Gunnlaugur J. Briem, gjaldkeri ISÍ, í til- efni 50 ára afmælis hans 27. sept. Gullmerki ÍSÍ hlutu: Ragnar Lárusson, gjaldkeri KSl, í tilefni 60 ára afmælis hans 8. maí sl. Ásbjörn Sigurjónsson, fv. formaður HSl, í tilefni 10 ára afmælis Handknattleikssambands íslands. Þórir Þorgeirsson, Laugarvatni, í tilefni af 50 ára afmæli hans. Knud Hallberg, Danmörku, í tilefni af fyrir- greiðslu íslenzkra íþróttamanna í Danmörku. Veggskjöld ÍSÍ hlutu: Golfsamband Islands í tilefni af 25 ára af- mæli þess. Ungmennafélagið Skallagrímur, Borgarnesi, í tilefni 50 ára afmæli þess. Frjálsíþróttasamband Islands í tilefni af 20 ára afmæli þess. Gjafir: Sigurði Greipssyni, Haukadal, var gefinn áletraður bréfahnífur úr silfri í tilefni 70 ára afmælis hans. Emanuel Rose, framkvæmdastjóra danska íþróttasambandsins, var gefinn áletraður bréfahnífur úr silfri í tilefni 50 ára afmælis hans. Ungmennafélagi Islands var gefinn áletrað- ur kristalsvasi í tilefni 60 ára afmælis þess. Viðskiptin við útlönd. Þorvarður Árnason, fundaritari ISl, og Her- mann Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÍSl, mættu á ráðstefnu, sem Evrópuráð boðaði til í Strasbourg með íþróttasamböndum aðildar- ríkja sinna dagana 18. og 19. maí. (Second Consultation with non-governmental Organis- ations). Gísli Halldórsson, forseti ISl, Sveinn Björns- son, ritari ISl, Þorvarður Árnason, fundarit- ari ÍSÍ, og Hermann Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri ÍSl, mættu á ráðstefnu ríkis- íþróttasambanda Norðurlanda, sem haldin var í Kaupmannahöfn 30.—31. maí sl. Að tilhlutan framkvæmdastjórnarinnar og með stuðningi ISl tóku 18 hafnfirzk ungmenni þátt í norrænu æskulýðsmóti, sem haldið var í Drammen í Noregi dagana 5.—11. júlí, auk fararstjóra, sem voru Ingi R. Baldvinsson, for- maður íþróttabandalags Hafnarfjarðar og Ólafur Þórarinsson. Ólafur Unnsteinsson, íþróttakennari, tók þátt í námskeiði fyrir æskulýðsleiðtoga, sem haldið var á Bosön í Svíþjóð, dagana 26. júní til 2. júlí. Gunnlaugur J. Briem, gjaldkeri ISl, mætti á norrænni fimleikahátíð í Kiruna í Svíþjóð 8.— 15. júlí og á þingi Norræna róðrasambandsins 29. júlí. sem haldið var í Mölndal, Svíþjóð. Guðjón Einarsson, varaforseti ÍSÍ, og Her- mann Guðmundsson, framkvæmdastjóri ISl, mættu á þingi Norræna fimleikasambandsins, 332
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.